Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 50
50
á hreinu og ekkert „þetta reddast“. Þar
er aðsetur fyrir erlenda nemendur þar
sem þú færð frítt kaffi allt skólaárið ef
þú kaupir margnota mál frá þeim. Ski-
pulagðir eru viðburðir þar sem einsta-
klingar frá mismunandi löndum skrá
sig í hópa eftir tungumálum til þess að
æfa sig í þeim. Svo eru auðvitað partý
þar sem að bjórinn kostar eina evru
og 50 sent. Við fengum leiðbeiningar
um það hvar væri ódýrast að versla í
matinn og hvernig flokkunarkerfið er.
Við fengum „checklista“ með dagset-
ningum út misserið með þeim atriðum
sem við þurftum að gera sem Erasmus
nemendur. Svo er hægt að leigja hjól í
langtímaleigu, en bærinn er bara rétt
tæplega 3 km í þvermál og því ganga
allir allt eða hjóla. Leuven er virkilega
rólegur bær og þú sérð eiginlega enga
bíla þar nema þú farir í úthverfin. Ég var
ekki búin að átta mig á því hvað þetta
væri raunverulega lítill bær fyrstu viku-
na og ætlaði mér að taka strætó heim
en endaði óvart í Brussel. Ég hafði nú
litlar áhyggjur af því þar sem strætóar
heima fara í hringi þannig ég gerði
ráð fyrir því að þeir gerðu það þarna
líka. Nema auðvitað var þetta síðas-
ti strætóinn þetta kvöld og bjáninn ég
festist í Brussel þar sem lestirnar voru
líka hættar að ganga. Engar áhyggjur
þetta reddaðist. Leigubílstjórinn sem
keyrði mig heim frá Brussel var ofboðs-
lega almennilegur og skilaði mér heim
fyrir ekki nema 70 evrur.
Ég leigði lítið herbergi í blokk þar sem
eru einungis stelpur, ég er sú eina á
mínum gangi sem er ekki belgísk. Mer-
kilegast finnst mér að þær fara allar
heim til foreldra sinna hverja einustu
helgi. Fjölskyldutengsl í Belgíu eru vir-
kilega sterk og í Leuven eru eiginlega
bara erlendir stúdentar eftir um helgar,
nema auðvitað þau fáu sem búa hé-
rna að staðaldri. Ennþá merkilegra er
þó að þrátt fyrir að við séum allar með
eins herbergi þá borgum við mismikið
í leigu. Í Belgíu er það nefnilega reik-
nað út frá því hvað foreldrar þínir eru
með í laun á ári hversu mikið þú borgar
í leigu fyrir herbergi hjá skólanum, þau
sem eru með lægri laun borga minna
og foreldrar borga allt. Þrátt fyrir að
þetta sé menningin hér er ég er ekki
viss um að ég myndi vilja vera svona
háð foreldrum mínum, þar sem þær
eru sífellt að velta sér upp úr því hvort
námið þeirra sé nógu góð fjárfesting
fyrir foreldra þeirra. Við fengum mjög
tilfinningaþrunginn tölvupóst frá Rek-
tor skólans um daginn þar sem okkur
var tjáð að vegna þess hve mörg ok-
kar erum ekki lengur í þeim herbergjum
sem við leigjum og margir einstæðir
foreldrar sem greiða, þá mun skólinn
koma til móts við nemendur vegna
ófyrirséðra aðstæðna og við þurftum
aðeins að greiða helming leigunnar
það sem eftir var misseris. Þrátt fyrir að
vera fimmfalt stærri skóli en HÍ þá er KU
Leuven virkilega persónulegur skóli.
Prófessorum er annt um nemendur
sína en það hefur sérstaklega sýnt sig
eftir að flestir flugu aftur heim í byrjun
mars. Þeir senda póst reglulega sem
snúast aðeins um það hvort að við og
fjölskyldan okkar séum heilsuhraust.
Einn prófessor sendi meira að segja
farsímanúmerið sitt og sagði okkur
að vinsamlegast hringja þó það væri
bara til þess að spjalla, því hann vill
vita hvernig við höfum það og hver-
nig gengur í náminu. Það gleymist oft
að það er fólk í kring um okkur, sam-
nemendur til dæmis, sem eiga fáa að
á svona erfiðum tímum og þá er svo
ótrúlega dýrmætt að finna að fólki sé
ekki sama. Mér þykir ofboðslega vænt
um þetta, það er gott að finna fyrir því
að jafnvel í margfalt fjölmennara landi
en Íslandi sé maður ekki bara tala sem
svífur um í skólakerfinu.
Ég ætlaði mér aldrei að fara í skip-
tinám, mér fannst stjórnmálafræðiná-
mið í Háskóla Íslands vera það eina
sem ég þurfti. Þar hafði ég rangt fyrir
mér. Við sem verðandi stjórnmála-
fræðingar þurfum að hafa víðara aka-
demískt sjónarhorn. Góð leið til þess að
víkka það er að fara í skiptinám erlen-
dis. Stjórnmálafræðideildin er vissule-
ga góð og ég kann að meta hana, það
sem ég vil benda á hérna er að til þess
að öðlast dýpri þekkingu, hvort sem
það er akademísk þekking eða per-
sónuleg, þá þurfum við að fara út fyrir
landsteinana. Ég vil því hvetja öll þau
sem þetta lesa að nýta sér þann kost
að fara í skiptinám eða nám erlendis
af einhverju tagi, ég get sagt hér með
fullri vissu að þetta er ekki eina skiptið
sem ég mun fara erlendis í nám.
SK
IP
TI
N
Á
M