Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 13
Jón bóndi á Svertingsstöðum, faðir systkina- hópsins, var Birni ráðhollur og hjálplegur við búskapinn og leysti oft úr málum þegar vandi steðjaði að, enda var hann greiðugur maður, viljugur til verka og léttur á fæti; var og hin kærasta vinátta milli þeirra nágrannabændanna. Björn var maður ókvæntur, en bjó með Guðrúnu hálfsystur sinni, samfeðra, og sá hún um matreiðslu og önnur innanhúsverk. Guðrún eða Gunna í Bæli, eins og hún jafnan var Snorri Jónsson Sögur úr Miðfirði 9RÚTURINN A MELSTAÐ BJÖRN GUÐMUNDSSON BERGMANN bjó nær hálfa tuttugustu öid á jörðinni Svarðbæli skammt vestan við höfuðbólið Melstað í Miðfirði. í daglegu tali var Björn ævinlega kenndur við bæ sinn og nefndur Bjössi í Bæli. Björn þótti traustur maður að gerð og skaplyndi, en lítt hneigður til búverka. Hins vegar hafði hann áhuga á óhlutlægum viðfangsefnum eins og félagsmálum, einkum stjórnmálum, og gat vel orðað hugsanir sínar í rituðu máli. Hann var staðfastur framsóknarmaður og trúði á þingmann sinn, Skúla Guðmundsson, taldi hann bæði réttsýnan og skynsaman og varð oftar en ekki að trú sinni. Hins vegar var Björn ekki að öllu leyti eins og fólk er flest. Hann var tii dæmis mjög málhaltur og gat hvorki sagt Þ né Ð og J aðeins í upphafi orða; L og R gat hann heldur ekki sagt, hið fyrmefnda þó í upphafi orða og sleppti þessum hljóðum að öðru leyti í framburði. Má því nærri geta að mál hans var æði kyndugt þótt sjaldan ylli það misskilningi, að minnsta kost ekki hjá þeim sem honum voru kunnugastir og höfðu vanist samskiptum við hann eins og til dæmis nágrannar hans á Svertingsstöðum, en sá bær er spölkom norðan við bæinn í Svarðbæli. A Svertingsstöðum ólst upp stór hópur systkina, 11 talsins, og komust öll til manns. Samgangur var talsverður milli bæjanna og komu ungmennin oft að Bæli, og nánast alltaf í þeim tilgangi að veita einhvers konar aðstoð við bústörfin, þótt ekki væru orðin há í lofti. Bjöm var með ólíkindum klaufskur við verk og þaðan af síður verkséður; hann var og lítt glöggur á skepnur. Ekki var nú búið stórt í Bæli, aðallega sauðfé, eitthvað um eða yfir hundrað ær eða svo, ýmist tvær eða þrjár kýr og nokkur hross sem vom í heimahögum á sumrin, þar á meðal vagnhestur, kostagripur mikill, sem hét því virðulega nafni Hansen. Heima er bezt 493

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.