Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 20
sé skilnaður besta lausnin, rétt eins og hjá mannfólkinu. En það er líka sameiginlegt fuglum og mönnum, að þótt sambúðin endist þá er faðemið ekki alltaf á hreinu. Breskur fuglafræðingur, sem rannsakað hefur lífið í fuglabjörgum, þar sem þéttbýli er verulegt og næg tækifæri til skyndikynna, komst að því með DNA-greiningu á bjargbúum að allmörg slík tækifæri em notuð. I um 20.000 ára gömlu málverki í helli við Miðjarðarhafsströnd Frakklands, nærri Marseille, má sjá þrjá geirfugla, þar sem tveir stinga saman neijum og hinn þriðji stendur álengdar. Italskur fomfræðingur heldur því fram að þama megi líta kvenfugl að stofna til framhjáhalds og kokkállinn fylgist gramur með. (Ég sá einhverju sinni mynd af þessu skiliríi og kom þar ekki auga á nein merki um slíka lausung, en það er önnur saga.) En til em fuglar, þar sem framhjáhald er hluti eðlilegs fjölskyldulífs. Blárindlar em smáfuglar í Astralíu, í ætt við músarrindil en litskrúðugri. Þeirhreiðra sig yfírleitt í nánd við staðinn þar sem þeir komu úr eggi, og blárindilshjón em oftast náskyld, systkin, feðgin eða mæðgin. Skyldleikanum fylgir sú hætta að stofninn úrkynjist, en náttúran kemur í veg fyrir það með því að bæði karl- og kvenfúglar maka sig nær ævinlega með framandi fuglum. Um varptímann flakkar blárindilskarl víða og biðlar til frúnna með því að flíka fjaðraskarti sínu og á jafnvel til að koma með blóm í nefínu. Hann kemst yfír allt að tíu kerlur, yfirleitt ótmflaður, enda em húsbændumir á þeim bæjum jafnan á flakki í sömu erindagerðum. Líklegt þykir að blárindilskerla hafí mök við allt að sex karla, en sjaldnast bónda sinn, en hann hjálpar til við mataröflun og uppeldi unganna. „Hjá blárindlunum er hjónabandið því lítið meira en félagslegt hagkvæmniatriði,“ svo vitnað sé í David Attenborough. (Lífshættir fugla, bls. 216.) Þótt meginreglan sé sú að móðirin annist ungana ein eöa með bónda sínum, em ýmis dæmi um hiö gagnstæða, að faðirinn liggi einn á hreiðrinu og sjái um eldi unganna. Kívífuglar em allstórir, ófleygir fuglar sem lifa á Nýja-Sjálandi. Samheldni hettutrönu- hjóna (Grus antigone) er við hrugðið. Hér má sjá par í tilhugalífi. Kvenfuglinn verpur einu eggi, sem er stærra, miðað við stærð móðurinnar, en egg nokkurs annars fugls. Karlinn liggur svo á egginu. Utungunin tekur allt að 80 daga, sem er með því lengsta sem þekkist hjá fuglum. Samt verpur kerlan stundum öðm eggi eftir að unginn er skrióinn úr því fyrsta, tekur þá aö sér ungann en lætur karl sinn sem fyrr um að liggja á hreiðrinu. Þyrnijóki (Jacana spinosa) er í Jamaíku kallaður „jesúfugl"þvi hann virðist ganga á vatni. Runntítla (Prunella modularis) nartar í gotrauf kvenfugls fyrir mökun. Ungamir éta ekki fyrstu sex dagana en leita sjálfír að fæðu eftir það. Hjá óðinshana, sem er varpfugl nyrst í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku, meðal annars hérlendis, hafa kynin að nokkru skipt um hlutverk. Karlinn er minni og dauflitari en kvenfuglinn, sem helgar sér óðal undir hreiður, hefur frumkvæði um makaval og ver karl sinn svo ágengni annarra kvenfugla. Karlinn sér að mestu um gerð hreiðursins, sem kerla hans verpur síðan fjómm eggjum í. Þar með er framlagi hennar til viðhalds tegundarinnar yfírleitt lokið að sinni. Hinar þróttmestu ná sér þó stöku sinnum í annan karl og endurtaka ævintýrið. En strax að loknu varpi fljúga frúmar út á sjó og snúa ekki til varpstöðvanna fyrr en á næsta ári, en láta bændur sína eina um að liggja á eggjum og koma ungunum upp. Sama er að segja um þórshana og freyshana, frændur óðinshanans. Þegar skortur er á fuglum annars kynsins, taka einhverjir af hinu kyninu stundum upp samkynhneigt samlíf. 500 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.