Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 36

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 36
36 Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði og Rússlandsfræðum Snör handtök: Pútín breytir stjórnarskránni Þegar Vladimir Pútín lýsti því yfir í árlegri stefnuræðu sinni, sem hann flutti 15. janúar síðastliðinn, að hann hefði lagt fram tillögur um umtalsverðar breytingar á stjórnarskrá Rússlands kom það flestum opna skjöldu. Ekki einu sin- ni forsætisráðherra landsins, Dmitrí Medvedev virtist hafa haft hugmynd um það fyrir fram að þetta stæði til. Strax eftir stefnuræðuna tilkynnti Medvedev afsögn sína og allrar ríkisstjórnarinnar. Margir klóruðu sér í höfðinu yfir þeim tillögum sem Pútín lagði fram. Vissulega hafði verið búist við því að hann kyn- ni að vilja breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kom í veg fyrir að hann gæti setið lengur en til 2024 þegar seinna kjörtímabil hans frá 2012 rennur út, en í tillögunum var ek- kert slíkt að finna. Þvert á móti voru þær í þá átt að skerpa enn frekar á þeirri reglu að forseti sitji aðeins tvö kjörtímabil: Í stað þess að stjórnarskráin takmarkaði em- bættistíma forseta við tvö samliggjandi kjörtímabil, gerðu tillögurnar ráð fyrir því að enginn gæti gegnt embæt- tinu lengur en tvö kjörtímabil í heild. Sjálfur hafði Pútín þurft að taka sér eins kjörtímabils hlé frá embættinu 2008 til 2012 þegar Medvedev gegndi því, vegna þessa- rar reglu. Annað sem ekki var auðvelt að skýra þegar tillögurnar komu fram var að með þeim virtist dregið úr völdum forsetans. Hlut- verk þingsins við að skipa forsætisráðherra varð stærra og sömuleiðis voru tillögurnar í þá átt að færa skipunarvald frá forseta til þings. Með öðrum orðum, í tillögunum mátti sjá skref frá forsetaræði og í átt að þingræði. Eftirlitshlutverk forsetans með stjórnkerfinu virtist verða ríkara – hann hélt að miklu leyti þeim völdum sínum að geta rekið embæt- tismenn og ráðherra, þar á meðal forsætisáðherra – en frumkvæðishlutverk hans takmarkaðra. Margir rússneskir fjölmiðlar héldu því fram að ætlunin væri að styrkja þrískip- tingu ríkisvaldsins og sjálfur sagði Pútín að stjórnarskrár- breytingarnar endurspegluðu aukinn pólitískan þroska rússnesks stjórnkerfis. Það sem ekki olli undrun var hins vegar sá íhalds- og aftur- haldsbragur sem var á mörgum tillagnanna. Í þeim fólust í fyrsta lagi ákvæði um að lög og stjórnarskrá Rússlands hefðu forgang fram yfir alþjóðlegar skuldbin- dingar landsins – þannig að Rússlandi bæri aldrei að framfylgja ákvæðum samninga eða fara eftir alþjóðalö- gum sem kynnu að stangast á við rússnesk lög eða stjórnar- skrá. Sömuleiðis var lagt til að stjórnarskráin útilokaði fólk sem hefði búið lengi erlen- dis eða haft ríkisborgara- rétt í öðru landi frá mör- gum æðstu embættum landsins. Tillögurnar höfðu þannig yfir sér þjóðernis- legan blæ sem var í sam- ræmi við samfélagsþróun í Rússlandi frá aldamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.