Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 5
Með köttinn Samúel Brand Svartsson, 7 ára. Rœtt við r Sigmar Olaf Maríusson, gullsmið Flestir Reykvíkingar kannast við Sigrnar, sem lengi rak verslun og gullsmíðaverkstœðið Mód- elskartgripi á Hverfisgötu 16A. Það eru ekki nema nokkur ár síðan hann flutti starfsemi sína í Kópavog og í plássið á Hverfisgötunni er komið hið vinsœla kaffihús „Grái kötturinn. ” Enþað eru sennilega fœrri sem vita um slysið sem Sigmar varð fyrir þegar hann var korn- ungur maður, sem breytti flestu í lífi hans. Freyja Jónsdóttir: Sigmar Ólafur Maríusson er fæddur 8. mars 1935 í Hvammi í Þistilfirði, N-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Maríus Jósafatsson, bóndi, fæddur 10. ágúst 1910 og kona hans Sigrún Aðalsteinsdóttir, fædd 6. mars 1906. Harðduglegt bændafólk sem bjó góðu búi i einu harðbýlasta héraði landsins. Húsið sem Sigmar fæddist í var alltaf kallað Steinhúsið. Það var reisulegt hús byggt úr steini eins og nafnið ber með sér. í Steinhúsinu áttu heinra tvær ijölskyldur. Húsið var byggt fyrir 1930 úr lélegri steypu og lítið járnbentri. í fyrstu var þar ekkert rennandi vatn en því var síðan dælt með handdælu úr brunni ekki langt frá. Tvær eldavélar voru í kjallaranum og það var eina upphitunin. Það hefur alltaf verið margbýli í Hvanrmi, venjulega Qórar til fimm fjölskyldur enda fleiri íbúðarhús í túninu en Steinhúsið sjálft, en í því áttu venjulega tvær fjölskyldur heima. I Hvammi var aðallega búið með sauðfé, kýr voru aðeins til að hafa mjólk fyrir heimilin. Þó stutt væri að sjónum voru ekki stundaðir sjóróðrar frá Hvammi þó að bændur þar ættu venjulega hlut í báti. Farið var á sjó til að fiska fyrir heimilin og fiskurinn, sem ekki var notaður nýr, var saltaður og hertur. Stundum var farið í vegavinnu tíma og tíma til þess að drýgja tekjurnár. Forfeður Sigmars eru Suður-Þingeyingar og móðir hans

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.