Heima er bezt - 01.03.2006, Page 44
fararstjórinn og leggur arminn yfír herðar drengsins, svo
tekur hann farangurinn í hina höndina og Sigrún fylgir þeim
ferðalöngunum út á hlaðið þangað sem reiðskjótarnir bíða.
Nafnamir kveðja móður og eiginkonu, hlýtt og innilega. Svo
stíga þeir á bak og halda á brott. Sigrún stendur kyrr og horfir
á eftir þeim skeiða út veginn, heit gleði fyllir hjarta hennar.
Hún er svo ósegjanlega rik að eiga þá báða...
* * *
Veturinn rennur sitt skeið í tíma og rúmi. Skólanámið á
Fossi er skemmtilegt og sækist með ágætum og glaðir leikir
æskunnar örva fjör og þrótt. Oli í Nesi hefur beðið Sverri vin
sinn að fá leyfi til þess að mega gista yfír eina helgi í Nesi.
Oli hefur nýlega eignast skauta, að vísu nokkuð notaða,
en ágæta samt. Tjöm ein stór, skammt frá Nesi, er búin
að vera lengi vetrar ísilögð og því öruggt skautasvell. En
Ola finnst ekkert sérlega spennandi að renna sér þar einn á
skautum, með Sverri yrði það hreinasta ævintýri. Óli veit að
Sverrir á nýlega skauta en hefur sjaldan notað þá. Honum
er líkt farið og Óla sjálfum, hann vantar félaga með sér á
skautasvellin hjá Hamraendum. Leyfið fyrir helgargistingu
í Nesi var auðfengið og Sverrir litli er nú mættur þangað.
Tunglsskinsbjartur vetrarhimin skartar sínu fegursta yfir
snævi þakinni jörð.
Óli og Sverrir tygja sig að heiman frá Nesi, með skautana
í farteskinu. Sigrún litla fylgist náið með þeim félögunum
fyrst í stað, en byrjar svo að tína fram sinn eigin útifatnað.
- Þú ferð ekki að elta okkur Sverri, Sigrún, segir Óli
valdsmannslega. - Þú hefur heldur enga skauta. Vertu heima
eins og hinir bræður þínir, þá langar ekkert til þess að elta
okkur Sverri.
- En ég ætla að horfa á ykkur bruna á skautunum eftir tjöminni
og þú getur ekki bannað mér það, svarar hún einbeitt.
- Jæja, litla frekja, þú mátt híma í kuldanum niður við tjöm,
fyrir mér, hreytir Óli út úr sér.
Sverrir hefur bmgðið sér fram úr baðstofunni og þessi
orðaskipti systkinanna fara því með öllu framhjá honum.
* * *
Rennislétt svellið glitrar í tunglsljósinu. Drengirnir hafa
rennt sér um stund á fleygiferð fram og aftur um tjömina og
notið þess ríkulega, en nú hægir Sverrir ferðina í skyndi og
skyggnist yfir á tjamarbakkann. Skyldi Sigrúnu litlu ekki
vera orði kalt, að húka þama hreyfmgarlaus á bakkanum,
hugsar hann og rennir sér til hennar. Jú, Sigrúnu litlu er orði
kalt og hún er farin að hyggja á heimferð. En Sverrir nemur
nú staðar hjá henni og spyr bróðurlega:
- Langar þig ekki til að prófa skautana mína, Sigrún?
- Jú, svarar hún lágt, - en ég kann ekki að renna mér á
skautum.
- Eg skal kenna þér það, þetta er enginn vandi, segir hann
hress í bragði og losar af sér skautana. Svo krýpur hann niður
og festir þá vandlega á fætur hennar.
- Ósköp ertu góður við mig, Sverrir, segir Sigrún litla með
aðdáun í rómi.
- Eg ætla alltaf að vera það, líka þegar ég er orðinn stór.
- En ég verð einhvern tíma stór líka.
- Já, og það verður mest gaman! Einu sinni voru þau mamma
mín og nafni minn krakkar eins og við og þau vom alltaf
ósköp góð hvort við annað. Nú em þau fyrir löngu orðin stór
en samt eru þau alltaf jafn góð hvort við annað.
- Þau eru líka hjón, mamma segir ungu hjónin á Hamraendum,
svarar Sigrún litla skilmerkilega.
- En eigum við þá ekki bara að verða hjón eins og þau,
þegar við erum orðin stór, spyr Sverrir með barnslegri alvöm
í svip.
- Jú, jú, ég vil það, því að þú ert svo góður og fallegur, er
svar telpunnar.
- En við skulum ekki segja neinum frá þessu, ekki einu
sinni Óla, besta vini mínum og bróður þínum, Sigrún.
- Nei, engum, svarar hún og leyndin er staðfest af þeim
báðum.
Sverrir tekur í hönd Sigrúnar litlu og hjálpar henni að rísa
á fætur og síðan hefst kennslan í skautalistinni. Sigrún er
undurfljót að ná valdi yfir skautunum og lærir jafn greiðlega
að beita þeim á réttan hátt. Og innan stundar bmnar hún af
stað sigurglöð í áttina til Óla bróður síns.
Sverrir sest á tjarnarbakkann og augu hans fylgja
„skautadísinni“ út á flughálan ísinn. Sigrún litla er bæði góð
og falleg, hugsar hann og hann ætlar að lána henni skautana
sína þegar hann fer aftur út að Fossi í skólann eftir þetta
helgarleyfi hérna í Nesi. En hann ætlar líka að biðja hana að
lána yngri bræðrunum þá með sér til skiptis, sem enga skauta
eiga, honum fmnst ljótt að hafa suma útundan.
Síðkvöldið færist yfir. Bömin þrjú halda heim til bæjar,
heit og rjóð í vöngum eftir ljúfan leik og minningin um þessa
kvöldstund mun fylgja þeim inn í framtíðina.
* * *
Veturinn er á enda mnninn. Skólastarfínu á Fossi er lokið
að þessu sinni. Bömin hverfa til síns heima og vorið bíður
með fangið fullt af heillandi verkefnum fyrir ungar, tápmiklar
hendur. Sverrir Þórarinsson er duglegur og framsækinn drengur,
og á Hamraendum er líka nóg fyrir hann að starfa. Hann
hefur mikið yndi af hestum og sýnir undraverða hæfni í því
að ná fram bestu kostum þeirra, svo ungur að árum. Nafni
hans kann vel að meta slíka hæfileika og veitir honum óspart
þá ánægju að þeysa á ijömgum góðhestum í fylgd með sér
um byggðir jafnt og óbyggðir, hvenær sem tími og ástæður
leyfa. Og lífið leikur við sveininn unga.
* * *
140 Heima er bezt