Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 53
53
sefur yfir sig, missir símann sinn í gólfið
og borðar Ristorante-pizzur. Að vera í
skiptinámi er bara að vera heima hjá
sér í útlöndum, það er það sem skip-
tinám snýst um.
Ég veit ekki hvaða dagur er hjá þér, en
hjá mér er 10. mars 2020. Ég er staddur
í Southampton á Englandi og ég er hér
í skiptinámi. Ég hef verið hérna síðan
seint í september og verð þangað til í
lok maí. Þeir stjórnmálafræðiáfangar
sem ég tek hérna eru ágætir, svona
þegar ég mæti að minnsta kosti. Í ei-
num þeirra fyrir jól fékk ég frekar háa
einkunn en í hinum bara sæmilegar
einkunnir. Ég get ómögulega spáð fy-
rir um hvernig námsframvindan verður
eftir jól, en hún mun að öllum líkindum
ekki vera nægilega góð til þess að rata
í The Daily Echo, bæjarblaðið sem ég
les aldrei. En það kannski breytir ekki
öllu, ég á bara að vera að njóta mín
hérna, er það ekki?
Nei. Alls ekki. Eins og ég sagði þá er
það að vera í skiptinámi eins og að
vera heima hjá sér nema í útlöndum. Í
upphafi tekur maður þó út þriggja vik-
na tímabil þar sem maður hagar sér
eins og maður sé í útlöndum. Maður
fer á söfn og kaffihús og labbar um í
frakka með regnhlíf eins og hálfviti.
Fólk starir á mann eins og maður sé
eitthvað ljóðskáldsskrípi sem villtist til
smáborgar á Englandi þar sem ek-
kert er um að vera nema bílaumferð
og raðir á skyndibitastöðum. Þegar
hálfvitatímabilinu lýkur heilsar hvers-
dagsleikinn manni eins og hann birtist
manni heima á Íslandi. Bónus verður
að ASDA eða Tesco og WorldClass úti
á Seltjarnarnesi verður að PureGym
24/7 á Northlands Road. Líkt og á Ís-
landi sekkur maður inn í óumflýjanle-
gan hversdagsleika og þá áttar maður
sig á hversu klámvædd hugmyndin
um skiptinám er. Innan skamms þarf
maður að fara að mæta í tíma, kau-
pa í matinn, sendaeinhvern póst á LÍN,
mæta á fund með félagi skiptinema,
hringja í Tollstjóra af því ilmvatnið sem
mamma þín bað þig um að kaupa
strandaði einhvers staðar í Keflavík,
þvo þvott, þrífa baðherbergið o.s.frv,
o.s.frv.
Það er ekki sanngjarnt að ég telji bara
upp það „slæma“ við að fara í skip-
tinám – ekki þannig séð. Fólk talar
yfirleitt bara um það góða við að fara
í skiptinám, þess vegna er þörf á þes-
su sjónarhorni mínu. Það er gaman að
kynnast nýju fólki, læra nýtt tungumál,
skoða nýja heimshluta og gera ein-
hverja aðra menningu en þá íslensku
að sinni um hríð. Þrátt fyrir að þurfa
að gera ótal hundleiðinlega hluti þá
fær maður inná milli að gera eitthvað
skemmtilegt, rétt eins og heima. Og ég
get sennilega ekki neitað því að það
er ögn skemmtilegra að gera leiðinle-
ga hluti þegar maður getur verið úti á
peysunni í febrúar heldur en heima á
Íslandi í frosti og klaka.
Punkturinn minn er sá að það er ek-
kert gaman að fara í skiptinám – ekki
þannig séð. Það á heldur ekki að
vera gaman – ekki þannig séð. Skip-
tinám á að vera krefjandi, þroskandi,
lærdómsríkt og uppbyggjandi rétt eins
og háskólanám heima. Það er gaman
að hafa yfirstigið þá hindrun sem skip-
tinám er. Það er skemmtilegt að geta
litið til baka á þau krefjandi verkefni
sem maður þurfti að takast á við, nú
þegar maður tekist á við þau og það
er gaman að geta séð hvernig það
þroskaði mann og mótaði. Skiptinám
er gott fyrir þig og ef þú hefur ekki fa-
rið í skiptinám áður, drífðu þig þá! En ég
get lofað því að það verður ekki gaman
eða skemmtilegt – ekki þannig séð.
SK
IP
TI
N
Á
M