Heima er bezt - 01.03.2006, Side 12
Ragnheiður Asta ogJón Múli. Aftari röð: Sólveig Anna, Oddrún Vala, Ragnheiður Gyða,
Hólmfríður og sonur hennar Jón Múli Franklínsson.
Jón Múli
„Ég hef alltaf þekkt hann Jón minn Múla. Það var 20 ára
aldursmunur á okkur. Þegar pabbi vann í útvarpinu í fyrra
skiptið, vann Jón þar líka. Þegar Jónas, bróðir Jóns, og Guðrún
móðursystir mín, giftust, þá kynntist ég þessu fólki. Jón og
Þórunn fyrsta kona hans, voru oft gestir heima hjá foreldrum
mínum. Ég kom stundum heim til móður hans þegar ég var
barn. Þau áttu þá heima í Þingholtunum. Brenna, sem móðir
Jóns var kennd við, var hlaðið steinhús, þar sem bakaríið
er núna. Það er langt síðan Brenna var rifín, Jón, systkini
hans og Atli, sonur Helga í Brennu, seldu lóðina eftir að
Ragnheiður og Helgi, bróðir hennar í Brennu, létust.“
Hvaðan er Jón Múli ættaður ?
„Móðir Jóns var Reykvíkingur, Ragnheiður Jónasdóttir,
Ranka í Brennu, en faðir hans var Þingeyingur. Afí hans var Jón í
Múla í Aðaldal, faðir hans Árni frá Múla og Jón sjálfur Jón Múli.
Jónas Guðbrandsson var faðir Ragnheiðar en hann hét Jónas
vegna þess að Jónas Hallgrímsson vitjaði nafns hjá móður hans.
Við Jón Múli vorum vinir og höfðum líkar pólitískar skoðanir,
og ástin spyr ekki um aldur. Þegar við Gunnar Eyþórsson
skildum fórum við Jón að búa saman. Börnin okkar voru orðin
vinir. Við giftum okkur árið 1974. Jón var afskaplega ljúfur
maður og fallegur. Bræðumir Jón og Jónas vora miklir vinir
en um margt ólíkir. En þeir voru báðir góðir menn, greindir
og afar skemmtilegir. Jón sagði mér oft frá Jónasi afa sínum
og Guðríði ömmu sinni í Brennu og líka frá frændfólkinu á
Grænavatni í Mývatnssveit og á Seyðisfirði.“
Ragnheiður Ásta og Jón Múli bjuggu saman í næstum 29
ár, lengst í Keldulandi. Þarna er sérstaklega gott nágrenni,
allt fólkið á stigaganginum eru vinir.
„Þetta góða samkomuleg gerir svo mikið fyrir alla,”
segir Ragnheiður Ásta.
„Jón lagði mikið upp úr
því að lýsa upp grenitréð
úti í garðinum fyrir jólin
og sá um það meðan
hann gat. Þegar tréð tók
að stækka varð hann
að príla upp á borð og
naut aðstoðar annarra
íbúa hússins. Jóhanna,
Erla og Dódó nágrannar
okkar, studdu við borðið.
Konurnar hvöttu Jón og
úr varð oft mikil kátína á
meðan á þessu stóð. Eftir
að Jón varð veikur var það
dóttursonur Jóhönnu,
sem kom Ijósunum á
tréð. Síðustu jólin sem
Jóhanna og Jón lifðu,
komst hún aðeins út í
dyrnar hjá sér til þess að
sjá tréð í fullum skrúða og
Jón fór stutta stund út á
svalimar. Þaðan horfði hann á grenitréð í hátíðarbúningi
í síðasta sinn. Á vetrarkvöldum stóð Jón oft úti á svölum
og horfði á stjörnurnar. Hann þekkti þær og hafði yndi
af að fylgjast með gangi himintungla. Hann var líka
óþreytandi að sýna mér þær og segja mér frá þeim.
Þjóðvinafélagsalmanakið var honum alltaf sent um leið og það
kom út, sú bók var mikið lesin og er enn ómissandi á heimilinu.
Jón lést 1. apríl 2002, daginn eftir að hann varð 81 árs. Hann
hafði lengi verið heilsuveill. Það gerðist margt í lífí Jóns
Múla í kringum 1. apríl. Hann byrjaði til dæmis að vinna í
útvarpinu þann dag.”
Ég spyr Ragnheiði Ástu að því hvort hún sé dulræn, svarar
hún því neitandi, hún hugsi ekkert um þá hluti. En hún segist
vita af þeim sem eru farnir og eru henni nákomnir. Þeir lifl
í huga sínum.
„í ætt minni er afskaplega mikið sögufólk. Gunna amma
mín kunni mikið af sögum, þulum og kvæðum og hún söng
fyrir mig og kvað. Hún sagði mér mikið frá fortíðinni.
Mamma var mikil sögumanneskja, leikari og eftirherma.
Hún var líka vel hagmælt eins og pabbi og mamma hans.
Hún var mikill húmoristi, létt og kát en þó alvörumanneskja.
Móðir mín skrifaði mikið, hún sagði mér frá því að einn
kennarinn í Verslunarskólanum sagði við hana: „Þér verðið
að verða rithöfundur fröken“.
Allir sem eiga góða og fróða foreldra búa að því alla ævi. Ég
ólst upp við afskaplega gott heimilislíf á menningarheimili. Við
bjuggum í lítilli þriggja herbergja íbúð í Holtunum. Á þessum
tíma voru mikil húsnæðis vandræði í Reykjavík. Amma mín og
móðursystir mín með lítinn dreng, bjuggu hjá okkur um tíma.
Það var mjög gestkvæmt á heimilinu og oft næturgestir. Rúm
foreldra minna var sett upp á daginn svo að gólfplássið yrði
meira. Faðir minn teiknaði rúmið og skápinn, sem það féll inn í.
108 Heimaerbezt