Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 28
ur heim í bæinn til skoðunar. Hann reyndist vængbrotinn og líklegast að hann hafi flogið á símalínu, sem var skammt frá þeim stað sem hann fannst. Gert var að brotinu og talið að hami myndi ná fullri heilsu ef hægt væri að hemja hann í um ntán- aðatíma á meðan brotið greri. Fyrsta sólarhringinn var hrafninn settur í geymsluskúr og honum færð- ur bæði matur og vatn á meðan búr fyrir hann var smíðað. í fyrstu vildi hrafninn ekkert éta, sem líklega má rekja til sjokksins sem hann hefur fengið af sársaukanum og því að vera fangi þeirra sem hann treysti ekki. Á meðan á þessu stóð var tekið eft- ir því að hrafn flaug yfir bæinn og nágrenni með miklu gargi. Fljótlega fór vængbrotni hrafninn að svara og töldum við víst að þarna væri mak- inn að huga að ástvini sínum. Þetta var á þeim tíma sumars sem nótt var albjört og hrafnsungar fyrir nokkru komnir úr eggjunum. Það hefur því verið erfitt fyrir einstæða foreldrið að sjá ungunum fyrir öllum þörfum. Eftir því sem lengra leið batnaði matarlist krumma, krakkarnir komu honum upp á að drekka mjólk, sem hann varð mjög sólgin í. Eftir að búr- ið hans var sett út í skjól fyrir norðan vindinum, fór hinn hrafninn að korna í heimsókn en var ntjög var uni sig. Um leið og umgangur minnkaði á kvöldin kom hrafninn og sat krunk- andi við búrið. Hann stoppaði ekki lengi enda mikið að gera á heimili hans í Núpnum. Honum var einnig færður matur, sem settur var við búr- ið og ekki var annað að sjá en hann kynni vel að meta þessa hugulsemi. Eftir því sem krumminn væng- brotni hresstist varð hann erfiðari í umgengni. Hann gargaði stöðugt og hefur líklega verið að kalla á maka sinn. Mesta ónæðið var af hröfnun- um um sex á morgnana. Þá mætti makinn og eftir að hafa fengið sér að eta upphófst hávært samtal. Fyrst vöknuðu allir á bænum við lætin en fljótlega vandist hávaðinn þar til morgun einn að óvenjuleg læti voru við búrið. Þegar að var gáð var makinn mættur með þrjá unga, af- skaplega úfna og gargandi. Það fór ekki á rnilli mála að þeir vildu meiri mat. Varð nú krunkið svo yfirgengi- legt að rogast var með búrið inn í geymsluskúrinn á kvöldin, svo að svefnfriður væri á bænum fram að fótaferðatíma. Fljótlega var ljóst að hrafninn, sem vængbrotnaði, var heldur minni en hinn og talið að það væri frúin og var farið að kalla vængbrotna hrafninn Krummu. Strax og fór að setjast að brotinu var Krummu hleypt út á hveijum degi. Alltaf lagði hún land undir fót og stefndi á Núpinn. Þegar hún var komin nokkuð frá, þannig að of langur tími myndi líða til að koma henni til hjálpar ef eitthvað bæri útaf, var hún sótt. Krumma varð oft hin versta, gargaði hátt og vonskulega og reyndi að gogga í verndara sína. Þeg- ar komið var heim á bæjarhlaðið fór hún sjálfviljug inn í búrið. Þannig gekk þetta fram eftir suniri uns einn dag að umbúðirnar voru teknar af. Það var ógleymanleg sjón þegar Krumma teygði úr vængnum sem hafði brotnað, það var eins og hún tryði því ekki að hún gæti flogið aft- ur. Nokkur stund leið þar til hún hóf sig til flugs og stefndi á Núpinn. Um kvöldið var settur matur út að búrinu, sem ekki var búið að íjarlægja, og undir morgun heyrðist í hrafnaijöl- skyldunni og voru allir mættir; karl og kerling og ungarnir þrír. Núpurinn, sem hrafnaijölskyldan verpti í, er samnefndur bænum Þór- eyjarnúpi en í daglegu tali var sagt Núpur. Á hveiju ári voru þarna eitt eða fleiri hrafnshreiður. Ekki man ég eftir neinum vandræðum af hröfnun- um nema að einu sinni um vor var nýbúið að sá grasfræi í nýsléttað land. Hrafnar komu í hópum til þess að tína fræin. Mættu þeir til verka snemma að morgni með krunki og látum. Til þess að reyna að stöðva verknaðinn var sett upp hræða og reynt að líkja eftir manni. Ekki dugði þessi ráðstöfun nema einn morgunn, hrafnarnir sáu fljótt í gegnum platið og létu sér fátt um finnast og fóru upp að hræðunni til að háma í sig fræið. Nú voru góð ráð dýr, eitthvað þurfti að gera svo að flagið fengi að gróa í friði. Haglabyssan var dregin fram og einn hrafn skotinn og bund- inn upp á fótunum á staur við hræð- una. Nú brá svo við að ágangur hrafna hætti og flagið fékk að gróa í friði. Talið var að þarna hefðu verið á ferðinni ungir hrafnar, sem ekki voru búnir að para sig. Talsvert er um hrafna í Reykjavík og eru þeir oft við Höfnina og flögra yfir bæinn. í holtinu við Austurbmn í Reykjavik má oft sjá nokkra hrafna. Einhver hugulsamur gefur þeim þar. Eins var hröfnum gefið í fjöruna við Sólarlagsbrautina á Seltjarnarnesi. Það er góður siður að gefa fuglunum, hvort sem það eru hrafnar eða aðrir fuglar yfir veturinn og ættu sem flestir að gera það. 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.