Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 4
ín Baldvinsson Sólblettir Agætu lesendur. Það er stundum sérkennilegt til þess að hugsa, að nú, þegar vetur ræður ríkjum (eða „ríður rækjum“, eins og einum ágætum útvarpsmanni varð á að mismæla sig eitt sinn), hér í okkar heimshluta, þá skuli vera glampandi sól og sumar hjá andfætlingum vorum, á hinum helmingi jarðarkúlunnar. Og þegar jólin ganga þar í garð þá er hásumarstíð hjá þeim, t.d. í Ástralíu, steikjandi hiti og tilheyrandi. Það er því ekki ólíklegt að hluti af jólahaldi slíkra staða sé að skreppa á ströndina og fá sér sjóbað og skoppa léttklæddur um allar koppagrundir, eins og stundum er sagt. Og við Islendingar eigum okkar fulltrúa á þessum suðlægu slóðum, og t.d. mun vera þó nokkuð af Islendingum búsettum í Ástralíu. Það hlýtur að vera nokkuð undarleg breyting í fyrstu fyrir kulda- og snjóvana Islendinga að halda jólin við þess háttar aðstæður. Rétt get ég ímyndað mér að það þyki heldur „ójólaleg" jól, sé borið saman við það sem við eigum að venjast hér á hinum norðlægari slóðum, a.m.k. fram til þessa. En svona háttar þessu nú til á jarðarkúlunni okkar, hún hefur þennan sið að halla sér reglulega sitt á hvað, og búa til árstíðimar fyrir okkur, og skipta þeim nokkuð jafnt á milli íbúa sinna, er búsetu hafa á hvoru hveli fyrir sig. Og áreiðanlega er þetta ekki lítill þáttur í lífsmöguleikum þeim sem jörðin býr áhangendum sínum. En það er ýmislegt fleira sem hefur áhrif á veðurfarið á jörðinni, en þessi mismunandi halli hennar og staða í geimnum. Ég hef stundum fjallað hér um áhrif tunglsins á veðurfarið, sem alls ekki eru lítil, og menn hafa tekið eftir í gegnum ár og aldir. Og ekki eru þau minni áhrifín sem sólin hefur, burtséð frá því grundvallaratriði að hún auðvitað er undirstaða þess að hér þrífíst nokkurt líf yfir höfuð. I hugann kemur kunn setning eins ágæts manns, sem reyndar taldi sólina minna gagn gera en tunglið og sagði að hann gæti nú vel skilið að blessað tunglið væri uppi um nætur að veita nauðsynlega birtu á þeim tíma, en hann gæti aldrei skilið sólina, að hún skyldi vera að glenna sig þetta á daginn, þegar næg birta væri. En ekki eru nú allir sammála honum blessuðum, með gagnsleysi sólarinnar, eins og gefur að skilja, og alltaf eru menn að skoða hana og rannsaka og komast að nýjum sannindum um tilurð hennar og áhrif. Eitt sem lengi hefur verið þekkt í virkni sólarinnar eru svokallaðir sólblettir, sem eru öflug segulsviðs svæöi, þar sem m.a. lægra hitastig og minna orkuútstreymi verður á vissum stöðum í sólinni. Koma þeir fram sem dökkir blettir og af því er nafn þeirra dregið. Sagt er að sólblettirnir birtist í 11 ára tímabilum að jafnaði (geti þó verið breytilegt, frá 9-13 ára), og að lágmark yfirstandandi tímabils t.d. hafl verið í janúar s.l. Nýtt sólblettatímabil er talið hafíð þegar magn sólbletta í nýrri hrinu, ef svo má kalla, er orðið meira en þess sem er að fjara út. Aukinn kraftur er því að færast í rafsegulsvið sólarinnar um þessar mundir. Langt er síðan menn fóru að taka eftir þessum blettum á sólinni, og sagt er að kínverskir og indverskir stjörnufræðingar hafi tíðkað það á öldum áður að telja sólblettina og hafi þeir gert það í gegnum linsur gerðar úr bergkristal. Sama gerði Galileo, með linsum sem hann smíðaði sjálfur úr gleri. Síðari tíma talning á virkni sólbletta mun hafa hafist á sólarlotu, sem svo er stundum kölluð, er náði hámarki árið 1761, og hefur sú „só!arlota“ fengið númerið 1. Sú sólblettalota sem er að enda sitt skeið um þessar mundir ku hafa númerið 23 og eru menn því að bíða eftir því að sú númer 24 hefji göngu sína. Þeir sem spá í veðurfar út frá ýmsum stjarnfræðilegum þáttum, t.d. tungli og sól, vilja meina að það þegar sólblettir séu í lágmarki þá leiði það til þurrara tímabils á jörðinni, vegna þess að lægri hiti valdi minni uppgufún, sem, eðli málsins samkvæmt, þýði minni rigningu. En þeir telja hins vegar líka að hámark í tilurð sólbletta kalli sömuleiðis á jarðarþurrk, því að þrátt fyrir meiri uppgufun vegna hærri yfirborðshita jarðar, þá verði hitinn til þess að skýin séu hærra á lofti, og úrkoma tefjist af þeim sökum, eða falli frekar niður yfir höfunum. Sumir telja sig hafa fundið út að áhrifa vegna La Nino straumsins, sem mikið var í fréttum fyrir fáeinum árum, gæti einmitt einna mest í kringum miðju hæsta og Iægsta tímabils sólbletta. E1 Nino er annars hafstraumsfyrirbæri í Kyrrahafinu, sem menn töldu í fyrstu að væri staðbundið, en áttuðu sig svo á því á sjöunda áratugnum, þegar hrun fiskistofna, hungursneyð og þurrkar áttu sér stað þvert yfir heiminn á sama tíma, að alheimsleg áhrif þessa hitastraums væru augljós. Og í dag telja menn að ef frá séu taldar árstíðirnar, þá sé fátt sem stýri veðurfari heimsins meira en E1 Nino fyrirbærið (sjá nánar í Hlaðvarpa Heb, 4. tbl. 2004). Þegar sólarorkan er í hámarki þá eru sólblettir og svokallaðir sólblossar nær dagleg fyrirbæri. Þegar mest gengur á ku norðurljósin, sem eru afleiðingar rafhlaðinna agna frá sólinni, sjást svo sunnarlega sem í Flórída, og gervihnettir verða í nokkurri hættu vegna þessara segulstorma. Slíkt ástand ríkti einmitt á árabilinu 2000-2001. Framhald á bls. 516. 484 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.