Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 41
41
Í raun hófst ferðin fyrir mig í byrjun september 2019 er ég tók
það að mér að skipuleggja þetta mikla ævintýri sem fram
fór vorið 2020. Skipulagningin gekk eins og í sögu, þótt ég
segi sjálfur frá. Prýðis gisting í algerri miðju borgarinnar var
bókuð og staðsetningar hina fínustu veitingastaða niður-
negldar. Að sjálfsögðu, að fornri hefð, var einnig bókaður
karaoke staður og komið vel fyrir ofarlega á ferðalistanum.
Ég setti mig í samband við helstu stofnanir og lagði grunn
að ferðamátanum norður og suður um borgina. Er undir-
búningsferlinu fór að ljúka snemma í desember hafði ég
talið mér trú um að séð hafði verið fyrir öllu. Ekki hafði ég
getað séð fyrir heimsfaraldri aldarinnar.
Kvöldið áður en flugið okkar átti að taka á loft voru sö-
gusagnir um að loka landinu farnar á kreik. Við lögðum af
stað 2. mars og vorum lent í Brussel rétt eftir hádegi. Líkt og
allir Íslendingar tókum við strax eftir veðrinu. Þrátt fyrir skýjað
veður var hitinn mun meiri en í Norður-Atlantshafinu. Lestin
tók hópinn með hraði inn í borgina og með ferðatöskur-
nar okkar röltum við á hótelið. Fyrsta kvöldinu í Brussel var
fagnað á suðuramerískum veitingarstað. Morguninn eftir
var fyrsta heimsókn ferðarinnar í ráðherraráð Evrópusam-
bandsins. Mikilfengleg bygging tók á móti okkur við komuna
á Evróputorgið (torgið þar sem nær allar stofnanir Evrópu-
sambandsins er að finna). Eftir að hafa fengið okkur sæti
í fundarherbergi fengum við kynningu á ráðherraráðinu og
tilgangi þess. Kynningin var flutt af starfsmanni ráðsins sem
fór yfir allt það helsta.
Því næst var stutt rölt yfir í sendiráð Íslands. Sendiráðið
hafði nýlega flutt í sameiginlega byggingu norska sen-
diráðsins. Þar tók við mjög áhugaverð kynning á starfsemin-
ni sem og áhrifavöldum sendiráðsins innan Evrópusam-
bandsins. Kjarni málsins var að Ísland beitti valdi, einkum í
gegnum EFTA með Noreg, Lichtenstein og Sviss sér við hlið.
Í miðri kynningu bárust fregnir frá Evrópuþinginu að öllum
heimsóknum í þingið yrðu frestað vegna kórónaveirufa-
raldsins. Líkt og fingrum væri smellt losnaði dagskráin það
sem eftir var dagsins. Þar með höfðu tvær stofnanir hætt
við að taka á móti okkur. Já, NATO hafði nefnilega frestað
heimsókninni nær mánuði áður en haldið var til Brussel,
eða um leið og faraldurinn fór að breiðast um Evrópu.
Þriðji dagurinn í Brussel var pakkaður af meira Evrópusam-
bandsfjöri. Fyrst var farið í EESC (European Economic and
Social Committee) þar sem við fengum örkynningu frá upp-
lýsingafulltrúa stofnunarinnar. Svo tók við langt hádegishlé
sem var tilvalið tækifæri að rölta um gamla bæ Brussel.
Þar mátti finna skemmtilegar matvörubúðir sem seldu an-
naðhvort allt náttúrulegt, beint frá bónda eða í engum um-
búðum. Þröngar götur með búðir af öllum gerðum og litlum
soho-sniðuðum kaffihúsum. Næst heimsóttum við fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins en þangað mættum
við öll rennandi blaut, nýlent í hellidembu. En það kom ekki
að sök þar sem heimsóknin í framkvæmdastjórnina var
án efa sú besta af Evrópusambandsheimsóknunum. Við
fengum að sitja í sjálfum stjórnarsalnum þar sem fram-
kvæmdastjórnin hittist sjálf reglulega til þess að ákveða og
skipuleggja framtíð Evrópu. Þegar allir höfðu komið sér fyrir
tók við hörku fjörutíuogfimm mínútna kynning á starfi fram-
kvæmdastjórnarinnar og í raun öllu því sem henni tengist.
Kynnirinn var skemmtilegur og áhugasamur um efnið og
held ég að hann hafi slegið met í talhraða. Að því loknu
fórum við í umræður um framtíð Evrópu. Þar tóku við djúp
samtöl um elli og hvernig samfélagið er í raun að eldast.
Að því loknu var snætt í glænýrri matarmiðstöð (nær eins
og Stjörnutorg í Kringlunni nema auðvitað ekkert eins og
Stjörnutorg í Kringlunni).
Morguninn eftir var seinasta heimsókn ferðarinnar. Þær
áttu að sjálfsögðu að vera fleiri en það vildi svo til að við
ákváðum að koma til Brussel á nákvæmlega sama tíma
og ný kórónaveira ákvað að breiðast um heiminn. En
heimsóknarferðunum lauk með huggulegri ferð í EFTA hö-
fuðstöðvarnar. Þar starfa margir Íslendingar, sem var ga-
man að sjá og var okkur sagt frá spennandi starfsmögulei-
kum fyrir nýútskrifaða stjórnmálafræðinga hjá EFTA. Sama
kvöld skellti hópurinn sér í karaoke sem var mikið fjör. Við
fengum stórt herbergi með biluðu loftræstikerfi og fjöldann
allan af lögum og bjór. Þar sem NATO hafði afbókað var ek-
kert annað í stöðunni en að njóta frídags í Brussel og aldrei
hefði mér dottið í hug að það yrði hápunktur ferðarinnar er
við gengum fyrir aftan Gretu Thunberg í gegnum Brussel
til þess að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda við loftslags-
vandanum. Greta hafði nefnilega einnig gert sér ferð til
Brussel til þess að hitta Ursulu von der Leyen, forseta Fram-
kvæmdastjórnar ESB. En á meðan stórkonurnar funduðu fór
hópurinn sæll á stað þar sem nær hundrað tegundir af eðal
Belgíubjór stóð okkur til boða og enduðum við kvöldið á
dans og jazz undir kvöldhimni þeirrar fögru Brussel borgar
sem tók svo vel á móti okkur.