Heima er bezt - 01.03.2006, Page 8
Sumarbústaður sem fluttur var frá Lögbergi
í Kópavog. Pétur Pétursson, Ragnheiður
Asta, Guðrún Eiríksdóttir og Hanna Elsa
Jónsdóttir, vinkona Ragnheiðar Astu, fyrir
framan bústaðinn.
við húsin. Svo vorum við saman í boltaleik og
alls konar útileikjum og róluvöllurinn okkar
var Paradís.
Eg man vel eftir fyrsta deginum í skólanum.
Pabbi leiddi mig upp í skóla til að taka próf í
lestrarkunnáttu. Það var Valgerður Briem sem
prófaði mig. Eg var alveg læs og rann í gegnum
blaðið. Þá var talið að ég hefði kunnað þetta
utanað og ég fékk annað blað til að lesa og flaug
í gegnum það líka. Eg man þetta afskaplega vel,
einnig man ég vel eftir fötunum sem ég var í.
Foreldrar mínir höfðu verið í Sviss um sumarið
og keyptu handa mér gráa jerseydragt.
Mér stóð mikill stuggur af skólahúsinu,
fannst ég vera að ganga í björg þegar við Ragnheiður Ásta íþjóðbúningi á 17.júní 1944.
pabbi fórum þar inn fyrsta sinni. Þetta er
þó ein stórkostlega skólabygging á landinu.Við höfðum
sama kennara öll árin í Austurbæjarskólanum nema fyrsta
mánuðinn. Hann hét Jakob Sveinsson og var svo góður að
ég kallaði oft mamma, þegar ég ætlaði að segja kennari.
Þá byrjuðu bömin í skóla 7 ára og 7, 8 og 9 ára börn
byrjuðu í byrjun september en eldri bekkimir 1. október.
Eg er svo heppin að á heimilinu var mikil ást á dýrum og við
áttum alltaf hund. Pabbi var alltaf að kenna mér að þekkja
fugla og greina hljóðin í þeim. Þegar við fómm út fyrir bæinn
kenndi hann mér að þekkja grös og blóm. Ég er þakklát fyrir
það hvað ég ólst upp á góðu heimili, þar sem ríkti gleði og
ástúð. A heimilinu varGuðrún Eiríksdóttir, náfrænka Svavars
Guðnasonar listmálara og Þórbergs Þórðarsonar. Hún kom
ung á heimili langafa míns og langömmu, var ekkert skyld
mér en hún var þó aðal amma mín, hinar ömmur mínar voru
annars staðar. Hún annaðist íjórar kynslóðir bama, ömmu
mína og systkini hennar, mömmu, mig, og drengina mína.
Hún kenndi þeim báðum að lesa með bandprjónsaðferðinni,
eins og mér. Gunna amma var 63 ára þegar ég fæddist. Það
var Elísabet amma líka, þær vom báðar peysufatakonur. Anna
amma var yngri en þær. Þetta voru skemmtilegir skörungar.
Mamma átti 5 systkini á lífi og pabbi 9, og það voru miklir
systkinakærleikar með foreldrum mínum og systkinum
þeirra. Ömmubræður mínir og afasystkini vom líka mikils
virði í lífi okkar.
Þegar ég var fermd var ekki búið að reisa Háteigskirkju en
söfnuðurinn hafði aðgang að hátíðarsal í Sjómannaskólanum
og þar vom haldnar messur. Þangað gengum við til prests.
Séra Jón Þorvarðsson fermdi okkur í Dómkirkjunni 1. maí
1955 . Ég man eftir því að það var búið að vera mikið verkfall
og það var kvíði í fólki um að hugsanlega yrði hasar 1.
maí. Verkfallið leystist
sem betur fer áður og
allt fór eðlilega fram.
Við voru 60 börn, sem
fermdumst saman.
Þegar Austurbæjar-
skólanum lauk fór ég
í Lindargötuskólann,
okkar hverfi var
skólaskylt þar. Guðrún
Hallgrímsdóttir, sem var
skólasystir mín frá byrjun
til menntaskólaloka,
fermdist með mér. Hún
var skírð rétt áður en við
fermdumst, og ég man
hvað ég dáðist að henni
á dansæfingu, þegar hún
sagði: „Strákar, ætlið þið
ekki að dansa við mig, ég
er í skímarkjólnum'*.
Bekkurinn minn úr
bamaskóla skiptist en við
höfðum verið saman frá
Pétur Pétursson og Birna Jónsdóttir, foreldrar
Ragnheiðar Astu.
104 Heima er bezt