Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 42
Framhaldssaga
Jóhanna Helga Halldórsdóttir:
19, hluti - sögulok
í fyrsta skipti siðan um morguninn langaði Unni örlítið til
þess að hlæja. Erla skipaði Steinari að fara og fá sér hádeg-
ismat einhvers staðar, barnið kæmi ekki alveg strax og þær
mundu þá hringja í gemsann ef eitthvað gerðist hraðar en
von væri á. Hann kom aftur seinnipartinn og þá var Unnur
komin með 8 í útvíkkun og svolítill tími eftir enn. Hún var
rennisveitt en píndi sig til þess að ganga um gólf, og þegar
Erlu ofbauð hvað henni leið illa, spurði hún ljósmæðurnar
hvort væru engin deyfilyf gefin. Þær svöruðu því til að yf-
irleitt væri það aðeins ef mæðumar hefðu beðið um þau
fyrirffam, en það stóð ekkert um deyfilyf eða verkjalyf á
skýrslunni hennar Unnar.
„Hvemig á hún að vita það, sem hefúr ekki fætt áður,
hvort hún vill deyfilyf eða ekki?“ spurði Erla, „ef þið gefið
henni ekki eitthvað þá ræni ég einhveiju sem mér líst vel á
úr skápunum ykkar og gef henni. Það er varla flókið fyrir
sauðfjárbónda að sprauta í hana deyfilyfjum, hvað þá fyrir
hjúkmnarffæðinga og ljósmæður!“ Yfirljósmóðirin ætlaði
að fara að setja ofan í við Erlu að vera ekki að segja þeim
fyrir verkum, en frú Erla í Álftanesi leyfði engum að setja
ofan í við sig og ekki heldur í þetta skiptið.
„Ef þú ætlar að neita fæðandi konu um verkjalyf og
henda mér út héðan, þá tek ég hana Unni með mér og
hjálpa henni sjálf heima hjá mér, og sé til þess að öll sagan
komist í blöðin, svo er best ég eigi orð við yfirlækninn
héma snöggvast’’, sagði hún og snerist á hæli.
Guðrún ljósmóðir kom hlaupandi á eftir henni og sagði
það guðvelkomið að Unnur fengi verkjalyf, ekki nema
sjálfsagt. Erla neitaði að hlusta á hina, sem sagði að þetta
væri allt svo eðlilegt og ffábært, og konan myndi njóta þess
svo vel á eftir ef hún hefði fætt náttúrlega og komist í gegn-
um þessa þraut án verkjalyfja. Svo væm verkir svo afstæðir
ffá einni konu til annarrar.
Þegar þær komu inn á stofúna aftur, sagði Unnur hins
vegar að bamið væri ömgglega komið langt af stað, því það
þrýsti svo á. Guðrún skoðaði hana í hvelli og fann fyrir
höfðinu.
„Hún er tilbúin”, sagði hún, „viltu fæða standandi, eða
viltu koma upp í rúmið?“ „Svona, við drífúm þetta bara af,
við tvær”, sagði Erla, „Steinar haltu við hana, svo hún geti
staðið, nei, vertu fýrir aftan og taktu á, ég beygi mig héma
niður og þú ljósmóðir góð líka...“
Unnur rembdist fjórum sinnum af öllum kröftum, og
andaði i gleðigrímuna á milli. Henni leið eins og hún svifi í
loftinu og Ijarlægðist hin óðfluga. Svo fann hún hvernig allt
rifnaði þama niðri og eitthvað ofsalega heitt og blautt rudd-
ist út með síðasta rembingnum.
„Það var lagið, Unnur mamma!“ hrópaði Erla, „það er
komin stelpa héma. Heldurðu að það sé nokkuð annað á
leiðinni Guðrún, við gáum alltaf að því í sveitinni...”
Svo fór hún að hágráta og rétti Unni bamið þegar Steinar
hafði lyft henni upp á rúmið, og ljósmóðirin sýndi honum
hvernig hann mátti klippa á naflastrenginn.
„Héma elskan, héma kemur það sem þið Steinar bjugguð
til á parketgólfinu mínu!“
Erla faðmaði Unni og Steinar og ekki síst ljósmóðurina,
sem sagði að hún hefði aldrei vitað aðra eins ákveðni hjá
aðstandanda, hún hefði sjálf bara næstum verið fyrir.
Unnur var alveg stjörf og leið eins og allt hefði verið
skafið innan úr henni og hún væri með gríðarstórt holrúm
42 Heima er bezt