Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 36
Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum:
Athugasemd við vísu
Snæbjörn Kristjánsson hreppstjóri í
Hergilsey var þjóðkunnur maður, m.a.
vegna sjálfsævisögu sinnar, sem hann
ritaði í elli, en slíkar endurminninga-
bækur voru ekki algengar á þeim
tíma. Hann fæddist um miðja 19. öld
og dó 1938, þekktur sægarpur sem
lifði af fleiri en eitt sjóslys og sá á eftir
ýmsum nánum vinum og vandamönn-
um í sjóinn. Frægur varð hann þegar
breskur landhelgisbrjótur tók hami til
fanga, ásamt sýslumanni Barðstrend-
inga, og flutti til Englands.
Snæbjörn var hagorður og í bók
sinni birtir hann ýmsar vísur eftir sig.
Sigurður Nordal nefnir það í for-
mála, sem hann ritar fyrir 2. útgáfu
bókarinnar 1958. Nordal segir þar: ...“
en hann sleppir alkunnustu vísu sinni,
mæltri af munni fram við ungan
mann, sem þóttist fær í flestan sjó”:
Eg hef reynt í éljum nauða
jafnvel meira þér.
A landamerkjum lífs og dauða
leikur enginn sér.
„Hún á það skilið að fá að vera sögu
hans samferða,“ segir Sigurður Nor-
dal.
Vísan varð landfleyg en hefur
stundum brenglast í meðförum vegna
misskilnings.
Tildrög hennar munu hafa verið
þessi, ef rétt er munað: Snæbjöm mun
hafa verið staddur í Flatey, tepptur
vegna veðurs, roskinn maður og vanur
glímunni við Ægi ffá æskuámm.
Þekkti manna best sjávarfallarastirnar
í flóanum milli lands og eyja, sem
verða ófærar opnum bátum í stórviðri.
Snæbjörn bjó þá í Hergilsey og gaf
ekki heim vegna hvassviðrisins. Til
Flateyjar kom þá með strandferðaskipi
farþegi sem þurfti að komast til lands
og falaðist eftir flutningi hjá Flatey-
ingurn; bauðst til að borga vel fyrir,
því að sér bráðlægi á að komast. Ekki
bar það árangur og töldu menn ófært
með öllu. Ráðlögðu honum þó að tala
við Snæbjöm. Ekki bar það þó árang-
ur þar sem hann reyndist Flateyingum
alveg sammála í þessu efni. Ferða-
langur þessi, sem var ungur og spjátr-
ungslegur, hafði þá orð á því að lítið
fyndist sér til um áræði hins fræga
sægarps ef hann þyrði ekki að leggja í
flóann. Þá átti Snæbjörn að hafa
kastað frarn vísunni.
Ekki þarf að efa að vísan er rétt,
eins og hún er birt í frásögn Nordals,
og margir hafa kunnað hana. En oftar
en einu sinni hefur hún verið birt af-
bökuð; nú síðast í „Heima er bezt”.
Þar og a.m.k. einu sinni áður, er önnur
ljóðlína höfð: Jafnvel meira en þér -
eins og um þéringu sé að ræða, sem er
auðvitað alrangt. Þá er í sama skipti
víxlað orðum í fyrstu ljóðlínu og sagt:
- Reynt hef ég í éljum nauða -. Þar er
ennfremur talað um „landamæri“ en
ekki „landamerki”. Ekki man ég hvar
sú villa kom fram á prenti fyrir
nokkrum árum og olli þá snarpri að-
finnslu einhvers lesanda. Fljótt á litið
fannst mér þá að einu gilti hvort orð-
anna væri notað en gagnrýnandinn var
þar augljóslega á annarri skoðun.
Taldi fráleitt að áætla að breiðfirski
bóndinn hefði lagt þau tvö orð að
jöfhu í þessu tilfelli.
Nú man ég reyndar ekki hver rök
hans voru í því máli, en held að þau
hafi verið eitthvað á þessa leið: Orðið
landamerki er Snæbirni munntamt úr
daglegu lífi hins íslenska bónda, þar
sem landamerki afmarka bújarðir,
engjalönd og margs konar önnur um-
ráðasvæði, t.d. á fleirbýlisjörðum, sem
voru algengar, m.a. í Breiðaijarðareyj-
um.
Aftur voru landamæri eitthvað sem
okkur mörlöndum var óviðkomandi,
en útlendingar voru sífellt að rífast um
og berjast út af. Það liggur nánast í
augum uppi hvort þessara tveggja
orða er Snæbirni ofar í hug þegar
hann svarar hinum borubratta strák
tæpitungulaust.
Nú kynni einhverjum að finnast fá-
fengilegt að ræða álitamál af þessu
tagi og að einu megi gilda hvemig
gamall bóndi og sjósóknari hafi hnoð-
að saman vísu fyrir hundrað árum. Þó
er ekki víst að svo sé. Er hér kamiski
um forna og kröfuharða íþrótt að
ræða? íþrótt sem er svo kröfuhörð að
iðkandinn verður að geta kastað fram
rétt gerðri stöku nánast umhugsunar-
laust, þar sem engu má skeika ef hún
á að hitta í mark. Það munu kjama-
karlinum Snæbimi í Hergilsey hafa
tekist í þetta skipti, eins og mörgum
öðrum fyrr og síðar, fram á okkar dag.
Fátt þótti mörgu fyrritíðarfólki jafn á-
mælisvert og að afbaka velgerða og
dýrt kveðna vísu og þó að hugsun
okkar og athygli beinist nú frekar að
ýmsu öðru, mættum við gjaman halda
áfram að bera virðingu fyrir umræddri
þjóðaríþrótt okkar. Þess verður reynd-
ar vart að hún nýtur vinsælda og vekur
gleði um borg og bý, enn í dag.
Leiðrétting
I forsíðuviðtali nóvemberheftisins,
við Bryndísi Júlíusdóttur, urðu texta-
brengl undir mynd á miðri síðu 487, þar
sem undir stendur „Foreldrar Einars ...“
Þar á að standa:
Systkini Bryndísar, Sólveig og Anton.
Biðjum við hlutaðeigendur velvirð-
ingar á mistökunum.
36 Heima er bezt