Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 18
18
annað áberandi fólk. Sá stjórnmála-
maður sem hann lék lang oftast og
flestir muna best eftir er Davíð Odds-
son fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur,
forsætisráðherra og seðlabankastjóri.
Örn byrjaði að leika Davíð í áramótas-
kaupinu 1986 þegar hann var borgar-
stjóri og í kjölfarið festist hlutverkið við
hann en Örn fór með hlutverk Davíðs
í flestum áramótaskaupum og alltaf í
Spaugstofunni. Davíð hefur því spilað
mjög stórt hlutverk í starfsferli Arnar.
Það gat verið krefjandi starf einkum
vegna þess að Spaugstofan var vi-
kulegur þáttur og margt gat breyst á
stuttum tíma. „Davíð Oddsson átti það
til þegar hann var forsætisráðherra
eða borgarstjóri að koma í alls konar
svona drottningarviðtöl á föstudö-
gum þegar við vorum búnir að taka
upp.“ Það reyndist Spaugstofunni erfitt
og segir Örn að oft hafi
meðlimir hennar þurft að
giska á innihald viðta-
lanna fyrirfram. Örn segir
að Davíð hafi ekki verið
ósáttur með það hvernig
Örn lék hann enda sjál-
fur vanur að gera grín
að stjórnmálamönnum
og þekki vel eðli grínand-
stöðu. Grín Spaugstofunnar fór hins
vegar ekki jafn vel í alla stjórnmála-
menn og voru þeir oft misánægðir
með útreiðina sem þeir fengu í Spaug-
stofunni. Til að mynda fór það ekki vel
í Halldór Ásgrímsson fyrrum forsæ-
tis- og utanríkisráðherra hvernig hann
var túlkaður í þáttunum og taldi hann
lítið úr sér gert. Örn segir að slíkt verði
grínistar að vera búnir undir. „Þetta er
eðli svona þáttar, maður stuðar suma
og þá þarf maður bara að taka á því.“
Hann telur jafnframt að stjórnmála-
menn verði einnig að vera búnir undir
að á þeim sé tekið í pólitísku gríni. „Þá
skal maður ekkert hætta sér í pólitík ef
maður þolir ekki að láta taka á sér.“
Starfsferill Arnar hefur að mestu leyti
snúist um það að gera grín að öllu mil-
li himins og jarðar og oft að flóknum
og dramatískum viðfangsefnum. En
hver er skoðun hans á því hvort það
megi gera grín að öllu? Örn segist hafa
velt þessari spurningu mikið fyrir sér
og segist hafa komist að þeirri niður-
stöðu að það fari eftir því hvernig það
er gert. „Ég veit það ekki en ég held að
það megi gera grín að öllu en það er
bara spurning um að fara ekki þan-
nig yfir strikið að fólk fái viðbjóð á þér,
því það er auðvelt.“ Sem dæmi nefnir
Örn uppistandarann Eddie Izzard sem
hann segir vera mjög snjallan grínis-
ta og nefnir að honum hafi meira að
segja tekist að gera grín að íslensku
rollunni, og það á ensku. Eddie hefur
tekist að gera grín að ótrúlegustu hlu-
tum innan siðferðilegs ramma og má
þar m.a. nefna grín að helför nasista
sem hann gerði á þann hátt að það
var hvorki siðlaust né andstyggilegt
heldur einfaldlega fyndið.
Hann telur einnig að sam-
hengi grínsins skipti máli.
„Það er ekkert mál að vera
rætinn, ósmekklegur og
klámfenginn“ segir Örn en
hann telur sjálfur þessa
eiginleika ekki vera eftir-
sóknarverða.
Þó að tími Spaugstofunnar sé liðinn
starfar Örn enn sem skemmtikraftur og
leikari. Hann er því hvergi nærri hættur
að gera grín að samfélaginu og er ein
nýjasta afurðin hlaðvarp sem meðlimir
Spaugstofunnar bjuggu til meðan
samkomubannið var í gildi. Örn telur grín
vera nauðsynlegan hlut í tilverunni og
mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að
líta sem oftast á spaugilegu hliðarnar. „Lífið
má aldrei vera þannig að maður megi ekki
aðeins brosa út í annað. Einhvers staðar
segir nú málshátturinn: „Maður er manns
gaman“, svo lengi sem það skilur ekki eftir
sig marbletti þá er það bara í góðu lagi.“