Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 40
j Hjálmarsson: TrentCístín og (gutenBerg ✓"TB fyrri öldum voru aðeins til skrifaðar “ /1 bækur og er þá átt við að þær voru I | handskrifaðar. Af þeim sökum ^íroru bækur fágætari og einnig miklu dýrari en síðar varð. Prentlistin kom ekki til sögunnar í Evrópu fyrr en undir lok miðalda. Það gerðist þegar Jóhann Gutenberg fann upp að prenta með lausum stöfum sem raða mátti upp á nýtt fyrir hverja nýja blaðsíðu. Rætur prentlistarinnar ná þó miklu lengra aftur í tímann, því að það voru Kínverjar sem fundu upp að prenta bækur með táknum eða orðum, á síðustu öld fyrir Krist. Tækjabúnaður þeirra við þessa iðju var þó harla frumstæður. Þeir hjuggu stafatáknin í steintöflur og smurðu síðan yfírborð þeirra með svörtum áburði og þrýstu að Jóhann lokum ofan á hvítan pappír. Þannig prentuðu þeir texta á eina síðu í einu og hjuggu síðan orð eða tákn á hverja nýja síðu fyrir sig, þar til bókin var fullprentuð. Um svipað leyti höfðu Kínverjar fundið upp að búa til pappír, en hann var forsenda þess að prentlistin næði verulegri útbreiðslu. Þessi gamla kínverska aðferð til að prenta bækur með því að höggva í stein orð á heiiar blaðsíður í einu barst víða um Austurlönd og var einkum notuð til að framleiða ýmislegt smáprent eins og almanök, bænakver og þess háttar. En slíkar bækur þóttu ekki merkilegar og miklu lakari en handskrifaðar bækur. Það má því segja að prentlistin væri kínversk uppfmning sem þróaðist ýmislega í aldanna rás. Meðal annars byrjuðu Kínverjar á 11. öld að nota lausa stafi sem þeir röðuðu upp fyrir hverja síðu og upp úr því tók prenttækninni að fleygja fram í löndum Austur-Asíu. Þessir lausu stafír voru í fyrstu gerðir úr brenndunt leir, en síðar var farið að steypa þá úr eir eða blýi. En ekki virðist þessi tækni hafa náð til Evrópu, heldur sýnist hún hafa verið fundin upp þar án tengsla við ijarlæg Austurlönd, enda sambandið þangað austur lítið sem ekkert á þeirri tíð. Talið er að prentlistin hafí komið fram í Þýskalandi laust fyrir miðja 15. öld eða um 1440. Menn deildu lengi um það hver hefði i rauninni fyrstur fundió upp að prenta með lausum stöfum, en brátt varð almennt talið aó það hefði verið Jóhann Gutenberg frá Mainz í Þýskalandi, þótt ýmsir aðrir væru á sama tíma að glíma við þetta viðfangsefni. Honum heppnaðist að steypa vel gerða bókstafi sem hann skar út í endann á málmstöngum og notaði þá síðan til að búa til steypumót. Náði hann brátt svo mikilli leikni í þessu að allt prentverk frá hans hendi sýnir vönduð og hárnákvæm vinnubrögð sem og mikið listfengi. Um Jóhann Gutenberg, þennan bráðhaga hugvitsmann, er fremur fátt kunnugt með fullri vissu. Hann var í heiminn borinn árið 1397 í Mainz í Þýskalandi. Faðir hans starfaði Gutenberg. sem gullsmiður og var fjölskyldan vel virt og í allgóðum efnum. Forfeður hans höfðu verið gullsmiðir í marga ættliði og fengist einnig við innsiglagerð og myntsláttu. Sem ungur maður lærði Jóhann gullsmíði og þótti snemma snjall og duglegur í þeirri grein. En vegna deilna milli handverksmanna og ráðandi aðalsmanna í Mainz, neyddist Jóhann sem og ýmsir ættingjar hans og félagar til að flytjast brott. Atti hann síðan heima í Strassborg í meira en áratug. Þar starfaði hann áfram við iðn sína jafnframt því sem hann hélt áfram tilraunum sínum við að prenta með lausum stöfum. í Strassborg barst það út við hvað hann væri að fást og tóku þá fleiri að glíma við það sama. En í Strassborg náði hann það langt að talið er að þar hafí hann prentað ýmislegt, en engin bók eða annað prent frá hans hendi hefur þó varðveist frá þeim ámm. Heim til Mainz sneri hann síðan aftur árið 1444 og lauk þar við að prenta fyrstu bókina sem fullvíst er að sé hans verk. Er það spádómabók og eitthvert rifrildi af henni mun enn vera til. Þegar hér var komið sögu hafði Jóhann náð svo góðum tökum á prenttækninni að hann vildi setja á stofn stóra og fullkomna prentsmiðju. En til þess þurfti hann fjármagn og gekk því í félag við auðugan kaupmann, Jóhannes Fust að nafni, og saman hófu þeir prentun og útgáfu bóka. Komu allmörg og sérlega vel gerð verk frá þeirra hendi, en af því 136 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.