Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 37
37
Það var því ekki alveg auðvelt að túl-
ka tillögur Pútíns eða átta sig á því
hvað vekti nákvæmlega fyrir forse-
tanum. Hvernig átti að skilja breyttar
valdheimildir þings og forseta? Hvaða
stofnanir aðrar fengju aukið hlutverk
við þessar stjórnarskrárbreytingar og
hvaða áhrif hefðu ákvæði um alþjóð-
legar skuldbindingar? Pútín skýrði frá
því strax í stefnuræðunni að þinginu
yrði falið að afgreiða tillögurnar með
þeim breytingum sem þingmenn vildu
gera, fljótt og vel en síðan yrðu brey-
tingarnar lagðar í dóm þjóðarinnar í
þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl.
Pútín lagði tillögur sínar fyrir rússnes-
ka þingið – Dúmuna – strax 20. janúar,
og samþykkti þingið þær þegar í stað
og vísaði áfram til frekari vinnslu. Pútín
skipaði 75 manna vinnuhóp til að fjalla
um tillögurnar, gera á þeim nauðsyn-
legar lagfæringar og viðbætur –en
hópnum var meðal annars falið að
safna saman tillögum frá héraðsstjór-
num og -þingum og öðrum aðilum í
samfélaginu – þar á meðal frá al-
menningi. Hundruð tillagna bárust
sem vinnuhópurinn tók afstöðu til og
fáeinar þeirra rötuðu inn í drögin, sem
þannig fóru fyrir þingið til annarrar
umræðu í byrjun mars.
Það var á þessu stigi málsins sem
þingið fór verulega að láta til sín taka.
Þegar stjórnarskrártillögurnar komu
frá vinnuhópi Pútíns var talsvert búið
að breyta þeim og einkum bæta við
ákvæðum sem fyrst og fremst miðuðu
að því að breyta grunnkarakter stjór-
narskrárinnar, en þingið gekk enn len-
gra í þá átt.
Hver er
tilgangurinn?
Hverju er verið
að breyta? –
Rússland 1993
Stjórnarskrá Rússlands á rætur að re-
kja til ólguáranna í byrjun tíunda ára-
tugarins þegar Boris Jeltsín var að fes-
ta sig í sessi. Árið 1993 var örlagaríkt.
Þá leiddi Jeltsín átök við þáverandi
þing landsins – Æðsta ráðið sem fen-
gið hafði mynd sína á síðustu árum
Sovétríkjanna við breytingar Mikhails
Gorbatsjovs á stjórnkerfinu. Jeltsín
átti aldrei fullan stuðning þingsins og
þegar á leið urðu átök um stjórnski-
pun sífellt harðari, og það kom meðal
annars fram í deilum um nýja stjór-
narskrá Rússlands sem verið hafði í
smíðum nokkur ár á undan. Jeltsín
barðist fyrir því að stjórnskipanin tæki
mið af helstu grunnstoðum vestræns
frjálslyndis – og má vel halda því fram
að hann og hans nánustu samstarfs-
menn á þeim tíma hafi verið hallir
undir það sem síðar var kallað nýfr-
jálshyggja. Þessi stefna mætti harðri
andstöðu annar svegar þeirra sem
vildu ekki jafn afdráttarlaus skil við
fortíðina, hinsvegar þeirra sem voru
hliðhollir stærra og skýrara hlutverki
ríkisvaldsins í samfélaginu.
Þessum átökum lauk með því að Jelt-
sín leysti upp þingið í september 1993
og um tíma lá við borgarastríði í Rúss-
landi þegar leiðtogar þingsins gerðu
úrslitatilraun til að taka völdin í Mos-
kvu. Jeltsín hafði fullan sigur snemma
í október og þá voru hafðar hraðar
hendur: Ný stjórnarskrá var borin undir
þjóðaratkvæði og samþykkt snemma
í desember og um leið var kosið til nýs
þings landsins – Dúmunnar, sem var
neðri deild þess og Sambandsráðsins,
sem var efri deildin.
Stjórnarskráin sem samþykkt var 1993
er því með mjög frjálslyndu sniði.
Stjórnkerfi Rússlands minnir að mör-
gu leyti á það franska og bandaríska.
Forsetaembættið er miðlægt, en
töluverð völd líka hjá þingi. Rússland
er sambandsríki sem í dag telur 85
„aðila sambandsins“ og er stjórnski-
punarleg staða þeirra mismunandi.
Sum hafa meiri sjálfstjórn en önnur og
allmörg þeirra eru lýðveldi sem lúta
að umtalsverðu leyti eigin lögum og
hafa sett sér stjórnarskrár. Sömuleiðis
er einstaklingsfrelsi og borgaralegum
réttindum gert mjög hátt undir höfði.
Valdheimildir ríkisins eru vel skilgrein-
dar, aðskilnaður veraldlegra og trúar-
legra þátta skýr og svo má áfram telja.