Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 16
sólin og það liggur ekkert á, hún er
þarna yfirleitt. En ég hef fullan skiln-
ing á sólarhungrinu á íslandi, ég var
þannig sjálfur, bæði þegar ég bjó á ís-
landi og í Noregi.”
Hvernig gerðist það að bæjarstjóri í
vel stæðu sveitarfélagi hélt til Spánar
að rækta sítrónur?
„Það er löng saga að segja frá
því,“ svarar hann kíminn. „Þegar ég
fór frá íslandi 1984 fór ég fyrst einn
til Noregs í atvinnuleit, eiginkonan
og yngsti sonur okkar af þremur, þá
þrettán ára, komu fljótlega á eftir.“
Garðar leigði sér í íyrstu herbergi hjá
bakara einum í Osló, las Aftenposten
og sótti um lausar stöður.
Atvinnuleitin skilaði fljótlega starfi
sem yfirmaður íjármála- og reikn-
ingsskila hjá Rena Kartonfabrik, sem
var í Austurdal, um 170 kílómetrum
fyrir norðan Ósló. Þrjú hundruð
manns unnu í pappaverksmiðjunni
við framleiðslu á pappa og pappaum-
búðum, sem notaðar voru fyrir ólík-
asta innihald eins og konfekt og ís-
lenskan saltfisk.
Meira að segja voru framleiddar
líkkistur úr pappa hjá fyrirtækinu.
Kisturnar þær voru til útflutnings.
Verksmiðjan var með dótturfyrir-
tæki bæði í Lundúnum og í Seattlc.
Erfitt að losna úr stjórnmál-
unum
Var draumurinn um sveitasetur á
Spáni farinn að myndast í huga Garð-
ars á meðan hann var bæjarstjóri í
Garðabæ?
„Nei, það var nú enginn draumur
um hús á Spáni en ég var nú ekki bú-
inn að vera ýkja mörg ár í Garðabæn-
um sem sveitarstjóri og bæjarstjóri,
þegar ég ákvað að næsta starf ætti að
vera í Noregi. Það var kannski liður í
því að færa sig suður á bóginn. Um
1974 var ég mjög á því að láta verða
af þessu en samherjar mínir í Garða-
bænum lögðu að mér að vera svolítið
lengur og það tafði mig um tíu ár!“
Garðar segist vel hafa getað hugsað
sér Noreg sem starfsvettvang og upp-
runi Dagnýjar og það að hún talaði á-
Yngsti sonurinn, Benedikt, var bara
13 ára þegar haldið var út í bláinn.
Hér er hann með kœrustu sinni,
Manoli, en þau búa á Mallorca.
Dagný með íslenskum vinkonum, í
gönguferð í Alicante-héraði.
gæta norsku og þekkti vel til þar, hafi
fallið vel að hans hugmyndum.
Vildu þeir ekki halda í þig lengur í
stjórnmálunum? Ef einu sinni er byrj-
að á þeim vettvangi getur gjaman
reynst erfitt að komast út úr þeim
geira.
„Jú, það var nú það sem ég upp-
lifði. Tíu ár, það eru rúm tvö kjör-
tímabil og tvennar kosningar, en svo
kemur að því að maður segir hingað
og ekki lengra. Ef menn vilja hætta í
pólitík eru alltaf einhverjir sem leggja
að manni að halda áfram og segja það
sniðugt, en kannski er það ekki alltaf
raunin. Gott getur líka verið að breyta
til.”
Suðrænir draumar
Engu að síður var átak að taka sig
upp og kjark þurfti til að flytja til
annars lands á miðri starfsævi. „Ég
hafði í raun ekki að neinu að ganga
ytra þótt ég vissi að uppgangur væri í
Noregi á þeim tíma og að auðvelt
yrði að fá starf.“ Garðar segir að mun
erfiðara væri núna fyrir fólk sem
væri að nálgast fimmtugt að endur-
taka leikinn. Tímamir hafa breyst
mikið síðan. Kalt gat verið í Austur-
dalnum og frostið fer þar allt niður í
ljörutíu stig að vetrarlagi og sumar-
hitinn jafnvel upp í þrjátíu gráður. í
hörðu vetrarveðrinu þótti Garðari og
Dagnýju konu hans notalegt að fara
suður á bóginn um stund og varð
Spánn, Benidorm nánar til tekið, fyrir
valinu sem
dvalarstaður um jól og áramót. Ná-
grannakona þeirra í Austurdalnum
norska, tók einnig að sér að kenna
syni þeirra spænsku áður en hann
hélt á Spánarslóðir sem skiptinemi.
Spánarsólin var því komin inn í
myndina þá þegar, þótt ekki væru bú-
ferlaflutningar þangað þá beinlínis á
dagskrá. Garðar og Dagný urðu þó á-
sátt um að þegar færi að hægjast um
litist þeim vel á að flytja á Costa
Blanca-svæðið hið spænska.
Sér ekki eftir neinu
Eftir tæpan áratug í starfi sem fjár-
málastjóri pappaverksmiðjunnar
sagði Garðar starfi sínu lausu og fjöl-
skyldan flutti til Óslóar. Dagný fór
þar út í verslunarrekstur með heilsu-
vömr og hjúkrunarvörur undir heit-
inu Ellingsen, nánar til tekið Hel-
sehuset Ellingsen. „Þetta rak hún
svona með smáhjálp frá mér í nokkur
ár eða uns við settum á fót ferðaskrif-
stofu. Árið 1995 settu Garðar og
Dagný ferðaheildsöluna íslandsferðir
á fót í Ósló ásamt sonum sínum. „Það
16 Heima er bezt