Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 51

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 51
51 Guðrún Fríða Snorradóttir Wium Í leit að fjögurra laufa smára Fyrir ári síðan ákvað ég að sækja um í skiptinám, ég hafði alltaf ætlað mér að fara í skiptinám í menntaskóla en var alltaf smeyk við tilhugsunina að flytja ein til útlanda. Ég hafði í raun ekki sér- stakt land í huga en hallaðist frekar að því að fara til enskumælandi lands. Ég eyddi heilmiklum tíma að skoða sam- starfskóla HÍ og endaði á því að sækja um hjá University of Limerick á Írlandi. Skólinn er í þriðju fjölmennustu borg Ír- lands, Limerick, með tæplega hundrað þúsund íbúa. Ég var ótrúlega spennt fyrir þessu nýja ævintýri en loksins þegar komið var á leiðarenda tók við mikill kvíði og menningarsjokk sem ég hafði ekki búist við. Það tók mig þó ekki langan tíma að losna við þá tilfinnin- gu og eftir það varð ferðin frábær í alla staði. Írar eru einstaklega vingjarnlegir, lífsglaðir og eru svo sannarlega með húmorinn í lagi. Háskólinn hefur unnið til verðlauna fyrir besta háskólasvæði á Írlandi og einnig fyrir besta Erasmus prógramið. Félagslífið í skólanum er mjög virkt með rúmlega 80 mismu- nandi klúbba og félög sem eru í boði fyrir alla og eru jafn ólík og þau eru mörg. Stærsta félagið er félag ætlað skiptinemum, International Society, sem skipuleggur ferðir og allskonar viðburði vikulega. Ég var sjálf meðlimur í því félagi, fór í nokkrar ferðir og fannst það frábær leið til að kynnast betur landi og þjóð en einnig öðrum skipti- nemum. Félagið heldur International Night þar sem sextugur plötusnúður, DJ Ber, heldur uppi stuðinu með nákvæm- lega sama lagalistann alla föstudaga. Írsku nemendurnir djamma afskaple- ga mikið en þó ekki um helgar því flest þeirra fara heim. Í staðinn eru mánu- dagar og fimmtudagar aðalmálið. Þet- ta þótti okkur skiptinemum frekar skon- dið og lærðum af reynslunni þegar enginn var í bænum á föstudagskvöldi. Þau héldu góðgerðarviku fyrir sköm- mu af öðrum toga en ég er vön; þau drekka og djamma allan liðlangan da- ginn sem mér þótti sniðug leið til þess að bæði skemmta sér og styrkja gott málefni í leiðinni. Ég gæti ekki hafa beðið um betri sam- býlinga. Við náðum öll ótrúlega vel sa- man þrátt fyrir gjörólíkan menningar- legan bakgrunn. Ég ætlaði að ferðast með nokkrum þeirra til Dublin á St. Pa- trick’s Day og til Edinborgar í páskafríinu en eins og flestir vita þá breyttist margt í mars á þessu ári vegna kórónuveirun- nar. Það var mikil óvissa, sérstaklega í byrjun mars, bæði hvernig skólahald myndi vera og hvort ferðin mín myndi mögulega styttast. Skólinn færði allar kennslustundir og próf yfir í fjarkenns- lu um 10. mars, um svipað leiti hvöttu íslensk stjórnvöld Íslendinga sem voru SK IP TI N Á M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.