Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 10
10
loftlagsmál. Það var umhverfisráðherra VG sem setti fyr-
stu lögin um loftlagsmál á Íslandi árið 2012. Það var nú ekki
gríðarlegur spenningur í samfélaginu fyrir því á þeim tíma.
Það sem mér finnst frábært við loftslagsmótmælin er að
þau hafa áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur samfélagið
allt, á atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna. Við erum að sjá
hugafarsbreytingu sem er náttúrulega það mikilvægasta.“
„Þetta hefur haft þau áhrif að ég tel að það sé líklegra að
þessi vilji stjórnvalda haldi áfram - þetta er orðið þver-
pólitískt mál.“
Hvað viltu helst láta minnast þín fyrir
þegar þú hættir í stjórnmálum?
„Ég held að maður ráði því ekki sjálfur.“
En ef þú gætir óskað þér þess?
„Ég er stjórnmálamaður og manneskja, að því leytinu er það
enginn aðskilnaður og ég hugsa bara alltaf einn dag í einu.
Ég hef mín gildi, hugsanir og horfi auðvitað til lengri tíma en
svo veit maður bara að maður ræður einhvern veginn ekki
sinni för.“
„Ég get nefnt eitt dæmi frá því þegar ég var menn-
tamálaráðherra. Þá var mikið atvinnuleysi rétt eftir hrun.
Það var ekkert rosa gaman að vera menntamálaráðherra
fyrir manneskju sem langaði mest að stórauka framlög en
þurfti að skera niður. Það sem ég vona að mín verði minnst
fyrir er verkefnið „Nám er vinnandi vegur“, sem gekk út á
að opna leiðir fyrir fólk sem missti vinnuna inn í nám. Við
sérhönnuðum námsleiðir, við tryggðum að fólk gat haldið
atvinnuleysisbótum og það voru á fjórða þúsund manns
sem höfðu misst vinnuna sem fóru inn í ný námstækifæri.
En svo getur verið að mín verði ekkert minnst fyrir það hel-
dur að hafa lokið við byggingu Hörpu sem ég fékk í fangið
hálfbyggða. Mikilvægt hús fyrir tónlistina og kannski öllu
hefðbundnara dæmi um það sem kallað hefur verið min-
nisvarðar.“
„Þannig við skulum bara sjá hvað gerist, ég held að það
verði bara spennandi. Ég get svarað þessari spurningu þe-
gar ég hætti.“
Sérðu fyrir þér að starfa lengi í
stjórnmálum?
„Það er nú eitt. Þegar ég gaf kost á mér í prófkjöri fyrst 2007,
á því frábæra ári, hugsaði ég með mér að ég ætlaði að
vera í tvö kjörtímabil sem hefði þá þýtt að ég hefði verið
hætt 2015. En staðreyndin er sú að ég er á fimmta kjörtí-
mabili því það hafa verið mjög margar óvæntar kosningar
og allt hefur æxlast öðruvísi en ég hélt. Ég hef hins vegar
aldrei ætlað mér að gera þetta að ævistarfi því það er mjög
margt sem ég á eftir að gera. Ég þarf einhvern smá tíma
fyrir það.“
Ertu með einhver ráð til þeirra sem
vilja byrja að taka þátt í stjórnmálum?
„Ég held að maður þurfi náttúrulega að hafa tvennt til
að byrja. Í fyrsta lagi að hafa sýn og hugmyndir, um það
snúast stjórnmál. Sýn og hugmyndir um hvert maður vill
leiða samfélagið. Í öðru lagi held ég að maður þurfi að hafa
áhuga á fólki. Ég þekki alveg stjórnmálamenn sem hafa
eingöngu áhuga á fólki en ekkert sérstaklega mikla sýn
og ég þekki stjórnmálamenn sem hafa mikla sýn en hafa
kannski ekki mikinn áhuga á fólki. Ég held að maður verði
að hafa hvort tveggja til að bera ef maður vill verða farsæll
stjórnmálamaður en svo verður maður líka að hafa mjög
mikið æðruleysi því það er staðreynd að maður ræður ekki
alltaf örlögum sínum í stjórnmálum.“