Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 39
Pútin lagði frá upphafi mikla áhers-
lu á að þjóðin kæmi að breytingu-
num – bæði með því að almenningur
gæti lagt fram tillögur og með því að
fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um
frumvarpið í heild sinni. Ætlunin var að
þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram 22.
apríl, en vegna COVID faraldursins var
henni frestað til 1. júlí.
Gagnrýni á frumvarpið var hávær í hópi
þeirra sem gagnrýna stjórnvöld opin-
berlega, en náði ekki nema að litlu leyti
inn í umfjöllun meginstraumsfjölmiðla.
Þótt meiri sveiflur hafi orðið á vinsæl-
dum Pútíns á þessu ári en oftast áður,
virtist stuðningur nokkuð afdráttarlaus
í samfélaginu. Áhugi á málinu virtist
vissulega takmarkaður – breytingar
á stjórnarskrá eru yfirleitt ekki málefni
sem höfðar sterkt til hins almenna kjó-
sanda.
Þing Evrópuráðsins óskaði strax í janúar
eftir því að Feneyjanefndin fjallaði um
sumar þeirra breytinga sem lagðar
voru til og mælti nefndin eindregið með
því að hætt yrði við ákvæði um að tak-
marka gildi alþjóðalaga og alþjóða-
samninga, sem voru eitt meginatriðið í
upphaflegum tillögum Pútíns.
Vegna faraldursins var höfuðáhersla
lögð á rafræna atkvæðagreiðslu og var
kjósendum gert kleift að greiða atkvæði
með rafrænum hætti í heila viku fy-
rir kosningarnar. Samkvæmt tölum frá
yfirvöldum greiddi yfir helmingur kjó-
senda atkvæði rafrænt. Þegar upp var
staðið var kosningaþátttaka sögð hafa
verið tæp 68 prósent, rúm 77 prósent
hafi greitt atkvæði með breytingunum
en rúm 22 prósent gegn þeim, þegar
miðað er við gild atkvæði.
Því hefur verið haldið fram að niður-
stöðurnar byggi í raun á víðtækum
kosningasvikum. Þótt ekkert slíkt hafi
verið staðfest, er ljóst að utanumhald
kosninganna var með þeim hætti að
erfitt er að sýna fram á að svo hafi ekki
verið. Einkum er vantrú á þátttökutölum
stjórnvalda en mörg dæmi um furðu-
lega þróun atkvæðatalna benda líka til
að átt hafi verið við talningu atkvæða.
Niðurstöður voru tilkynntar strax 2. júlí
og breytingarnar voru lögfestar sama
dag. Hvað sem kosningasvikum líður
er nokkuð ljóst að enga víðtæka and-
stöðu við stjórnarskrárbreytingarnar
er að finna í samfélaginu. En þó á eftir
að koma í ljós hver áhrif breytingarnar
hafa á stjórnkerfið í heild sinni. Vissule-
ga bendir margt til þess að þær verði
til að festa afturhalds- og þjóðernisö-
fl í sessi. En það kann líka að vera að
sum hinna opnari og óljósari ákvæða
leiði til þess að vægi stjórnarskrárinnar
minnkar og áhrif hennar á ríkisvaldið
– og samfélagið í heild – verði veikari.
Það kann að sumu leyti að hafa verið
ætlunin. Eitt af því sem einkennir stjór-
narhætti Pútímtímabilsins er mótþrói
gegn réttarríkinu. Stjórnvöld vilja geta
notað lögin til að ná þeim markmiðum
sem þau setja sér hverju sinni, hvort
sem um er að ræða aðgerðir gegn
meintum og raunverulegum stjórna-
randstæðingum, andófsöflum af ýmsu
tagi eða einfaldlega eintaklingum eða
hópum sem yfirvöld telja þvælast fyrir
sér, svo sem fjölmiðlum eða frjálsum
félagasamtökum. Stjórnarskrá sem ver
réttindi fólks og takmarkar heimildir
stjórnvalda getur farið í taugarnar á
valdsæknum leiðtoga.
Þjóðaratkvæð-
agreiðsla
39