Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 52
52
staðsettir erlendis til að huga að heim-
för. Foreldrar mínir voru þá komnir með
verulegar áhyggjur og vildu að ég tæki
næsta flug heim sem var áætlað tvei-
mur dögum seinna. Það var ótrúlega
erfitt að sætta sig við það að þurfa
skyndilega að fara heim en ég vissi þó
að það væri skynsamlegast. Síðustu
tveimur dögunum eyddi ég með vi-
num mínum, við löbbuðum um skólas-
væðið, elduðum saman og héldum
lítið kveðjupartý. Þó svo að dvölin mín á
Írlandi væri helmingi styttri en hún átti
upprunalega vera var þetta ótrúlega
skemmtileg lífsreynsla. Ég mæli eind-
regið með því að fara í skiptinám, þú
kynnist fólki frá öllum heimshornum og
menningarheimum. Það gæti verið er-
fitt að aðlagast í fyrstu en reynslan og
upplifunin mun ávallt vera þess virði.
Maður áttar sig líka betur á því hvað
maður kann að meta heima og hvers
maður saknar.
Ég enda hér með hér með þessa grein
á fyrstu og vonandi einu tilraun minni
að limrugerð.
SK
IP
TI
N
Á
M
Skiptinám í heimsfaraldri, geri aðrir betur
Fór ein í leiðangur í landi Sankti Patreks
Kynntist alls kyns fólki
Sem mér gaman þótti
Dvölin var jú dásamleg,
Far þú ef þú getur
Oddur Þórðarson
Ekki
þannig séð
Fæst sem við gerum er skemmtilegt.
Það er ekki skemmtilegt að keyra í vinn-
una, ákveða hvað maður á að borða í
kvöldmatinn, þrífa baðherbergið eða
læra fyrir próf. Það er heldur ekki ga-
man að fara í níu tíma langt flug, láta
svæfa hundinn sinn eða að reka sig
í. Það er heldur ekki gaman að fara í
skiptinám – ekki þannig séð.
Margir ímynda sér eflaust að fari maður
í skiptinám sé maður sífellt á kaffihúsi í
þröngri göngugötu, skoðandi söfn eða
borðandi á veitingastöðum. Að fara í
skiptinám er ekki að fara til útlanda –
ekki þannig séð. Fólk í skiptinámi býr
bara í útlöndum og gerir sömu hluti-
na og heima. Það þvær þvott, kaupir í
matinn, hefur áhyggjur af peningum,