Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 51
51
Guðrún Fríða Snorradóttir Wium
Í leit að fjögurra
laufa smára
Fyrir ári síðan ákvað ég að sækja um í
skiptinám, ég hafði alltaf ætlað mér að
fara í skiptinám í menntaskóla en var
alltaf smeyk við tilhugsunina að flytja
ein til útlanda. Ég hafði í raun ekki sér-
stakt land í huga en hallaðist frekar að
því að fara til enskumælandi lands. Ég
eyddi heilmiklum tíma að skoða sam-
starfskóla HÍ og endaði á því að sækja
um hjá University of Limerick á Írlandi.
Skólinn er í þriðju fjölmennustu borg Ír-
lands, Limerick, með tæplega hundrað
þúsund íbúa. Ég var ótrúlega spennt
fyrir þessu nýja ævintýri en loksins
þegar komið var á leiðarenda tók við
mikill kvíði og menningarsjokk sem ég
hafði ekki búist við. Það tók mig þó ekki
langan tíma að losna við þá tilfinnin-
gu og eftir það varð ferðin frábær í alla
staði. Írar eru einstaklega vingjarnlegir,
lífsglaðir og eru svo sannarlega með
húmorinn í lagi. Háskólinn hefur unnið
til verðlauna fyrir besta háskólasvæði
á Írlandi og einnig fyrir besta Erasmus
prógramið. Félagslífið í skólanum er
mjög virkt með rúmlega 80 mismu-
nandi klúbba og félög sem eru í boði
fyrir alla og eru jafn ólík og þau eru
mörg. Stærsta félagið er félag ætlað
skiptinemum, International Society,
sem skipuleggur ferðir og allskonar
viðburði vikulega. Ég var sjálf meðlimur
í því félagi, fór í nokkrar ferðir og fannst
það frábær leið til að kynnast betur
landi og þjóð en einnig öðrum skipti-
nemum. Félagið heldur International
Night þar sem sextugur plötusnúður, DJ
Ber, heldur uppi stuðinu með nákvæm-
lega sama lagalistann alla föstudaga.
Írsku nemendurnir djamma afskaple-
ga mikið en þó ekki um helgar því flest
þeirra fara heim. Í staðinn eru mánu-
dagar og fimmtudagar aðalmálið. Þet-
ta þótti okkur skiptinemum frekar skon-
dið og lærðum af reynslunni þegar
enginn var í bænum á föstudagskvöldi.
Þau héldu góðgerðarviku fyrir sköm-
mu af öðrum toga en ég er vön; þau
drekka og djamma allan liðlangan da-
ginn sem mér þótti sniðug leið til þess
að bæði skemmta sér og styrkja gott
málefni í leiðinni.
Ég gæti ekki hafa beðið um betri sam-
býlinga. Við náðum öll ótrúlega vel sa-
man þrátt fyrir gjörólíkan menningar-
legan bakgrunn. Ég ætlaði að ferðast
með nokkrum þeirra til Dublin á St. Pa-
trick’s Day og til Edinborgar í páskafríinu
en eins og flestir vita þá breyttist margt
í mars á þessu ári vegna kórónuveirun-
nar. Það var mikil óvissa, sérstaklega í
byrjun mars, bæði hvernig skólahald
myndi vera og hvort ferðin mín myndi
mögulega styttast. Skólinn færði allar
kennslustundir og próf yfir í fjarkenns-
lu um 10. mars, um svipað leiti hvöttu
íslensk stjórnvöld Íslendinga sem voru
SK
IP
TI
N
Á
M