Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 40
fosfódíesterasi-5 einhver áhrif á æðar í heila, og neysla lyfsins veldur höf- uðverk eða svima í stöku mönnum. Önnur aukaverkun er að sumir viagra- neytendur sjá allt í blárri slikju í stutta stund. Þetta er vegna þess að 5-af- brigði ensímsins er líka virkt í keilum augans, sem greina liti. Hjálpar líka nashymingum og vöðuselum Ekki eru allar aukaverkanir viagra til hins verra. Lyfið kemur sér einkar vel fyrir nashyrninga og vöðuseli. Mulin horn af nashymingum era hátt skráð í kínverskum alþýðulækningum og þykja einkar virk gegn getuleysi, þótt ljóst sé að áhrifin eru ímyndun ein. Nú fá kínverskir karlar sér viagra í staðinn, og ásóknin í nashyrnings- hom hefur minnkað, svo meiri von er en áður á því að þeim verði bjargað frá útrýmingu. Vöðuselir era að vísu ekki í sömu útrýmingarhættu og nashyrningar, en þeir voru ákaft veiddir vegna getnað- arlimanna, sem þóttu gefast vel við getuleysi og seldust á um 100 banda- ríkjadali hver. Við það að viagra kom á markað féll verðið í 15 dali og eftir- spurnin dróst saman að sarna skapi. Viðbrögð keppinautanna Velgengnin með viagra varð til þess að aðrar lyfjaverksmiðjur þróuðu sams konar lyf, sem sum eru að sögn framleiðenda bæði betri og öraggari. Schering-Plough býður neytendum Vasomax, og Ely Lilly og Icos fram- leiða Cialis. Lyfið frá Glaxo-Smit- hKline kallast Levitra og er sagt enn sérhæfðara í verkun á fosfódíesterasa- 5 en viagra. Aukaverkanir eru sagðar minni, til dæmis engar á sjón. Levitra er lengur að verka en viagra en virkn- in endist að sama skapi lengur, eða allt að tólf tíma. Levitra virðist nýtast einkar vel þeim mönnum sem gengist hafa undir blöðruhálsaðgerð, sem oft hefur ristruflanir í för með sér. Pfizer stefndi keppinautum sínum fyrir brot á einkaleyfislögum og krafðist þess að rislyf þeirra yrðu dæmd ólögleg. Þeirri kröfu var hafn- að á þeim forsendum að aðrir aðilar, óháðir Pfizer, hefðu átt veigamikinn þátt í þróun lyfsins. Hins vegar heldur Pfizer einkaleyfi á viagra fram til árs- ins 2013. Helsta heimild að þessum pistli er Vanity, Vita- lity, and Virility. The Science Behind the Prod- ucts You Love to Buy eftir John Emsley. Oxford University Press 2004. Úr hlaðvarpanum framhald af hls 4 í ljósi sögunnar og framvindunnar hljómar þetta auðvit- að afar undarlega í eyrum fólks i dag, en svona var nú tíð- arandinn og hugsunin í stórveldapólitíkinni fyrir rúmlega 40 árum síðan. Og það er reyndar óhrekjanleg staðreynd, að margar stærstu tækniframfarir mannkynsins, hafa orðið í tengslum við stríð og ófrió manna í millum. Þá þykir jafnan liggja svo mikið við að engu megi til spara, hvorki, mannafla, peninga eða tíma, til þess að fullur árangur náist, og gott forskot á keppinautinn. Og sú staðreynd átti verulegan þátt í þessu stórkostlega affeki mannkynsins, að sigrast á óra- víddum himingeimsins og stíga fæti sínum á annan hnött. Þegar svo keppinauturinn, í þessu tilfelli Sovétríkin, gat ekki fylgt þessu afreki eftir, og forskotið var orðið miklu meira en vænta mátti að þeir réðu við, þá var einfaldlega allur vindur úr ráðamönnum í þessu efni og þar með stöðvaðist að mestu frekari framþróun í mönnuðum geim- ferðum. Það má því eiginlega segja að setningin úr dægur- lagatextanum góða, “þetta var mjög snöggt bað”, geti átt hér ágætlega við. Afrekið er engu að síður það sama, og þessi atburður, þegar Apollo 11. flutti fyrstu mennina til tunglsins, vakti feikna athygli um allan heim, og fannst öllum mikið til um þetta ævintýri. ísland og íslendingar voru þar ekki undan- skilin og íslenska sjónvarpið rauf m.a.s. hefðbundna út- sendingarlokun sína í júlímánuði, sem þá tíðkaðist, til þess að sýna myndir frá tungllendingunni og móttöku geimfar- anna þegar þeir lentu aftur í Kyrrahafinu. Þáverandi for- seti íslands, Kristján Eldjárn, flutti sérstakt útvarpserindi til að fagna heimkomu geimfaranna, og kallaði hann þetta m.a. „furðulegustu ævintýraferð, sem menn hefðu nokkurn tíma farið“. Nú eru uppi timar ómannaðra geimferða, kostnaður og áhætta hefúr kallað á þá lausn mála, en ekki er að efa að mannaðar geimferðir verða aftur á dagskrá, og hver veit nema að „eldsneyti“ þeirra verði þá þverrandi auðlindir og fjölgun mannkyns. Tíminn einn mun leiða það í ljós, og skal ekki reynt að lesa frekar í þær rúnir að sinni. Meó bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.