Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 8
Eftir að Hverfisgöt-
unni var breytt og gerð
aó tvístefnu lögðust af
sex bílastæði sem voru
framan við húsið. Eftir
það var erfitt fyrir við-
skiptavini, sem á bílum
voru, að komast í versl-
unina svo að Sigmar á-
kvað flytja atvinnu-
reksturinn heim í Kópa-
voginn árið 1996, enda
nóg húsrými og gott að
leggja bíl. Þegar komið
er að húsinu er upphit-
að bílaplan við það, sem Stefán frá Möðrudal,
er þægilegt þegar snjór listmálari.
og hálka er um allar göt-
ur.
Sigmar segir að það sé gott að vera með vinnuaðstöð-
una heima og hefur alltaf nóg að gera.
Þegar komið er inn á vinnustofu Módelskartgripa má
segja að á móti manni taki listmunasýning ásamt heimil-
iskettinum góða, Samúel Brandi Svartssyni, sem er nokk-
uð vel í holdum með glansandi feld. Samúel Brandur er
mikill fagurkeri og borðar af sérsmíðaðri silfurskál, sem
fóstri hans hannaði og smíðaði handa honum. Kötturinn á
aðra skál inni í íbúðinni og er líklega eini köttur á landinu
sem notar matarílát sérsmíðuð úr silfri.
Mikið er af glæsilegum munum á vinnustofunni, má
þar nefna silfurslegin drykkjarhorn, sum þeirra af ís-
lenskum kúm en önnur eru
innflutt. Sigmar segir að það
sé farið að minnka um kýr-
hom en kúabændur eru að
reyna að rækta sem mest af
kollóttum nautgripum. Sum
hornin koma um langan veg
eins og alla leið frá Afríku.
Sigmar skírir verkin þegar
hann byrjar á þeim, þannig
fær hann innblástur og eitt
verk getur leitt af sér hug-
myndir að fleiri verkum.
Það er algengt að pantaðir
séu hjá Sigmari munir í
stórafmæli eða aðrar stórar
gjafir. Þá getur hann leyft
hugmyndunum að streyma fram.
Hann dregur fram ægifagra rjóma-
skeið úr silfri sem auðsýnilega hefur
verið lögð mikil vinna í, því að allt
skaftið er munstrað; skeiðin væri
rausnarleg brúðkaupsgjöf. Fjöll,
eyjar, hús og mannvirki eru sköpuð
úr silfri eða öðrum málmum og
sumstaðar er litað gler notað með,
eins og Búlandstindur, sem gerður
er úr opalgleri og silfri. Alla vega
krossar eru uppi í hillum sem hann
hefur hannað og smíðað, þeir eru
fallegir og mjög fjölbreytilegir.
sumir þeirra eru með ís-
lenskum steinum úr
Glerhallarvík. Hann
hefur smíðað mikið af
táknuni fyrir félög og
stórfyrirtæki og má þar
nefna Osta- og smjör-
söluna, en fyrir þá var
smíðað úr silfri osta-
sneið og skeri. Þegar
blaðamaður kom á gull-
smíðaverkstæðið var
verið að smíða Heimaey
úr silfri, sem fest verður
á slípað blágrýti.
Sigmar hefur veri
þátttakandi í mörgum
sýningum: Sýning FÍG
Listmunahúsinu 1982,
Kjarvalsstöðum „Pásk-
ar“ 1983, sýning FÍG
Kjarvalsstöðum 1987 og
í Gerðarsafni í Kópa-
vogi á síðastliðnu ári.
það líklega verið kær-
komin tilbreyting frá
listmálarastörfunum.
Stefán frá Möðrudal
þarf vart að kynna fyrir
Islendingum en hann
var nánast þjóðsagna-
persóna. Stefán var af-
kastamikill málari og
fékk gott orð hjá list-
fræðingum. í verkum
sínum fór hann ekki
troðnar slóðir og hafði
óskaplegt dálæti á fjall-
inu Herðubreið.
Gullsmiðir sem lærðu
hjá Sigmari eru þessir:
Ingimar Örn Davíðs-
son, Stefán Bogi Stef-
ánsson, Berlaug Selma
Sigmarsdóttir, Pálmi
Dagur Jónsson, Sigurð-
ur H. Þórólfsson og
Halla Boga.
Hrafn A. Harðarson, for-
stöðumaður Bókasafns Kópa-
vogs, og Sigmar, með Ljóð-
stafinn, sem sá síðarnefndi
smíðaði skreytinguna á, en
stafurinn var í eigu Jóns úr
Vör, og stendur á honum ritað
með rúnum: “Ljóðstafur Jóns
úr Vör”.
Listaverkið Blár logi, smíðað í
maí 2003.
Jóhannes guðspjallamað-
ur. Silfurmynd.
Ljóðstafurinn varð-
veittur í Bókasafninu
Ljóðstafur Jóns úr Vör nefnist
ljóðasamkeppni sem Lista- og
menningarráð Kópavogs stóð
nýverid fvrir i annað sinn en
hugmyndin af keppninni í.vdd-
ist hjá félögum úr Ritlistarhópi
Kópavogs.
Yfir 300 Ikxl bárust i kcppniiu
F.ttir verlaunaafhendinguna
vaknaði sú sptinting livað ætti að
gcra við stafinn, sem er mikil ger-
semi, þegar slik staða kemur upp.
Hrafn A. Harðarson, forstöðu-
maður Bókasafns Kópavogs, hef-
ur tekið ákvörðun um að stafúr-
inn verði gcymdur í bókasafninu
8 Heima er bezt