Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 26
dottið í hug það er ég sagði honum eitt sinn, að tófur væru vanafastar og gengju gjarnan sömu leið á sama tíma, grunaði jafnvel að mig myndi langa til að athuga refinn nánar síðar og lét því ekkert á sér bera. Hélt svo rebbi áfram sína leið án þess að verða var við Ketil. Eg brann í skinninu eftir að vita hvort refurinn mundi ganga þama að staðaldri, en átt var mjög óhagstæð næstu 3 kvöld, vestan norðvestan gola og því augljóst, að refir sem héldu sig í austur suðaustur átt mundu fljótt verða varir við mann, er kæmi neðan úr Höfnum. Svo íjórða kvöldið er komin suðaustan gola og létt loft og bíð ég nú ekki lengur, en legg af stað kl. 5 með dálítið nesti og skjólföt mín, hugðist kominn á þessar slóðir milli 6—7, en um það leyti var refurinn á ferð, er Ketill sá hann. Þegar ég kom í Nauthóla fínn ég mér ákjósanlegt fylgsni í háum hól sem er með spmngum í kollinum, sá ég þaðan niður með girðingunni til Arnarbælis og upp með henni til Möngusels og svo nokkuð vítt um þar á milli. Dúsi nú þarna þar til kl. er að ganga 9, þá er útséð i það, að rebbi hefur engan fastan tíma á þessari lá eða hann hefur ekki meira en svo rétta klukku, og dettur nú í mig, að færa mig upp með girðingunni suður á Mönguselsgjáarbarm. Vissi ég mjög vel hvemig landslag var, þar er há klöpp með ótal spmngum og skagi sem olnbogi út í landsigið, sem einu nafni er nefnt Mönguselsgjá. Þama fer dásamlega um mig, sól er komin í norðvestur og vermir á mér bakhlutann, en ég hef útsýn suðvestur og norðaustur alla lægðina og nokkuð mikið svæði til suðausturs og suðurs. En þetta fer á sömu leið, ég verð einskis var, allt í dásamlegum friði og kyrrð og veður svo yndislegt sem það orðið getur. Hvað skal gera? Ekki endist ég til að hanga hér í alla nótt. Fara heim —, nei, ijandinn fjarri mér í svona veðri og svona birtu eins og loftið lofar þegar ég hef athugað það, fer ég ekki heim íyrr en á morgun. En reynandi væri nú að fara enn lengra, eða upp í Suður- Nauthóla, þaðan sést prýðilega yfír á alla vegu og þar með tek ég á rás. Ég geng lautir, en öðru hverju fer ég upp á grjóthóla mjög varlega, hlusta vandlega og svipast um, en nei, ég verð einskis var. Framundan mér er eins og marki fyrir hlykkjóttum skomingi. Klukkan er að ganga 11, og þegar geislar kvöldsólarinnar falla svona skáhallt, þá sé ég marka mjög vel fyrir þessu, þetta er líkast gömlum hestavegi, götu, sem nú er uppgróin, og þarf glögga eftirtekt til að rekja. Ég renni augunum lengra fram til að gæta að götunni nánar, en þá stirðna ég upp og maginn hoppar svo fast upp í þindina, að mér liggur við andköfum, því um 50-60 faðma framundan sé ég ref, mórauðan, með skítgulum tjöfsum í lærunum og bógum og skottið er móbleikt. Hann kemur úr austri, þvert í stefnu mína og heldur til vesturs. Gott. Vindur stendur frá honum til min og nú er um að gera að ven nógu athugull og sprettharður. Ég læt dót mitt frá mér nema byssuna, sem er hlaðin 5 úrvalsskotum og tilbúin til skots með því að hrinda örygginu fram með vísifingri um leið og ég bregð honum í handbjörgina. Nú hverfur dýrið bak við hæð og ég tek sprettinn og reyni sem mest að stíga á þúfna- og mosakolla, en tek stefnu á ská fram fyrir refinn, en nú