Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 45
in, var að öllum líkindum sátt við nafnið sem henni var gef-
ið. Hún var nú þegar farin að sofa næstum alla nóttina,
vaknaði einu sinni á nóttu til þess að drekka. Unni fannst
alveg ótrúlegt að eiga svona litla manneskju, sem var svona
lík henni sjálfri. Steinar átti bara augnsvipinn og Unnur var
alveg viss um það að þegar augun í henni hættu að vera
svona dökk, yrðu þau blárri en blátt eins og augun í pabba
hennar. Mig dreymdi hana bara alveg eins og hún er í raun-
inni, hugsaði hún á leiðinni heim í Álftanes um kvöldið,
eftir stórkostlegan dag.
Hún lagði hana í skírnarkjólnum í vögguna sína, börn
áttu að sofa í skímardressinu, sér til heilla og henni fannst
sjálfsagt að framfylgja svona ____________________________
skemmtilegri hjátrú. Svo tímdi
hún bara ekki að láta þennan
yndislega dag hverfa inn í for-
tíðina.
„Steinar”, hvíslaði hún, „ertu
sofandi?“ |
Hann umlaði eitthvað í svefn-
rofúnum, þannig að hún ákvað
að taka málin í sínar hendur, og
eftir stutta stund var hann glað-
vakandi.
„Ertu viss um að þetta sé allt í
lagi,“ hvíslaði hann andstuttur
og faðmaði hana að sér. „Já, al-
veg viss”, svaraði hún.
Seinna lágu þau þegjandi og
horfðu hvort á annað, svo sagði
Steinar:
„Unnur, ég er svo hamingju-
samur með þér, ég get hvorki
almennilega sagt þér það eða
sýnt þér, ég er svo sæll og á-
nægður að mér finnst hjartað í
mér vera að springa þegar ég
horfi á þig og stúlkuna okkar”.
„Jú Steinar”, sagði Unnur
lágt, „þú ert alltaf að sýna mér
það. Bara með því að vera ná-
lægt og elska okkur, því við
elskum þig báðar og getum ekki
án þín verið. Það er nefnilega
enginn eins og þú í allri veröld-
inni”.
nema stöku hestahópar hér og þar, sem voru að éta rúlluhey
úr grindum heima við bæina. Það var allt svo kyrrt, eins og
þessi fallega mynd af íslenskri sveit væri frosin, ijörðurinn
spegilsléttur og algjört logn. Eftir því sem skyggði meira og
nóttin færðist nær, slokknuðu fleiri ljós á sveitabæjunum,
um leið og fólkið tók á sig náðir, og brátt logaði aðeins á
útiljósunum. Það sveif einhver sérstakur andi þama yfir
vötnum, og það er óskandi að þessi sveit fái að haldast í
byggð á meðan ísland byggist, og sú ósk nær líka til ann-
arra sveita landsins kalda í Atlantshafinu.
Sögulok.
Það er varla til fallegri eða
búsældarlegri sveit á íslandi en
Eyjafjarðarsveit og hvergi betra
að vera, nema kannski á Akur-
eyri. Það var tekið að skyggja á
þessunr yndislega sunnudegi,
og þótt vorið væri á næsta leiti,
voru þykk snjóalög yfir öllu,
hvorki fólk né dýr sáust útivið,
b SYNCRO
Heyrnartœki með gervigreind
• Afgreiðslutími innan þriggja vikna
• Bjóðum margar tegundir af sjáltvirkum, stafrœnum
heyrnartœkjum
• Verð frá 47.000 - 170.000 kr fyrir eitt tœki
• Persónuleg og góð þjónusta
Erum með þjónustu á Akureyri - ísafirði - Egilsstöðum
Heyrnartœkni
www.heyrnartaekni.is
Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík símí: 568 6880
Tryggvabraut 22 600 Akureyri sími: 893 5960
Heima er bezt 45