Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 18
Garðahreppi og fyrsti bæjarstjóri Garðabæjar. Uppbyggingin hafi verið gífurleg á þeim tíma. „Framkvæmdir voru geysimiklar miðað við bolmagn og stærð sveitar- félagsins. Eftir því sem íbúunum fjölgaði varð auðveldara að ráða við fram- kvæmdimar. Eilífar holræsalagnir og vegafram- kvæmdir vom á áttunda áratugnum innanbæjar og hraðbrautirnar á fleygiferð. Svo var sveitarfélagið að byggja Garðaskóla og fyrsta íþrótta- húsið. Þetta voru miklar framkvæmd- ir sem gerðu fjármálin í sveitarfélag- inu þung. Eg lærði ýmislegt í fjár- málum þá og hef ekki haft neina minnimáttarkennd á því sviði.” Fjallageitur og göngugarpar Garðar kveðst fylgjast með fréttum á Netinu, lesa Morgunblaðið og Ver- dens Gang á morgnana og hafa auga með Garðabæ, sem hann óskar alls hins besta, þótt hann hafi kosið að flytja annað. Heimilið í hlíðinni í grennd við Alicante var valið af kostgæfhi. Stutt er í hraðbrautina A7, tæpir 10 kíló- metrar á ströndina og lítið mál að líta til gamalla bekkjarbræðra úr Verslun- arskólanum sem búa í og nálægt La Marina; og beinn og breiður vegur, um 500 kílómetra ferðalag þó, til Sit- ges, rétt sunnan Barcelona, þar sem Garðar hafði bækistöðvar vegna ferðaskrifstofustarfsins um tíma. Hjónin hafa verið dugleg að kynnast bæði Is- lendingum og útlendingum á svæð- inu, einkum Bretum og Norðurlandabúum. Þau eru meðal annars í breskum gönguklúbbi í La Marina, sem þau duttu inn í fyrir tilstilli Dagnýjar, þegar hún hafði þar vetursetu. Félagar í klúbbn- um hafa lagt heilmikið land undir fót, þótt enn séu fjöll og leiðir sem þarf að sigrast á. Bæði hefur verið arkað um Spánarstrendur og til fjalla. Hefð er að myndast fyrir að verja áramót- unum með gönguklúbbsfélögum. „Það er mjög gagnlegt fyrir gamalt Með Bretum eftir góða gönguferð. Með vinum úr Austurdalnum norska (frá Rena), á ferð um Alicante-hérað. fólk að ganga mikið, góð hreyfing, ein sú besta,“ segir Garðar. Yndislegt páskahret Bæjarstjórinn fyrrverandi saknar á stundum veðurfarsins á íslandi. Fyrir nokkrum árum sóttu þau hjón Island heim um páska og fengu gott páska- hret, sem Garðar segir hafa verið yndislegt. íslenskur bylur sé stundum eftirsóknarverður. Öðru máli gegni um skammdegið. Þess saknar hann ekki sérstaklega, þótt gjarnan hugsi hann hlýlega til íslands. Nú er allt eins algengt að vinir og ættingjar heimsæki þau í sólina frem- ur en að þau haldi í norðurátt. Ráð segist hann ekki eiga fyrir aðra um hvernig best sé að haga búskaparhátt- um. Hefðu þau hjón ekki flust frá landinu bláa er hann þó sannfærður um að hluta árs væru þau engu að síður búsett á Spánarströndum, jafh- vel þótt ekkert jafnist, þegar upp er staðið, á við almennilegan, íslenskan byl! 18 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.