Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 35
Ég bað um ljóðið „Manstu, þegar að fyrst við fund-
umst“ o. s frv. Ég þarf ekki að kvarta yfir undirtektum.
Nokkur bréf bárust mér, með smávegis orðamun. Elín
Guðmundsdóttir, Ánahlíð 2, Borgarnesi, sendir ljóðið
eins og það birtist hér á eftir Höfundur er talinn vera Jón
Sigurðsson á Haukagili í Hvítársíðu.
Man ég, þegar fyrst við fundumst,
fögur var stundin sú,
er við trú og tryggðum bundumst;
tala ég um það nú.
Þá kveiktir þú ástareld í hjarta,
óslökkvandi bál,
en nú er aðeins askan svarta
eftir í þinni sál.
Hvað hef ég gert þér svo grimmlega á mót,
- getur þú sagt mér það?
Hefi ég verið þér hlýðinn og trúr,
- eða hefi ég svikið það?
Eða hefur þig iðrað sá eiður þú sórst,
er ást þína gafstu mér?
Eða hefur þér fundist faðmlögin mín
vera ei fullboðleg handa þér?
Þú hefur svarið mér svikaeið
og svívirt mína ást.
Þú hefur aldrei elskað mig,
og af því þú mér brást.
í upphafi verða ei svikin séð,
en svona eru forlög manns,
er tryggðarbáran brotnar við sker
í brimróti kœrleikans.
Á fimmta áratug síðustu aldar var „Flökkumannaljóð"
eða Gypsi, vinsælt og heyrðist oft í útvarpi. Mig langar til
að birta þetta ljóð vegna þeirra, sem þá voru ungir, eins
og ég, og eru nú á efri árum.
Flökkumannaljóð
Þar sem brimaldan rís,
þar sem brotsjóir úfnir hrynja,
þar býr gamla konan,
sem ókomna tíma sér.
I glóðirnar starir
hljóð þegar stormar stynja.
O, stúlkan mín góða,
hún sagði mér fregn af þér.
Við altarið sjálf hún sá þig
í hvítum kjól sem snjó,
en konan sá mann þinn ekki,
því er hugur minn ei rór.
Hver hlýtur það hnoss?
Er það ég eða einhver annar,
sem ást þína hlýtur?
Ó, svara, að það sé ég.
Þetta ljóð og lag hreif mig á sínum tíma, og það mjög,
að ég setti saman texta undir lagboðanum árið 1946. Og
hér er hann:
Þegar andinn erfrjáls
Þegar andinn er frjáls
vil ég ætíð til Ijóðsins heima.
Þá er óðurinn heitur
um lífið í sœlli þrá.
Eg vil svífa til þín
einn um sólheiða vorsins geima.
Bak við sorganna ský
þar mun heiðríkjuveröld blá.
Ó, dýrasta dísin mín,
í draumunum vitja ég þín.
Eg flyt þér mín fegurstu kvæði
á meðan dagsins birta dvín.
Og svo dönsum við létt
eftir friðarins fögru klæði.
Ó, mín fagnandi sál,
þú ert einasta stjarnan mín!
í nóvemberheftinu birtist ljóð eftir Þorstein Sigurðsson.
Því miður var villa í þriðja erindinu, og er það hér með
birt eins og það mun rétt vera:
Ungur má í vök oft verjast,
og víða leynist tál.
Um nótt var aðgát næg ei höfð;
af neista hlýst oft bál.
Hœttur leynast helst íþví
menn hugðu, „ekkert mál”.
Fylgjum þeim, sem broddstaf bera
og björgum lífi og sál.
Fleiri ljóð birtast ekki að þessu sinni. Því miður hef ég
ekki fleiri átthagaljóð á takteinum í bili. Sendið mér ljóð,
sem tengjast jafnvel afdölum og útnesjum.
Lifið heil.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Hjarðarhaga 28,
107 Reykjavík
Heima er bezt 3 5