Íslenska leiðin - 01.05.2022, Blaðsíða 30

Íslenska leiðin - 01.05.2022, Blaðsíða 30
30 ÍSLENSKA LEIÐIN 20. ÁRGANGUR 2022 ÍSLENSKA LEIÐIN Ein lausn sem ég hef heyrt fólk tala um er að halda dagbók. Ég hef oft prófað að halda dagbók en ég endist aldrei nema bara í nokkra daga. Svo eftir það hætti ég að nenna og byrja bara að “wing-a” það. En ekki núna, núna ætla ég að leggja mig allan fram! Vandamál kviknar þegar ákveða á hvernig dagbókin skuli verða sett upp Hver er besta leiðin? Eru einhverjar dagbækur sem eru betri en aðrar? Þetta eru spurningar sem ég hef spurt mig að í gegnum tíðina og þess vegna brá ég á það ráð að stofna Félag Dagbókaeigenda. Kannski spyrð þú þig, kæri lesandi, hvernig stofnar maður eiginlega félag? Hvað er það sem maður þarf? Óttastu ekki, það er í rauninni heldur einfalt. Allt sem þú þarft eru eftirfarandi hlutir: Stofnskrá - Sáttmáli – yfirlýsing Lög félags, sem segja til um: Nafn félags Tilgang/markmið þess Rétt að aðild Félagsgjöld Aðalfund Breytingar á lögum Stjórn félags Gildistíma stjórnar Þetta gerði ég. Ég stofnaði Félag Dagbókaeigenda, eða F.D., og að því sem ég best veit er þetta stærsta, skemmtilegasta og virtasta félag sinnar tegundar á Íslandi. Það er vissulega ekki mikil samkeppni en það gerir fullyrðingar mínar ekki ósannar. Kæru samnemendur í stjórnmálafræði Ég hef fengið þann heiður að fá að skrifa grein í blað stjórnmálafræðinema. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Hins vegar á ég við smá vandamál að stríða sem að sumir kannski kannast við. Ég fresta hlutunum fram að allra síðustu stundu. [insert fyndin setning]. Þetta er galli sem hefur valdið mér óþægindum í gegnum tíðina og langar mig að hætta þessu. Ég veit ekki hvort að þú, kæri lesandi, tengir við þessa frestunaráráttu mína en ef svo er þá getur þessi grein mögulega hjálpað okkur báðum. Elías Snær Önnuson Torfason, stjórnmálafræðinemi

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.