Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 27
vandast málið ef skelin er það þykk
að hann getur ekki brotið hana með
goggnum. En krummi deyr ekki
ráðalaus, honum er í blóð borin
sjálfsbjargarviðleitni, hann flýgur
með skelina í gogginum eða klónum,
hátt í loft og lætur hana detta svo
skelin brotni og hann nái skelfiskin-
um.
Hrafninn safnar ekki forða til vetr-
arins eins og mýs og fleiri dýr gera á
harðbýlum svæðum, en hann heldur
sig á þeim stöðum sem helst er von
um björg í bú, eins og í þéttbýli, við
sjóinn og í kringum sveitabæi. Á
vetrum er það algeng sjón að tveir
hrafnar halda sig við sama sveitabæ-
inn. Á haustin má oft sjá marga
hrafna koma saman á hól eða holti.
Er þá af mörgum talið að þeir sitji
hrafnaþingið til þess að koma sér
saman um hvernig þeir skipta sér
niður á bæina. Ungir hrafnar, sem
ekki eru búnir að para sig, halda sig
oft í hópum. Þeir eru þá oft í áflog-
um með miklu krunki og látum en
sennilega oftast í góðu.
Á haustin í sláturtíð gengur mikið
á hjá hrafninum, þá er mikið æti við
sláturhús og á sveitabæjum. Algengt
er þá að sjá að hrafn sitji á staur og
gefi frá sér hið þekkta gorhljóð,
fljúgi síðan upp og í einn til tvo mis-
stóra hringi og setjist síðan aftur á
staurinn. Hrafnar dunda sér tímunum
saman við að brýna gogginn, sem
líklega er einhvers konar þrifnaðar-
aðgerð frekar en þeir séu að skerpa
gogginn.
Það er löngum þekkt að hrafninn
hefur gaman af þvi að hrekkja heim-
ilishundinn. Hann flýgur á milli
staura, krunkar og gerir sig líklegan
til þess að láta hundinn ná sér. En
krummi er snar í snúningum og þó
að hann freistist til þess að hoppa á
þúfum og steinum og lofi hundinum
að koma ótrúlega nærri sér, passar
hann sig vel og flýgur upp í tæka tíð.
Um háveturinn er oft þröngt í búi
hjá krumma. Margir verða þó til þess
að gefa honum alls konar mataraf-
ganga og gömul trú er að hann legg-
ist ekki á nýborin lömb á vorin á
þeim bæjum sem honum hefur verið
gefið. Hrafninn veiðir einnig bæði
mýs og smáfugla sér til viðurværis.
Seinni part vetrar fer hrafninn að
huga að varpi og verpir fyrstur allra
íslenskra fugla, um sumarmál. Göm-
ul trú er að hann verpi níu nóttum
fyrir sumar, en það hlýtur að vera
eitthvað breytilegt eftir tíðinni. Hann
velur sér hreiðurstæði sem oft er
nefnt hrafnslaupur, þar sem erfitt er
að komast að hreiðrinu t.d. í hömr-
um, yfirgefnum votheysturnum og
öðrum háum byggingum þar sem
litlar mannaferðir eru.
Hrafnar, sem hafa verpt áður, vitja
gamla hreiðursins og dytta að því
eftir þörfum. Ekki verður sagt með
sanni að hreiðrið sé fínlegt, öðru nær.
Það er oftast gert úr sprekum, bein-
um og öðru sem hrafninn finnur og
getur flogið með. Að innan er það
fóðrað með ull, fiðri, sinu, hrosshári
og öðru sem er mýkra en aðaluppi-
staðan. Hreiðrið er um 1/2 m að
þvermáli. Hann verpir 4-7 eggjum,
sem eru um 5 sm á lengd og tæpir 4
sm á breidd. Á litin eru þau blágræn
eða ljósgræn með dökkum dílum eða
dröfnum. Móðirin liggur á eggjun-
um en faðirinn hugar að vörslu
heimilisins og dregur björg í bú.
Hann leysir frúna af þegar hún þarf
að bregða sér frá og liggur þá sjálfur
á um stund. Eftir 24 sólarhringa
koma ungarnir úr eggjunum og er þá
mikið um að vera. Mikið krunk í
fjölda tóntegunda heyrist frá hreiðr-
inu. Karlinn verður vargalegur, ýfir
fjaðrirnar og gargar vonskulega ef
einhver, maður eða dýr, vogar sér að
nálgast hreiðrið. Ránfugla rekur
hann í burtu af miklum krafti.
í gegnum tíðina hefur krummi ekki
haft ástæðu til þess að treysta mann-
inum en þó hafa samskipti hrafna og
manna verið talsverð og geymst ým-
islegt um þau í sögunni og má þar
nefna að Hrafna-Flóki tók með sér
hrafna þrjá þegar hann sigldi til ís-
lands. Einnig er sagan frá heiðni um
Óðinn, sem hafði hrafna tvo sér við
hlið, Huginn og Muninn. Að sjá
hrafn sitja á kirkjuturni töldu margir
að boðaði feigð.
Hrafnafjölskyldan
í Þóreyjarnúpnum
Það bar til sumarið 1953 að krakk-
ar á bænum Efra-Vatnshorni í V-
Húnvatnssýslu, fundu vængbrotinn
hrafn þegar þau voru að reka kýrnar í
haga eftir morgunmjaltir. Hrafninn
var í móa fyrir utan túnið og sóttu að
honum tveir hundar. Krummi átti í
vök að verjast og líklega hefur það
orðið honum til lífs að krakkarnir
ráku hundana í burtu og annað þeirra
beið hjá honum á meðan hitt hljóp til
bæjar að biðja um aðstoð fyrir fugl-
inn. Hrafninn var tekinn þrátt fyrir
kröftuglegar mótbárur hans og færð-
Heima er bezt 27