Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 7
Smábátahöfnin í Mjóafirði í febrúar 2008.
Mynd: Rannveig Þórhallsdóttir.
lá leiðin niður í Austdal og síðan með sjó fram áleiðis í
kaupstaðinn á Seyðisfirði. Merkt gönguleið er nú um
Brekkugjá að Austdal. Skógaskarð er lítið eitt innar en
Skógar í Mjóafirði og komið niður í kaupstaðinn rétt ofan
við spítalann í Seyðisijarðarkaupstað.
í Mjóafírði er fagurt sumar sem vetur. Á sumrin er fegurðin
eins og best gerist í íslensku sjávarplássi. Náttúran litsterk,
lækimir fossa niður úr háum fjallshlíðum, grasið fallega
grænt og sjórinn sterkblár. Sóleyjarnar glitra gullnar í túninu.
Sjávarilmurinn blandast gróðurangan og kyrrðin er róandi.
Á sumrin er viðbúið að þokan komi siglandi óforvarandis
og leggist yfir Qörðinn, magni upp öll náttúmhljóð og hylji
vegfaranda sýn. Mikið er gott þegar henni léttir og sólin
fer aftur að skína.
Einstaklega gott berjaland er í firðinum á haustin og
kræklingarækt og -sala Mjófirðinga er að skapa þeim sérstöðu,
vonandi á landsvísu.
Mjóaíjarðarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag til 9. júní
2006 en sameinaðist þá Fjarðabyggð, ásamt Austurbyggð
og Fáskrúðsfjarðarhreppi. Fyrir sameiningu var hreppurinn
fámennasta sveitarfélag á íslandi með 42 íbúa, 1. desember
2005.
í Mjóafirði hefur lífsbjörgin löngum verið tengd sjónum.
Landshættir þar eru þó ekki hagstæðir til sjósóknar né landnytja,
ströndin er sæbrött og lítið undirlendi, oft brimsamt hið ytra og
langt á fískimið frá innri hluta byggðarinnar. Á miðri 19. öld
jókst útflutningur á saltfiski, línuveiðar hófust og útgerð árabáta
margfaldaðist. Bændur unnu lengi vel með handverkfærum
að útgræðslu og sléttun túna. Norðmenn stunduðu síldveiðar
1880-1902 en stærsti vinnustaðurinn í Mjóafírði upp úr
aldamótunum var hvalveiðistöðin á Asknesi, sem var meira
að segja stór á heimsmælikvarða. í
dag eru Mjófírðingar að byggja upp
ferðaþjónustu sína yfir sumartímann og
hafa síðustu misseri verið að tengja hana
við sölu á gæðahráefni sem framleitt
er á staðnum og gert tilraunir með lax-
og kræklingaeldi.
Hávetur í Mjóafírði er ægifagur,
sannkallað vetrarríki. Einangrunin er
mikil, varla fært nema sjóleiðina stóran
hluta vetrar. Það er ekki fyrir neina
aukvisa að lifa og hrærast í mjófirskum
vetri. Yfir háveturinn klæðast flestir
kraftgalla og ferðast um á snjósleða.
Há fjöllin geta verið skaðvaldar og
víða hætta á snjóflóðum. Aurskriður
koma frekar á haustin. Maður getur
ekki varist þeirri tilhugsun að þeir sem
velja að dvelja hér allt árið sé fólk sem
hlýtur að vera sátt við sjálft sig og aðra.
Deilur geta varla þrifist í svona mikilli
einangrun og hver og einn verður að
harmónera við næsta mann.
Nú á dögum eru íbúar Mjóaljarðar um
þrjátíu manns, en á blómaskeiði hvalveiðistöðvar Ellefssens
voru þeir yfir fjögur hundruð, auk starfsfólks þar á sumrin,
sem allt var aðkomið. Hér skiptir hver einstaklingurinn máli
og hefur mikil áhrif á samferðamenn sína og sá sem er trúr
sinni heimabyggð er samfélaginu mikilvægur.
Þegar komið er niður Mjóafjarðarheiði er fyrsti bærinn á
vinstri hönd sumarbústaðurinn Friðheimur og aðeins lengra
stendur Fjörður. I landi Hesteyrar eru tveir sumarbúastaðir
og þrír í Brekkuþorpi. I þorpinu standa sumarbústaðir á
Selhellu, Höfðabrekku og við Þinghólsveg. Frá Hesteyri
í Brekkuþorp eru röskir tveir kílómetrar og er Hesteyri
eini bærinn í Mjóafirði, fyrir utan foma bæinn Brekku í
Brekkuþorpi, og Dalatanga f landi Dala, sem búið hefur
verið á síðustu árin.
Hesteyri
Hesteyri er gamalt býli og var í eigu Skriðuklausturs árið
1508. Jörðin hefur nú verið í eigu sömu ættarinnar frá 1873.
Nafn jarðarinnar hefur verið á reiki frá upphafí byggðar og
hefur heitið samkvæmt gömlum skjölum bæði Heyseyri og
Heseyri. Benedikt Sveinsson og Þorsteinn Erlingsson skráðu
þjóðsögu sem útskýrir nafnið Hesteyri. Hún er á þessa leið:
Kolableikseyri er syðramegin Mjóafjarðar, milli Askness og
Reykja, og beint á móti er Hesteyri. Sagan segir að maður
hafi komið ofan úr Fljótsdalshéraði með hestalest til að
sækja skreið í Mjóafjörð. Hann hafði bleikan hest með sér
og viðarkolapoka til klyfja. Þegar maðurinn var kominn að
þar sem nú er nefnt Kolableikseyri stakk bleiki klárinn af,
synti þvert yfir fjörðinn, um þúsund faðma, yfir að Hesteyri,
en bæði ömefnin tengjast klárnum sundvissa.
Heima er bezt 487