Íslenska leiðin - 01.05.2022, Blaðsíða 40

Íslenska leiðin - 01.05.2022, Blaðsíða 40
Flestar sólir: Karl Marx Þú ert algjörlega með á hreinu hvað þú vilt og lætur ekkert stoppa þig frá því að haka við í alla kassana á to-do listanum þínum. Hvort sem hann er fyrir daginn, vikuna eða umbyltingu framleiðsluháttana í samfélaginu. Þú átt alltaf lausn við öllu sem vinir þínir vita best. Þegar þeir nálgast þig með vandamálin sín ertu ekki lengi að segja þeim hvað þú finnur mikið til með þeim og hver þín skoðun er á hverjum vandamálið sé að kenna og hverju þarf að breyta. Svarið er vanalega að það vanti eitt stykki byltingu. Þú einkennist af eldmóði þínum, fórnfýsi og stóru hjarta sem fer ekki framhjá neinum. Á móti vita vinir þínir stundum betur en þú hvenær þú þarft að kúpla þig niður. Þú ert límið í vinahópnum og alltaf með nóg af félögum í kringum þig til að styðja þig, því enginn veit betur en þú að þið eruð sterkari saman. Flest tímaglös: Plató Þú hefur gott auga fyrir smáatriðum og ert mikill fullkomnunarsinni og einkennist af visku þinni, forvitni og að hafa höfuðið oftast fast í skýjunum. Þrátt fyrir að ofhugsa stundum hlutina hefur það leitt til margra einstaklega snjallra hugmynda. Þú munt halda áfram að móta hvernig fólkið í kringum þig hugsar með ferska viðhorfinu sem þú lítur á heiminn með, eins lengi og þú passar þig að festast ekki í smáatriðunum og að huga ætíð að stóra samhengi hlutanna. Fólk kann að meta ráðin sem þú gefur, þótt að þau séu stundum erfið að skilja og margir öfunda þig fyrir að virðast alltaf hafa hlutina á hreinu. Það er vel vitað að fáir eru betri til viðræðu en þú. Í raun finnst þér sumar bestu samræðurnar sem þú hefur átt vera þær sem þú hefur átt við þig sjálf/t/a/an. Ef þú fengir að ráða aðeins meiru, hugsar þú stundum, gæti samfélagið verið aðeins betra. Þangað til það breytist sættir þú við þig að fræða og ræða. Flestir skildingar: Adam Smith Fólk þekkir þig á streitulausa lífsviðhorfinu þínu, góða innsæinu og mikilli bjartsýni. Því þú veist að allt er eins og það á að vera í heiminum og hugsar ekki tvisvar um hvort að þú sért á réttum stað í lífinu eða ekki. Fólk leitar ráða til þín vegna þess að skynsamari og röksamari einstakling er hvergi að finna. Þú veist alltaf hvað er þér og þínum fyrir bestu og lætur þig ekki auðveldlega blekkjast af sölusvindli né skottulækningum. Þrátt fyrir mikla skynsemiskennd þarftu aldrei að skipuleggja innkaupalistann þinn, vikuna þína eða hvernig þú ætlar að læra fyrir næsta próf og kýst frekar að leyfa innsæinu að ráða förinni. Þá mun allt reddast á endanum á sem hagkvæmastan hátt, það veistu vel. Innsæið þitt, sem þú talar oft um sem ósýnilegu höndina, hefur leitt til þess að margir halda að þú sért svolítill sérvitringur en vinir þínir vita betur. Þú ættir að skipta yfir í 120 e. hagfræði. Flestir lyklar: Edmund Burke Þú gengur hægt inn um gleðinnar dyr og hefur góða stjórn á tilfinningunum þínum. Þú ert ávallt bjargið í ástarsamböndum og mamman í vinahópum. Þú jarðtengir duttlungafyllri vini þína og átt þess vegna marga góða vini sem treysta þér og dást af þér. Þú kannt fátt betur að meta en tímalausa hönnun og fatnað sem hefur fengið að sanna sig með því að standast tímans tönn og kærir þig lítið um nýjustu strauma í tískuheiminum. Enda finnst þér enginn sans í því að sóa tímanum þínum í að finna hjólið upp á nýtt. Þér líður best með góða rútínu fyrir vikuna. Stórar breytingar á rútínunni eru í raun það eina sem getur komið þér úr jafnvægi, en þá hefur þú alltaf traustar lífsreglurnar þínar og gildi til að styðjast við. Þú kannast við það að fólk setji stundum út á þessa vanafestu hjá þér en þú lætur slíkan hópþrýsting sjaldan stýra þínu lífi. Flestar þrumur: Palpatine Keisari Þú stefnir langt í lífinu og hefur góða leiðtogahæfileika. Þú lætur ekki lítil vandamál stoppa þig frá því að ná miklum árangri. Þú átt einstaklega auðvelt með að fá aðra í lið með þér til að fá þínu framgengt að sökum sjarma þíns og sölumennsku, þótt sjaldan eru aðrir jafn helgaðir málstaðnum og þú. Þú veist að það er ekkert mikilvægara í allri vetrarbrautinni en þétt samstaða og agi. Þess vegna reynir þú alltaf að passa upp á það að allir séu á sömu blaðsíðunni, þannig hefur þú forðast mikið óþarfa vesen á lífsleiðinni. Stundum átt þú þó til að víxla saman hugmyndinni um “sömu blaðsíðu” með “þinni blaðsíðu”. Það er fátt sem veitir þér jafn mikla gleði og að sjá afrakstur eigin vinnu. Þú veitir öðrum innblástur og dregur fram allar þeirra skærustu tilfinningar og styrkleika. Mikilvægt er þó að verða ekki of örugg/t/ur með þig og muna að stundum þarftu að taka tíma með eigin tilfinningum til að viðhalda styrkleikanum þínum.

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.