Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 45

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 45
það eitt að velja hvaða efni sé til umfjöllunar útiloki hlutleysi í sjálfu sér. „Þú ert ekki hlutlaus um leið og þú byrjar að velja eitthvað. Ég fellst svo sem á þau sjónarmið en í 99% tilfella þá er býsna augljóst hvað það er sem er fréttnæmt og hvað það er sem er ekki fréttnæmt.“ Hvernig hefur fréttaflutningur af stjórnmálum þróast frá því þú byrjaðir í fréttamennsku? Bogi segist hafa verið það lengi í bransanum að hann hafi sjálfur orðið vitni að miklum breytingum á fréttaflutningi. Hann nefnir sérstaklega tilkomu fréttastofu sjónvarpsins en fram að því var afar sjaldgæft að ráðamenn væru spurðir gagnrýninna spurninga, það hafi beinlínis ekki þótt vera við hæfi. „Það verður svona ákveðin þróun í því að það er hætt að taka við upplýsingum gagnrýnilítið og farið að taka á fréttum af stjórnmálum og yfirlýsingum ráðamanna eins og hverjum öðrum fréttum.“ Þá hafa einnig orðið breytingar með tilkomu nýrra miðla þar sem önnur sjónarmið en sjónarmið ráðandi afla geta komið fram. „Það sem hefur breyst með tilkomu netsins er að það verður „kanall“ fyrir hvern sem er að koma sínum upplýsingum á framfæri hvort sem þær eru sannar eða lognar. Þá breytist hlutverk miðla frá því vera sem mætti kalla hliðverðir upplýsinga því nú hefur fólk aðgang að gífurlegu magni af óritstýrðu efni á netinu allan sólarhrin- ginn.“ Hann hvetur því fólk til þess að vera gagnrýnið á þær upplýsingar sem það fær hvort sem það er frá Ríkisútvarpinu eða á netinu. Ef þú gætir tekið viðtal við hvern sem er, lífs eða liðinn hver yrði fyrir valinu? „Það er góð spurning. Ég var ekki alveg undirbúinn fyrir þessa“ segir Bogi en eftir stutta umhugsun segist hann þó gjarnan hafa viljað tala við Nelson Mandela. „Eitt af því sem að ég lærði í sagnfræðinni var að þú dæmir ekki fortíðina út frá forsendum samtímans.“ Hann segir því snúið að að hugsa sér að taka viðtöl við fólk fortíðarinnar. Þetta á líka við í nútí- manum þegar viðtöl eru tekin við fólk með samfélagslegan bakgrunn sem er frábrugðinn okkar eigin. Nauðsynlegt er að miða ekki við eigin aðstæður heldur vera tilbúinn að sjá hluti- na út frá öðrum forsendum. Hvaða atburður stendur helst upp úr á þínum ferli sem fréttamaður? Bogi segist ekki geta sagt að eitthvað eitt standi sérstaklega upp úr en sumir atburðir séu þó eftirminnilegri en aðrir. „Þeir erfiðustu eru náttúrulega hlutir eins og snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir aldarfjórðungi. Það voru erfiðir atburðir að fjalla um þó að ég væri ekki á staðnum.“ „Umfjöllunin um morðið á Olof Palme, það er mjög eftirminni- legur atburður líka. Þá var ég fréttamaður í Kaupmannahöfn og fór strax til Stokkhólms.“ Ertu með einhver skilaboð í lokin? „Nei, ég veit að reynslu verður ekki skilað á milli kynslóða. Það þarf hver kynslóð að gera sín eigin mistök og læra af þeim. Þau geta ekki lært af mistökum foreldra sinna.“ „Það er sagt sko að tímarnir breytast og mennirnir með. Ég er þessu ósammála og segi að tímarnir breytast, mennirnir ekki. Eðli mannsins er alltaf það sama.“ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.