Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 11
Þegar hann kom austur í heyskap slógu þau oft saman með orfí og ljá. A milli Láru og Guðmundar hlýtur að hafa þróast kærleikur þessi ár sem þau bjuggu saman í Viðvík, þar sem þau giftu sig þann 30. desember árið 1915, sjö árum eftir að foreldrar Láru fóru frá Mjóafirði. Þá var Lára tvítug að aldri en Guðmundur þrjátíu og þriggja ára. I Viðvík bjuggu þau í níu ár. Þá fluttu hjónin að Mýri og áttu heima þar frá 1917 til 1924, þangað til þau fluttu að Hesteyri, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Guðmundur tók þátt í útgerð frá Hesteyri með bræðrum sínum. Eftir að Eiríkur bróðir hans lést árið 1924 erfði hann fasteignina á Hesteyri, hálfa jörðina og húsin. Keypti hann hinn helminginn af jörðinni af Guðmundi Halldórssyni og eru eigendaskiptin fest í veðbók árið 1925. Athygli vekur að hjónin höfðu verið gift í ellefu ár áður en þeim varbama auðið. Þann 7. desember árið 1926 eignuðust þau andvana dreng. Var héraðslækninum kennt um andlát barnsins, en sagt var að hann hafi komið dauðadrukkinn í vitjun. Dóttir þeirra Anna Marta fæddist þremur árum seinna, 29. september 1929. Móðir Önnu átti ekki sjö dagana sæla þegar hún var að alast upp. Lára þekkti fátæktina vel sem barn sem farið hafði „á sveitina“. Anna segir hér frá foreldrum sínum og uppvexti móður sinnar: „Pabbi var fæddur hér að Hesteyri og búsettur þar alla ævi. Hann vann talsvert að hvalsstörfum í fírðinum þegar hann var ungur maður. Mamma var fædd að Einkofa á Eyrarbakka. Foreldrar mömmu vissu að hverju stefndi þegar hún var að koma í heiminn. Festu þau húsnæði á Eyrarbakka til kaups og söfnuðu saman fátæklegum eigum sínum í íbúðarhúsinu sem þau leigðu og ætluðu þaðan eins fljótt og þau gátu. Nú yrði gaman, þau yrðu sjálfstæð, það var dásamleg tilfinning. Móðuramma mín og -afí vom í lausamennsku yfír sumarið til að innvinna sér svolítið til að byrja búskapinn með. Það var erfítt. Þó að þau ynnu hjá frændfólki sínu þá var krónan nærri Ijársjóður og lá ekki á lausu. Tilhlökkunin var mikil; með haustinu yrðu þau sjálfra sín. Síðan gerðist það að maðurinn sem seldi ömmu og afa húsið, brúkaði svik við þau. Hann seldi þeim húsið háu verði og keypti sér síðan farmiða til Ameríku. Hann hafði veðsett húsið áður en hann fór. Áður en amma og afí fluttu inn kviknaði í húsinu. Sumir segja að kveikt hafí verið í því með vilja. Og þá áttu þau ekkert, voru orðin algerir öreigar, húsnæðislaus og bam að koma í heiminn. í þessar aðstæður fæddist mamma, þegar fíölskyldan var nánast á götunni. Nágrannakona ömmu og afa kom með púða undir höfuðið á nýfædda barninu. Það voru einu þægindin sem þau höfðu. Svo var baslað verr en fyrr, því þau áttu ekkert nema sjálf sig. Þau þræluðu til að reyna að eiga eitthvað fyrir sárustu nauðþurftum. Til húsa voru þau hjá frændfólki. Amma sinnti inniverkum en afí sótti sjó frá Þorlákshöfn. Amma og afi eignuðust soninn Guðmund að ári. Þegar hann var um tveggja ára aldurinn fór hann „á sveitina“ og mamma fór með foreldrum sínum í nýja vist. Það var ekki talið hægt að hafa neitt út úr vinnufólki sem var með tvö börn og því urðu þau að taka ákvörðun um að koma öðru barninu fyrir á sveitina. Guðmundur litli varð að fara, því ekki var hægt að láta hann vinna neitt. Þetta var hræðileg ákvörðun að taka. Bróður mömmu var komið fyrir á heimili hjá ókunnugum þar sem hann grét stöðugt og séð var fram á hann yrði brjálaður. Þá varð mamma að fara í stað Guðmundar; hún fann sig skylduga að taka við sæti hans sem hálfgerður niðursetningur á ókunnugu heimili, þó ógurlega væri það skelfílegt. Mamma mundi alltaf litla kútinn sem brölti hvað hann gat á þúfunum þegar hann kom á móti þeim. Hún var ætíð hálf klökk þegar hún sagði frá þessu. Þama tóku við erfíðir tímar í lífí mömmu. Amma og afí heimsóttu mömmu alltaf þegar þau gátu komið því við. Að skilnaði hafði mömmu verið færðir nýir skór. Þegar amma kom næst í heimsókn var mamma uppi í rúmi því skómir hennar höfðu verið teknir handa smalanum á bænum. Það þótti ömmu sárt en dáðist að stillingu mömmu. Amma kvartaði við oddvitann, sem var einnig prestur, og var mömmu þá komið íyrir á Árbæ í Ölfusi. Þar dvaldi hún í tvö ár við fremur gott atlæti. Á Árbæ naut mamma sín og þótti mjög fíárglögg, svo mjög að bóndinn þar sagðist aldrei hafa sleppt henni hefði hann haldið áfram að búa. En hjónin á bænum brugðu búi og við það varð mamma að halda áfram ferð sinni í næstu vist. Þá lá leið mömmu með þrjá til reiðar suður til Reykjavíkur. Mamma var mikið á hestum þegar hún dvaldi á Árbæ. Hún sagði mér til dæmis frá hestinum Brúnskjóna sem hún hefði alltaf mátt fara á þegar hún var þar, því hann var svo þægur. Hún gat farið yfír makkann á honum og ýtt sér aftan eftir faxinu, svo reisti hann hausinn og þá var hún komin á bak, hún var ansi dugleg hestamanneskja. Nú líða einhver ár, eitt eða tvö ár að líkindum, og fór mamma þá með skipi til Austfíarða, í Mjóafíörðinn, þar sem amma tók á móti henni. Nú var fíölskyldan loks sameinuð. Þegar foreldrar móður minnar komu til Mjóafíarðar áttu þau sig í fyrsta skipti sjálf, voru vinnuhjú og fengu alvöru laun í fyrsta sinn á ævinni. Kaupið var 2,50 kr. á dag, þá var nú eitthvað hægt að vinna sér inn peninga. Þvílík dýrð. Þau gátu nú glatt börnin sín með ýmsu móti. Eg hef lesið höfuðbók Eiríks G. Isfelds, bróður pabba míns, og liggur mér við að gráta af hrifningu yfír því hvað amma og afí náðu af litlum efnum að kaupa til að gleðja bömin sín. Það var kærleikur, sem flutti fíöll, sem hafði á ný sameinað litlu fíölskylduna. Nú voru þau öll í Holti en mamma átti að gæta Dómalds Ásmundssonar, bams Guðrúnar Hannesdóttur og Ásmundar Þorsteinssonar, að Reykjum í Mjóafírði. Frá Holti var haldið inn að Sléttu, þar sem fíölskyldan bjó um tíma. Þar var ánægjustund. Þar höfðu þau eldavél og gátu bakað lummur við mestu lukku. Afí reri úti í þorpi, var oft mikil ferð á Heima er bezt 491

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.