Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 19

Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 19
ritfangaverslunum. Hinir breiðustu eru notaðir sem merkipennar en mjórri fíltpennar eru vinsælir sem venjuleg skriffæri. Blek Vitað er að Kínverjar voru komnir með svart túss um 1200 f. Kr. I því var sót, fengið við brennslu á furuviði, leyst í olíu sem blönduð var gelatíni úr asnahúð, og í þetta bætt ilmefni, moskus, til að eyða fýlunni. Samkvæmt sumum heimildum má rekja tússblekið til ársins 2697 f. Kr., þegar maður, sem hét Tien-Lcheu, á að hafa fundið það upp. Til forna fékkst blek með ýmsum litarefnum úr berjum, plöntum eða dýrum, og hver litur hafði ákveðið tilfínningagildi. Eins og tilfínningamar dofnuðu sumir þessir litir með tímanum. Varanlegt blek kom svo fram um 400 e. Kr., vatnslausn afjárnsöltum, sútunarefni eða tanníni (sem fékkst úr eikargalleplum, sjúklegum hnúðunr á eikartrjám) og gúmkvoðu. Þessi uppskrift var notuð, að mestu óbreytt, í margar aldir. Þetta gamla blek var litlaust, en varð blásvart þegar það þornaði á pappír eða bókfelli. Það breyttist svo með aldrinum og varð brúnt, eins og sést á mörgurn gömlum handritum. Um nriðja nítjándu öld verða miklar breytingar í litarefnaiðnaði með tilkomu anilínlitarefna í ýmsum litum. Anilínblek tærirpenna og ritfleti mun minna en eldri gerðimar. Enn í dag eru anilínlitir í nær öllu bleki sem notað er til skrifta. Auk þess eru í blekinu viðbótarefni, svo sem etílenglýkól, sem eykur seiglu þess, og fenólefni, sem vinna gegn bakteríugróðri. Skærblátt blek (Royal Blue, Königsblau), næst úr flíkum í þvotti, en blásvart eða svart blek er vatnshelt og er til dæmis notað sem skjalablek. Raunar er hægt að fá blek í nær öllum regnbogans litum. Blek til notkunar í prentiðnaði er talsvert annars eðlis, meðal annars seigara, og kúlupennablek minnir nokkuð á það. Heimildir að þessum pistli eru einkum sóttar á netið, en lesendum Heima er bezt skal bent á fróðlega grein um papyrus og pappír eftir Jón R. Hjálmarsson í 2. tölublaði þessa árs, bls. 87-88. MYNDBROT Átt þú í fórum þínurn skemmtilega mynd, t.d. af atburði, staö, húsum, dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka? Mjólkurflutn ingar. Við hlóðirnar. HEB 1952. Þannig var það Heyskapur. Mjaltir. Steðji og klappa. notað til að klappa gömlu Ijctina. Heima er bezt 11 5

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.