Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 15
Ólöf Rún
Skúladóttir:
Garðar og
eiginkona hans
Dagný Ellingsen.
Bæjarstjórinn
sem ora ser suour a
á,
í f)6
oamn
Hann fékk bæði að vera síðasti sveitarstjórinn ogfyrsti bœjarstjórinn
í Garðabæ á áttunda áratugnum. Nú selur hann Islandsferðir frá
Norðurlöndunum þótt hann búi nánast í sveit á Spáni og rækti ásamt
konu sinni, sítrónur, epli, fikjur og ólífur í bakgarðinum. Hugðist
alltaf halda í víking en fór utan um áratug seinna en hann ætlaði sér.
Menn vildu halda í hann í sveitarstjórnarmálunum, en auk þess að
vera stjóri í Garðabœ starfaði Garðar Sigurgeirsson fyrir Samband
íslenskra sveitarfélaga ífiimm ár eftir Garðabæjarárin.
Þótt aldrei hafi staðið til af
hans hálfu að gerast opin-
ber starfsmaður, segir hann
árin fimm hafa verið lær-
dómsrík, ekki síður en sveitar- og
bæjarstjóratíðina. Hann segir útþrána
hafa blundað í sér og sínu fólki eftir
að hann starfaði um tíma í New York
með fjölskylduna með í for.
Á fertugasta og áttunda aldursári
tók hann svo stökkið, sem tilhlaup
hófst að tíu árum fyrr. Noregur varð
fyrir valinu, enda eiginkona hans,
Dagný Ellingsen, hálfnorsk og hafði
það sín áhrif. Frá þeim tíma hefur
fjölskyldan verið að fikra sig suður á
bóginn.
Nú, tuttugu árum síðar, eru Garðar
og Dagný alflutt til Spánar.
Við setjumst niður í sólinni við fal-
legt hús þeirra í hlíðinni rúma 17
kílómetra frá Alicante. Litrík blóm og
birta. Lítil sundlaug er í garðinum við
heimili þeirra hjóna, sem er smekk-
legt og rúmgott og eru þau búin að
gera miklar endurbætur á húsinu og
umhverfi.
Ótrúlegt fyrir sólþyrstan íslending
að trúa því, en Garðar segir sólarsýk-
ina réna þegar menn eru komnir í sól-
rík lönd til frambúðar. „Hún er þama
' Heima er bezt 15