Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 38

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 38
Þótt breytingarnar nú séu umfangsmi- klar og beinist sem fyrr segir að hluta að gunnkarakter stjórnarskrárinnar er ekki verið að setja nýja stjórnarskrá með þeim breytingum sem Pútín, vinnuhópurinn og þingið sjálft hafa lagt til. En vissulega verða til mótsag- nir í hinni frjálslyndu og lýðræðislegu stjórnskipun Rússlands og að einhverju leyti brotthvarf til valdstjórnarskipulags fyrri tíma, þótt hugmyndafræðilegum skilningi á stjórnarskránni sé ekki koll- varpað. Þær viðbætur vinnuhópsins sem mesta athygli vöktu má segja að séu atlaga að borgaralegum rét- tindum: Lagt var til að stjórnarskráin kvæði á um að hjónaband væri eining karls og konu – sem augljóslega ge- rir hjónabönd samkynhneigðra stjór- narskrárbrot. Þá er velferð barna lýst sem forgangsmáli ríkisins, þau eiga að njóta uppeldis sem gerir þau að heil- brigðum, þjóðelskandi einstaklingum sem sýna eldra fólki virðingu. Rúss- neskri tungu er veitt stjórnarskrárleg sérstaða umfram önnur tungumál ríkisins og sömuleiðis er vísað sér- staklega til „forfeðranna“ – hugsjóna þeirra og trúar á Guð. Þótt sumt af því sem þannig er bætt við stjórnarskrána sé mælskukennt og hafi ekki við fyr- stu sýn augljós áhrif á hvernig stjór- narskráin ver réttindi borgaranna og temprar ríkisvaldið, er annað beinlínis í andstöðu við frjálslynd gildi og heild- arbragur stjórnarskrárinnar markast af þjóðernishyggju og menningarlegri íhaldsemi. Aukin miðstýring, meiri valdstjórn Dúman slær lokatóninn Lokadrög frumvarpsins voru til um- ræðu í Dúmunni – neðri deild þings- ins – 10. mars og reyndist stuðningur við þau vera, eins og búist hafði ve- rið við, yfirgnæfandi. Það tók því ekki langan tíma að ljúka umræðunni þótt nokkrar breytingar hafi bæst við. Mes- ta athygli vakti tillaga Valentínu Teres- hkovu – þingkonu sem þekkt er fyrir að hafa verið fyrsta konan til að stýra geimfari á braut umhverfis jörðu – um að takmarkanir á valdatíma forseta ættu ekki við um þá sem þegar hafa gegnt embættinu fyrr en eftir að stjór- narskrárbreytingarnar hafi tekið gildi. Með þessu var sagt að forsetinn væri settur á núllpunkt og þar með rættist loksins sá spádómur flestra stjórn- málaskýrenda að breytingarnar myn- du koma í veg fyrir að valdatíð Pútíns lyki sjálfkrafa við lok yfirstandandi kjörtímabils. Einnig má segja að lagfæringar á lo- kametrunum hafi snúið við mörgum þeim breytingum sem Pútín lýsti þe- gar hann lagði fram tillögur sínar fyrst. Völd forsetans voru aukin aftur, og það sem kannski er ekki síst mikilvægt fyrir Pútín, bætt var við ákvæði um friðhelgi forsetans gagnvart lögsóknum ævi- langt. Þegar upp er staðið er því varla hægt að halda því fram að tilgangur breytinganna sé að auka vægi þings- ins og gera lýðræðiskerfi Rússlands opnara. Þvert á móti festa breytin- garnar í sessi margt af því sem orðið hefur venja undir Pútin: takmarkanir á möguleikum stofnana til að starfa sjálfstætt og aukin völd og ógagnsæi forsetaembættisins. Þá er í raun dregið úr sjálfstæði dómsvaldsins og forseta- num auðveldað að skipta út dómurum að vild á öllu stigum dómskerfisins. Dúman samþykkti frumvarpið eftir aðra umræðu 10. mars og strax daginn eftir lauk þriðju umræðu auk þess sem frumvarpið var borið upp og samþykkt í efri deild þingsins, Sambandsráðinu, sama dag. Fáeinum dögum seinna úr- skurðaði stjórnarskrárdómstóllinn að núllpunktsákvæðið og aðrar breytingar væru í samræmi við ákvæði um brey- tingar á stjórnarskránni. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.