Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 17
Ég flýtti mér að fara hinum megin við
hjónarúmið og ýtti á öxlina á pabba:
„Pabbi, pabbi. Vaknaðu. Vaknaðu, það
er kviknað í húsinu."
Pabbi var ekki lengi að vakna og þegar
við komum ffam að svefnherbergisdyrunum
kom mamma til baka eftir að hafa vakið
aðra í húsinu. Stelpumar, þær Sigrúnu
og Ingibjörgu og Jórunni mömmu sína.
Þegar hún sá að við vorurn komnir að
dyrunum sagði hún við mig:
„Hlauptu út með stelpunum, við komum
svo á eftir með litlu strákana.“
Ég hljóp yfir ganginn rétt á eftir
stelpunum sem ég sá í þessu hlaupa út.
Þó leiðin væri ekki löng var einhver geigur
í mér. Undarleg birta var á ganginum og
snark og hiti fyrir ofan mig. Ég þorði þó
ekki að líta upp því ég óttaðist að það
mundi teija mig. Þegar komið var yfir
ganginn tók við opin dyragætt og eitt
þrep niður og þá var komið í bíslagið
og útidyrahurðin til vinstri.
Þegar ég kom út stóðu stelpumar þar
og horfðu inn um opnar útidymar og á
dyragættina innaf bíslaginu. Ég tók mér
stöðu við hlið þeirra og saman stóðum
við þama og biðum eftir því að foreldrar
okkar og bræður kæmu út úr brennandi
húsinu.
Það var ff emur kalt í veðri enda komið
fram í desember, örlítil snjóföl yfir öllu
og jörð ffosin. Þó við systkinin væmm
berfætt og aðeins klædd náttfötum varð
okkur ekki kalt. Að minnsta kosti var ekki
um það rætt. Reyndar var ekki rætt um
neitt. Við stóðum bara þama og biðum
án þess að segja eitt einasta orð.
Ég man að ég stóð syðst og næst
kálgarðinum, Ingibjörg í miðjunni og
Sigrún næst veginum. Við stóðum
dálitið á ská miðað við húsið og störðum
í eldinn.
Eftir nokkra stund tóku eldtungur að
standa út um opna dyragættina sem við
horfðum eins og dáleidd á. Eldurinn
magnaðist smátt og smátt og eldtungumar
breiddust Iljótlega út um alla ofanverða
Systkinin á Bláfelli, talið frá vinstri: Ingibjörg, Sœmundur (fyrir aftan), Vignir,
Sigrún og Björgvin Bjarnabörn.
dyragættina. Drengurinn níu ára gamall
og systur hans tvær sem vom nokkmm
ámm eldri stóðu þarna í umkomuleysi
sínu og horfðu á eldinn magnast og æsast
og fylla að lokum alla dyragættina.
Hugur drengsins var sem lamaður. Þama
voru foreldrar hans og tveir bræður inni
í eldinum og hann gat ekkert gert. Það
væri óðs manns æði að ætla sér að fara
aftur inn í húsið enda datt engu þeirra það
í hug. Þau stóðu bara þarna sem lömuð
og gátu hvorki hreyft legg né lið. Hann
reyndi að gera sér í hugarlund hvernig
lífið mundi verða uppffá þessu. Hann og
systur hans munaðarlaus og mundu hvergi
eiga ömggt skjól. En hugur hans var fastur
og hann gat ekki hugsað um neitt nema
þetta sama ffam og aftur.
„Nú verð ég munaðarlaus, mamma og
pabbi dáin og bræður mínir ekki lengur til.
Þetta er hræðilegt. Ég veit ekki hvað ég á
að gera. Ég get eiginlega ekki gert neitt.
Bara staðið héma og starað í eldinn.“
Aftur og aftur þyrluðust þessar hugsanir
í huga hans. Engin niðurstaða fékkst, bara
þetta sama aftur og aftur. Hann haföi enga
hugmynd um hve lengi hann stóð þama.
Stelpumar stóðu við hliðina á honum og
hugsuðu sennilega eitthvað svipað. Ekkert
þeirra sagði þó eitt einasta orð. Það eina
sem þau gátu gert var að stara í þögulli
skelfmgu í eldinn. Þau vom yfirkomin af
ógn þess sem var að gerast. Gersamlega
lömuð. Ognin lagðist yfir þau og kom í
veg fyrir að þau fyndu til hita ífá eldinum
eða kulda ffá umhverfinu.
Skyndilega kom Vignir blaðskellandi
fyrir homið á húsinu og sagði:
„Hvað er þetta? Ætlið þið ekki að
koma?“
Alögin mnnu af okkur systkinunum
á augabragði og við eltum Vigni sem
sneri strax við og fór aftur bak við hús.
Þar vom foreldrar okkar og Björgvin og
höfðu þau öllsömul komist út úr húsinu
með því að brjóta rúðu í glugganum á
svefnherberginu, því þegar búið var að
finna Vigni sem hafði falið sig undir
rúmi í öllum ósköpunum, var eldurinn
á ganginum orðinn svo magnaður að ekki
var fært þar út úr húsinu.
Við fómm nú öll sjö yfir til Steinu og
Tedda í næsta húsi og vöktum upp. Amma
haföi víst farið til Stefáns hreppstjóra og
vakið upp þar. Hjá Steinu og Tedda var
okkur að sjálfsögðu vel tekið. Pabbi hafði
skorið sig illa á hendirtni við að brjóta
gluggann og mamma hafði ekki haft tíma
til að setja á sig sín sérslípuðu og öflugu
gleraugu og háði það henni mikið fyrstu
dagana eftir bmnann. Að öðm leyti amaði
svosem ekkert að okkur. p'ISfe
Heima er bezt 497