Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 41
öllubarþó 42 línu biblíanfrá 1455. Hefurhún löngumverið
kennd við Gutenberg og þykir eitt fegursta bókverk sem
nokkru sinni hefur Iitið dagsins ljós. Af þessari fögru bók
munu enn vera til 40-50 eintök og þar af tólf bækur prentaðar
á pergament. Fátítt er að bók þessi sé boðin til kaups, en beri
það við, þá er verðið óheyrilega hátt, enda má segja að slíkt
listaverk sé nánast ómetanlegt til fjár.
Samstarf Gutenbergs og peningafurstans í Mainz gekk
illa og slitnaði að lokum upp úr því vegna ágreinings um
íjármál. Höfðaði kaupmaðurinn þá mál á hendur Gutenberg
sem prentarinn tapaði og neyddist til að láta af hendi sinn
hlut í prentverkinu. Jóhannes Fust hélt starfseminni áfram
og fékk þá til liðs við sig einn af lærlingum Gutenbergs,
Peter Schöffer að nafni. Gekk piltur þessi brátt að eiga dóttur
kaupmannsins og fékk prentsmiðjuna með henni. Reyndist
hann bæði verklaginn og hugkvæmur og meðal annars fann
hann upp nýja tegund af prentsvertu sem bæði entist betur og
hafði fallegri áferð en eldri efni. Þóttu bækur frá hendi Peters
Schöffers bæði fagrar og hinar vönduðustu að allri gerð. En
Gutenberg missti ekki móðinn þótt hann tapaði prentsmiðju
sinni. Ymsir vinir hans og stuðningsmenn öfluðu íjár svo að
gæti stofnað nýja prentsmiðju og haldið áfram við bókagerð.
Vann hann við þessa starfsemi um skeið, en hætti síðan þegar
hann fékk embætti við hirð erkibiskupsins í Mainz, sem
hann gegndi til æviloka. Þessi listfengi uppfinningamaður
andaðist árið 1468, rúmlega sjötugur að aldri.
Þótt svo færi að Gutenberg hlyti ekki auð og frægð fyrir
uppfinningu sína, þá lifðu verk hans áfram og upp úr þessu fór
prentlistin sigurför um heiminn. Um það leyti sem hann féll frá
voru komnar prentsmiðjur í mörgum borgum Þýskalands sem
og allvíða í Frakklandi og á Ítalíu. Um aldamótin 1500 hafði
prentlistin fest rætur í nær öllum löndum Evrópu. Prentaðar
bækur voru í fyrstu afar dýrar, ef
miðað er við það sem gerist nú á
dögum. En þrátt fyrir það voru
þær samt ódýrari en handskrifaðar
bækur, svo að ekki var saman að
jafna. Með tilkomu prentlistarinnar
barst líka miklu meira af rituðu
máli til margfalt stærri lesendahóps
en áður hefði verið hugsanlegt. í
fyrstu nutu prentaðar bækur ekki
mikils álits og þóttu ekki standast
samanburð við vel gerð handrit.
En þetta stóð til bóta og brátt fóru
prentaðar bækur með fullan sigur
af hólmi.
Frá elstu tímum ritlistar hér á landi
voru hér jafnan margir athafnasamir rithöfundar og miklir
snillingar í að skrifa handrit á bókfell, svo sem dæmin sanna.
Einnig barst prentlistin snemma hingað eftir að hún kom
til sögunnar. Það gerðist þegar Jón biskup Arason á Hólum
keypti prentvélar í Hamborg og flutti til landsins um 1530.
Prentsmiðju sína setti hann niður á Breiðabólstað í Vesturhópi
og fékk til hennar sænskan prentara, Jón Matthíasson að
nafni. Fátt er kunnugt um það sem Jón Arason lét prenta, en
v—i
I
Biblía Gutenbergs frá 1455.
Prentunin.
þar á meðal var bænakver á latínu, Brevarium Holensis, sem
slitur af hefur varðveist til þessa dags. En fyrsta stóra verkið
sem prentað var á fslensku var Nýja testamentið í þýðingu
Odds Gottskálkssonar, en það var
prentað í Hróarskeldu árið 1540.
En skömmu eftir að prentvélar Jóns
biskups komu til landsins hófst
ófriður í sambandi við siðaskiptin,
svo að minna varð úr bókagerð hans
en skyldi. Það var svo ekki fyrr en
nokkru eftir að þessi dugmikli
biskup hafði verið hálshöggvinn
í Skálholti að boði konungs árið
1550, sem þráðurinn var tekinn upp
að nýju. Það gerði siðbótarhetjan
Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup.
Hann keypti prentsmiðju Jóns og
lét flytja hana heim á staðinn. Þar hóf
hann síðan umfangsmikla prentun
og útgáfu bóka. Mesta afrek hans á þeim vettvangi var
Guðbrandsbiblían svonefnda, sem út kom árið 1584. Var
hún fagurlega gerð, í góðu bandi og vel til hennar vandað í
hvívetna, enda kostaði hún þrjú kýrverð. Biblía Guðbrands
er alltaf talin fyrsta meiriháttar bókin sem prentuð var hér
á landi og með útgáfu hennar hafði prentlistin, uppfinning
Jóhanns Gutenbergs, öðlast fastan og varanlegan sess hjá
bókaþjóðinni hér á landi.
■ |
Heimaerbezt 137