Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 36
36
Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði og Rússlandsfræðum
Snör handtök:
Pútín breytir stjórnarskránni
Þegar Vladimir Pútín lýsti því yfir í árlegri stefnuræðu sinni,
sem hann flutti 15. janúar síðastliðinn, að hann hefði lagt
fram tillögur um umtalsverðar breytingar á stjórnarskrá
Rússlands kom það flestum opna skjöldu. Ekki einu sin-
ni forsætisráðherra landsins, Dmitrí Medvedev virtist hafa
haft hugmynd um það fyrir fram að þetta stæði til. Strax
eftir stefnuræðuna tilkynnti Medvedev afsögn sína og allrar
ríkisstjórnarinnar.
Margir klóruðu sér í höfðinu yfir þeim tillögum sem Pútín
lagði fram. Vissulega hafði verið búist við því að hann kyn-
ni að vilja breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kom í
veg fyrir að hann gæti setið lengur en til 2024 þegar seinna
kjörtímabil hans frá 2012 rennur út, en í tillögunum var ek-
kert slíkt að finna. Þvert á móti voru þær í þá átt að skerpa
enn frekar á þeirri reglu að forseti sitji aðeins tvö kjörtímabil:
Í stað þess að stjórnarskráin takmarkaði em-
bættistíma forseta við tvö samliggjandi
kjörtímabil, gerðu tillögurnar ráð fyrir
því að enginn gæti gegnt embæt-
tinu lengur en tvö kjörtímabil í
heild. Sjálfur hafði Pútín þurft
að taka sér eins kjörtímabils
hlé frá embættinu 2008
til 2012 þegar Medvedev
gegndi því, vegna þessa-
rar reglu.
Annað sem ekki var
auðvelt að skýra þegar
tillögurnar komu fram var
að með þeim virtist dregið
úr völdum forsetans. Hlut-
verk þingsins við að skipa forsætisráðherra varð stærra og
sömuleiðis voru tillögurnar í þá átt að færa skipunarvald frá
forseta til þings. Með öðrum orðum, í tillögunum mátti sjá
skref frá forsetaræði og í átt að þingræði. Eftirlitshlutverk
forsetans með stjórnkerfinu virtist verða ríkara – hann hélt
að miklu leyti þeim völdum sínum að geta rekið embæt-
tismenn og ráðherra, þar á meðal forsætisáðherra – en
frumkvæðishlutverk hans takmarkaðra. Margir rússneskir
fjölmiðlar héldu því fram að ætlunin væri að styrkja þrískip-
tingu ríkisvaldsins og sjálfur sagði Pútín að stjórnarskrár-
breytingarnar endurspegluðu aukinn pólitískan þroska
rússnesks stjórnkerfis.
Það sem ekki olli undrun var hins vegar sá íhalds- og aftur-
haldsbragur sem var á mörgum tillagnanna. Í þeim fólust
í fyrsta lagi ákvæði um að lög og stjórnarskrá Rússlands
hefðu forgang fram yfir alþjóðlegar skuldbin-
dingar landsins – þannig að Rússlandi
bæri aldrei að framfylgja ákvæðum
samninga eða fara eftir alþjóðalö-
gum sem kynnu að stangast á
við rússnesk lög eða stjórnar-
skrá. Sömuleiðis var lagt til að
stjórnarskráin útilokaði fólk
sem hefði búið lengi erlen-
dis eða haft ríkisborgara-
rétt í öðru landi frá mör-
gum æðstu embættum
landsins. Tillögurnar höfðu
þannig yfir sér þjóðernis-
legan blæ sem var í sam-
ræmi við samfélagsþróun í
Rússlandi frá aldamótum.