Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 8

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 8
8 Hvað vakti fyrst áhuga þinn á stjórnmálum? „Ég hef náttúrulega alltaf verið mjög félagslega virk og haft áhuga á félagsstörfum. En það sem rak mig út í einhvers ko- nar pólitíska þátttöku, það var annars vegar háskólapólitík, þar sem ég var dregin inn í Röskvu af nöfnu minni, Júlíus- dóttur, fyrrum þingmanni og ráðherra Samfylkingarinnar, og hins vegar umhverfismálin sem gerðu það að verkum að ég ákvað að gefa kost á mér í landsmálapólitík.“ „Mér fannst alltaf mjög gaman í háskólapólitík. Við stóðum í stórræðum á þessum tíma, mikil átök um skólagjöld og af- greiðslutíma bókhlöðunnar sem var þá bara til fimm á da- ginn. Við stóðum fyrir setuverkfalli og ýmsu öðru. Svo ætlaði ég nú ekkert í þessa pólitík en einhvern veginn gerðist þetta.“ Eru einhver málefni sem fengu þig frekar til að taka þátt í stjórnmálum en önnur? „Já, það var auðvitað heit barátta um Kárahnjúkavirkjun á árunum 2002-3. Ég var ein af þeim sem mætti að mótmæ- la á Austurvelli. Þannig að ætli það hafi ekki verið Kárahn- júkavirkjun og framtíðin og umhverfismálin sem kveikti á mér að fara í þetta af öllu afli.“ Eftir að þú byrjaðir í stjórnmálum, myndir þú segja að það væru einhver málefni sem hafa komið þér á óvart hvað varðar að vera skemmtileg, áhugaverð eða vanmetin? „Það að vera í stjórnmálum krefst þess að maður þarf að gera alls konar; vera í stjórnarandstöðu, vera í stjórn. Það eru forréttindi því maður nær að kynnast ótrúlega fjölbre- yttum hlutum. Ég var til dæmis í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis í hruninu sem var mikil lífsreynsla. Þegar við fórum í ríkisstjórn 2009 sóttist ég eftir því að vera menn- tamálaráðherra, ég hef alltaf brunnið fyrir menntun og menningu. Svo þegar við fórum í stjórnarandstöðu aftur, þá skipti ég um nefnd á hverju einasta ári, ekki síst til að fá sem fjölbreyttasta reynslu.“ Hvernig er að gegna starfi forsætisráðherra miðað við önnur störf sem þú hefur unnið? „Öll störf geta verið leiðinleg og skemmtileg, það er náttúru- lega svona fyrsta vers. En það er allt öðruvísi að vera for- sætisráðherra en menntamálaráðherra, því maður þarf að vera vel inn í mjög ólíkum málum; vita mikið um sumt, og svolítið um allt. Það er ekki hægt að leyfa sér að fara á dýp- tina í einum málaflokki og vera stikkfrí í öðrum, þú þarft að vera með allt á hreinu. Svo hefur það auðvitað komið mér á óvart í stjórnmálum almennt að maður fer inn með einhvern bakgrunn, ætlar sér að vinna að einhverju málefni, en svo fer meirihlutinn af tímanum í að bregðast við því sem ge- rist, hvort sem maður er í stjórn eða stjórnaraðstöðu. Maður hefur sín gildi og leiðarljós og ætlar að vinna að ákveðnum málum en tíminn til þess getur verið af skornum skammti. Maður verður svolítið að temja sér það hugafar að maður veit aldrei hvað dagurinn mun bera í skauti sér.“ Varðandi Covid-19. Búist þið við svona krísum og eruð þið með undirbúið plan eða gerist þetta bara svona jafn óðum? „Gallinn við kreppur er að þær eru sjaldnast fyrirsjáanlegar. Og núna erum við með þessa veiru sem er að leggjast á heiminn og við vitum ekki nógu mikið um hana, við vitum ekki alveg hvernig hún hegðar sér. Á hverjum degi förum við forystufólk ríkisstjórnarinnar yfir stöðuna og heilbrigðisráð- herra fer yfir stöðuna í heilbrigðiskerfinu og áhrifin af veirun- ni á hverjum einasta ríkisstjórnarfundi. Síðan eru aukafun- dir fyrir utan ríkisstjórnarfundi þar sem heilbrigðisráðherra, ég og dómsmálaráðherra sem er ráðherra almannavarna hittumst til að fara yfir stöðuna. Í svona ástandi er eiginle- ga ekkert annað hægt að gera en að eiga mjög reglulegt samráð og vinna áfram. Sem betur fer þekkir maður aðeins fyrri kreppur þannig að það þýðir ekkert að fara á taugum, maður þarf bara að halda áfram.“ Hvernig gengur að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu og reynið þið að gera málamiðlanir í öllum málum? „Það er kannski svolítið breytilegt, við erum auðvitað með stjórnarsáttmála sem er fyrsta leiðarljós og hann er saminn sem einhvers konar málamiðlun. En síðan höfum við stjórn- skipan þar sem hver og einn ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki. Þetta er ekki eins og í Svíþjóð sem er með fjöl- skipað stjórnvald, þannig að ákvarðanir þurfa allar að fara í gegnum ríkisstjórnina alla. Það er auðvitað flókið að vera með stjórnskipan eins og okkar og jafn ólíka flokka og raun ber vitni við ríkisstjórnarborðið, eðlilega koma upp alls ko- nar flókin mál sem erfitt er að leysa.“ Finnst þér það vera jákvæð þróun að stjórnmálaflokkum sé að fjölga? „Ef ég horfi eingöngu á Evrópu þá er þróunin almennt að flokkum er að fjölga. Við erum í raun að sjá gerbreytingar á flokkakerfinu eiginlega alls staðar, t.d. hafa orðið gífur- legar breytingar í Frakklandi og Þýskalandi. Bretland er undantekningin sem skýrist af kosningakerfinu. Við sjáum þetta á Norðurlöndunum líka þar sem bæði spretta upp fleiri vinstriflokkar og fleiri hægriflokkar. Þannig að þetta er þróunin. Er hún jákvæð eða neikvæð? Að einhverju leyti en- durspeglar hún stöðu lýðræðisins á breyttum tímum. Það eru fleiri sem hafa rödd í samtímanum en höfðu. Það þýðir að flokkarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.