Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 29
Samgöngur verslun Haganesvík varð löggiltur verslunarstaður árið 1897. Einar B. Guðmundsson á Hraunum hóf þar uppbygg- ingu og verslun laust fyrir aldamótin 1900. Árið 1903 seldi Einar Gránu- félaginu verslun sína og gerðist verslunarstjóri félagsins í Haganes- vík til dauðadags 1910. Fyrir þann tíma höfðu Fljótamenn sótt nauð- synjar sínar til Hofsóss, Grafaróss eða Sigluljarðar, sem var mjög erfitt, allar ár óbrúaðar og torleiði um Sigluijarðarskarð, svo að varla var um annað að ræða en sjóleiðina á opnum árabátum milli þessara staða. Sjóslys í verslunarferð frá Haganes- vík til Hofsóss í janúarmánuði 1899, þar sem 8 manns fórust, hefur vafa- laust flýtt fyrir uppbyggingu verslun- ar í Haganesvík. í kringum 1880 kom Einar á Hraunum upp lítilli sveitaverslun á heimili sínu og Gránufélagið byggði lítið hús í Hraunakróki, til saltfiskmóttöku um líkt leyti. Á stuttum tíma tókst Einari að byggja upp verslunarstaðinn í Haganesvík með allstóru verslunar- og íbúðarhúsi, vörugeymsluhúsi, Guðmundur Sœmundsson: bryggju, íshúsi, niðursuðuhúsi, dósa- gerð, salthúsi og saltfiskmóttöku- húsi. Það síðastnefnda var flutt frá Hraunum á rekatrjám yfir ísilagt Miklavatn og hefúr líklega verið fyrsta verslunarhúsið í Víkinni. Þessi verslun varð á öðrum áratugi 20. ald- arinnar eign „Hinna sameinuðu ís- lensku verslana“ og var í rekstri til ársins 1923. Fasteignir Gránufélags- ins entust misjafnlega eins og geng- ur, verslunar- og íbúðarhúsið brann til kaldra kola 1933, bryggjuna tók af í brimi nokkru áður. Síðast var gamla pakkhúsið rifið í byrjun áttunda ára- tugarins og hafði þá í allmörg ár ver- ið notað sem heyhlaða. Verslunarstjórar voru, auk Einars, Sigurður J. S. Fanndal og Edwald Möller. Samhliða Gránufélagsversluninni Uppskipun úr e/s Dettifossi á Haganesvík, í ágúst 1944. Nokkrum mánuðum síðar var þessu skipi sökkt af hernaðar völdum. Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.