kemur hann aftur í ljós og ég stend kyrr. Þetta margendurtekur sig og við stefnum báðir á sömu bungumynduðu hæðina, en -, ég er of seinn. Þegar hann byrjar að fara upp bunguna eru minnst 35 faðmar til hans og ég má mig ekki hræra sökum berangurs, verð að horfa upp á, að hann kemst fram fýrir mig, og bíð þar til skottið hverfur yfir hæðarpunktinn, en þá geysist ég af stað upp, og er þangað kemur er hæðin nærri slétt að ofan og stór um sig, en ég sé hvergi refmn. Fjandinn sjálfur, hefur hann orðið mín var og bætt við hlaupin? Því með sömu ferð og hann hafði, ætti ég að sjá hann. Hefur hann smogið inn einhvers staðar? Ég ota augum og -, þama er klapparbrún, sperrulöguð, eina mishæðin á þessu svæði. Ég hleyp í átt að klöppinni með byssuskeftið upp í handarkrika og fingurinn í björginni, með hinni hendinni held ég fremst um forskeftið og held byssunni þannig á ská til vinstri og niður, en ég hef ekki lengi farið þegar dýrið snarast út undan klöppinni og við sjáum hvor annan samtímis. Byssan með snöggum rykk upp á við, augað nemur miðið, skotið ríður af og mér fínnst hávaðinn rífa eyru mín, en dýrið er fallið og berst um og sparkar með fótunum. Ég þori ekki að hreyfa mig nær, þó færið sé býsna langt, en held byssunni í miðinu ef ske kynni að dýrið kæmi fyrir sig fótum og reyndi að hlaupa. Nú fyrst fínn ég hve ákaflega ég er móður, en - hva -, allt í einu er dýrið horfíð eins og jörðin hafí gleypt það. Mér hrökkva af vömm nokkur óprentanleg orð og tek á öskusprett þangað sem hann féll. Kemur þá í ljós dálítið spor, eða skarð í grasbrúnina og snarhallar inn og niður undir klöppina. Rétt innan við sporið liggur dýrið svo sem í seilingarlengd frá brúninni, en það er ekki árennilegt að hafa á honum hendur, því kjafturinn er glenntur upp í nærri 90 gráðu hom og ég munda byssuna og ætla að „fýra“ á hann, bæði til að stilla dauðastríðið og eins til að ná honum strax, en þá sé ég útundan mér eitthvað gulleitt sem reyndar er þá lambshöfuð, og nú skynja ég fýrst, að þetta muni vera greni. Ég hika við að skjóta ef ske kynni að læðan væri inni, þá myndi líða langt þar til að hún kæmi út, og nú er það orðið of seint, því innan við refínn er sandbunki í hellinum, bungumyndaður og hallar öllu niður og inn, en svo sem fet milli sands og hellisloftsins, sem líkist býkúpu, og meðan mér varð litið á lambshöfuðið hafði rebbi eitthvað sparkað enn, og nægði það til þess að hann rann niður sandbunguna og var þar með kominn í hvarf. Jæja, svo var nú það, ekki gæti ég sannað að hafa drepið refínn þótt ég vissi með sjálfum mér að hann væri helskotinn. Greip ég nú lambshöfuðið og kom þá í ljós að það var með mínu klára marki, sneitt aftan hægra og sneiðrifað framan vinstra, og mátti segja að þar kæmi vel á vondan og svo mikið var víst, að ekki myndi þessi refur drepa fleiri lömb fýrir mér né öðrum, en nú var eftir að ná læðunni og vissi ég alls ekki hvort hún var úti eða inni. Þegar ég hafði athugað alla staðhætti verður mér ljóst, að hvergi er var, þar sem hægt er að hafa skjól og dyljast í samræmi við vindstöðu. Hefði vindur haldist suðlægur hefði verið öðru máli að gegna, en nú hafði lygnt og andaði nú af norðvestri en var þó milt sem áður. 506 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.