Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 30
reis upp pöntunarfélag (Zöllnerpönt-
unin) í Haganesvík laust eftir alda-
mótin 1900, í umsjá þeirra Guð-
mundar Asmundssonar, bónda í
Langhúsum og séra Jónmundar Hall-
dórssonar á Barði. Þessi félagsskapur
mæltist vel fyrir vegna lægra vöru-
verðs en hin verslunin bauð. Hann
hafði aðsetur í litlum skúr suður á
malargrandanum milli Hópsvatns og
sjávar. I framhaldi af því var Kaupfé-
lag Fljótamanna stofnað árið 1912.
Því farnaðist illa Qárhagslega og
hætti rekstri 1916. Aftur var efnt til
stofnunar kaupfélags í Fljótum árið
1919, Samvinnufélag Fljótamanna.
Því óx smám saman fiskur um hrygg
allt fram um miðja 20. öld og annað-
ist viðskipti Fljótamanna um langa
hrið, uns það sameinaðist Kaupfélagi
Skagfirðinga seint á áttunda áratugn-
um. Bátabryggja var byggð í Haga-
nesvík, sumarið 1943 vegna uppskip-
unar á efni til Skeiðsfossvirkjunar-
innar og sá Sigluijarðarkaupstaður
um gerð hennar í upphafi. Bryggjan,
sem var gerð úr timbri og grjóti,
eyðilagðist í miklu brimi síðla árs
1950. Upp úr því var gerð steinsteypt
bryggja á sama stað, sem ennþá
stendur.
Samgöngur á sjó við Haganesvík
hófust fljótlega eftir að verslun þar
hófst. Fyrsta strandferðaskipið, sem
sigldi þangað eftir áætlun, var e/s
Skálholt. Síðar komu fleiri skip í
kjölfarið, Thore-skipin, fossar Eim-
skipafélagsins, ríkisskipin, fell Sam-
bandsins og loks póstbátarnir við
Norðurland á hverjum tíma. Síðustu
sjósamgöngurnar við staðinn lögðust
af þegar m/s Skjaldbreið og flóabát-
urinn Drangur hættu þangað ferðum.
En hvernig voru fyrstu verslunar-
húsin í Haganesvík, sem Einar á
Hraunum byggði þar, fyrir meira en
öld? Nyrst á verslunarlóðinni var
verslunar- og íbúðarhúsið. í því
norðanverðu var krambúð. Á lofti
yfir henni var vörugeymsla og kjall-
ari undir. Við vesturhlið, suður af
krambúðinni, var rúmgóð stofa og
gegnt henni við austurhlið, eldhús og
búr. í suðurenda voru tvær stofur,
minni. Á lofti voru nokkur svefnher-
bergi. Litlu sunnar en íbúðarhúsið,
Haganesvík á sínum velmektarárum, um miðjan sjötta áratuginn.
Litla timburbryggjan í Haganesvík var aðeins 50 metra löng. Við hana liggur
uppskipunarbátur af þeirri gerð sem notaðir voru við efnisjlutninga milli
skipa og lands.
var pakkhúsið. í því undir lofti, voru
voldug uppistöðutré með viðamikl-
um þverbitum. í þeim voru járnkrók-
ar til þess gerðir að hengja þar upp
kjötskrokka í sláturtíð á haustin.
Þarna var kjötið höggvið niður og
saltað. Kjötöxin var mikið vopn og
biturt. Fjalhögg, sem kjötið var
höggvið á, var gildur rótarendi af
rekatré. Kjötið var saltað í
Strandferðabáturinn Brimnes.
30 Heima er bezt