Íslenska leiðin - 01.05.2022, Blaðsíða 15

Íslenska leiðin - 01.05.2022, Blaðsíða 15
15 Baldvin Pálsson, ritstjórn Nanna Guðrún Sigurðardóttir, ritstjórn 13. febrúar - Skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Einn slasaðist alvarlega og þrír voru handteknir í kjölfarið. 21. febrúar - Vladimir Pútin sendir hermenn inn í Úkraínu. 24. febrúar - Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hefst. Rússar sækja inn úr norðri, austri og suðri. Alþjóðasamfélagið boðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. 25. febrúar - Öllum takmörkum vegna Covid aflétt. 24. nóvember - Þrír karlmenn frá Georgíufylki eru sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery. Arbery var myrtur þegar hann var úti að skokka í heimabæ sínum, Brunswick í Georgíu, árið 2020. 29. desember - Ghislaine Maxwell er dæmd fyrir kynlífssmygl í tengslum við samband hennar við Jeffrey Epstein. 7. janúar - Bælingarmeðferð á hinsegin fólki gerð ólögleg í Kanada. Nóvember Desember Janúar Febrúar 29 janúar - Miklar tilslakanir á sóttvarnarreglum innanlands. 5. nóvember - Tíu manns deyja og hundruðir slasast vegna troðnings á Astroworld tónlistarhátíðinni í Houston. 1.- 12. nóvember COP26 umhverfisráðstefnan. 10. nóvember - Bandaríkin og Kína undirrituðu loftslagsyfirlýsingu um að vinna saman að því að halda 1,5 Celsíus markmiðinu innan seilingar. 12. nóvember - Britney Spears endurheimti sjálfræði sitt eftir 13 ára baráttu. Áður hafði faðir hennar, James Spears, haft forræði yfir henni. 19. nóvember - Kyle Rittenhouse er sýknaður af öllum ákærum í sambandi við skotárásina á mótmælum í Kenosha. Tveir létust en kviðdómur ákvað að Rittenhouse hafi beitt sjálfsvörn. 8. desember - Merkel lætur af störfum sem kanslari eftir 16 ára valdatíð. Nýr kanslari Þýskalands er Olaf Scholz.

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.