Heima er bezt - 01.03.2006, Side 10
Jónas þriggja ára, Jón Múli fimm ára.
Ragnheiður Asta í Útvarpinu.
úr málmi. En borgaryfírvöld lögðu mikið upp úr því að
rífa hana. Þama vann ég eitt sumar, þegar ég var stelpa.
I garðinum fékk hann stundum lúðrasveitir til að
spila á góðviðrisdögum og þar hafði pabbi garðstóla
og lítil borð, sem Sveinn Kjarval teiknaði fyrir hann.
Svo rak pabbi á Laugavegi 28, söluturn, sem löngu er
horfinn. Svo kom faðir minn aftur til Utvarpsins. Þá
var ég að vinna þar og setti hann inn í starfið. Þegar ég
byrjaði að vinna í útvarpinu, var ég tvítug og þá þekkti ég
Solla með Fífu.
margt af fólkinu góða, sem starfaði þar. Það hafði verið
vinnufélagar pabba þegar hann var þar í fyrra skiptið. Þá
var Utvarpið á Skúlagötu, ég kunni afar vel við mig þar.
Þegar Útvarpið átti stórafmæli í fyrra fannst mér þetta ekki vera
afmæli Útvarpsins, miklu fremur afmæli Sjónvarpsins. Þetta
var í rauninni afmæli Rásar eitt, enda er hún stundum köliuð
Gamla gufan. Mér fannst eins og það vildi gleymast að geta
um öll þau miklu menningarafrek, sem þar vom unnin, t.d.
Útvarpshljómsveitina, Útvarpskórinn og tungumálakennsluna.
Helgi Hjörvar, Jónas Þorbergsson, Vilhjálmur Þ., Andrés
Björnsson, Árni Kristjánsson, faðir minn, Jón Múli, Baldur
Pálmason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Jón Magnússon og margir
fleiri höfðu unnið þar merkileg störf. Raddir þessara manna
heyrðust lengi. Jón Múli og pabbi sáu um marga þætti í
Útvarpinu. Til margra ára sá Jón Múli um morgunútvarpið
og ekki má gleyma djassþáttum hans. Hann lagði mikla vinnu
í morgunútvarpið og fór á hverjum morgni í bæinn, keyrði
um helstu göturnar til að fylgjast með öllu sem þar gerðist.
Líklega er mörgum í fersku minni þegar hann vor hvert,
sagði frá því að krían væri komin í Hólmann í Tjörninni.
í nokkur ár sá ég um þætti 17. júní, fyrsta vetrardag og á
þrettándanum. Einnig um tíma um morgunútvarpið á móti
Kristni Sigmundssyni. Allt þetta var skemmtilegt. Þegar
ég fór í morgunútvarpið saknaði ég vaktanna, sem fylgja
þularstarfmu. Það voru tvískiptar vaktir, við sem gengum
vaktir byrjuðum klukkan 12 og vorum til klukkan 18 eða frá
18 til dagskrárloka. Eg var á 16 tíma vöktum þriðju hverja
helgi, bauð góðan dag og góða nótt. Morgunþulir unnu ekki
á sunnudögum. Fyrst þegar ég byrjaði í Útvarpinu vorum við
þrjú á vöktunum, Ragnar Tómas Ámason, Jóhannes Arason
og svo ég. Við Jóhannes erum alltaf nánir vinir.
106 Heima er bezt