Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 33
Kviðlingar
kvæðamál
: ~ e-
Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson
II
Vísnaþáttur
Lesendur og áskrifendur heimilisrits, komið þið sæl öll.
Senn eru liðin 58 ár frá því að Bókaútgáfan NORÐRI í
Reykjavík hóf útgáfu þjóðlega heimilisritsins Heima er bezt.
Mátti víst segja, að rit þetta leysti að nokkru leyti af hólmi
mánaðarritið „Nýjar kvöldvökur“, sem kom út á Akureyri
frá 1907 til 1950, eða í full 44 ár. Áttu nokkrir menntasæknir
menn þar hlut að máli, eins og séra Jónas frá Hrafnagili,
sem var fyrsti ritstjóri Nýrra kvöldvaka.
Eru nú nýlega liðin hundrað ár frá því að þessi rit hófu
göngu sína. Tímarit eru bæði til fræðslu og skemmtunar.
Þau eiga sér vonandi enn langa framtíð fyrir höndum. Ég
var að vísu aldrei áskrifandi Nýrra kvöldvaka, en las ritið
víða á bæjum þeim, er ég gisti sem unglingur. í því birtust
oft langar framhaldssögur. Og enn er þeirri venju haldið í
Heima er bezt, og verður svo um ókominn tíma.
Þessi inngangur verður að nægja. En nú er að því komið
að kynna hagyrðing mánaðarins eða skáld, hvort sem menn
vilja hafa það. Þjóðskáld eins og Steingrímur Thorsteinsson,
orti tækifærisvísur, sumar býsna beittar. Hann gæti sem
best verið einn af hagyrðingunum á síðum HEB. Sjáum
bara til!
Maður nefndist Jón Jónsson, og fæddist á Patreksfirði 21.
janúar 1917, og andaðist 4. mars 2000. Hann kunni ekki
nógu vel við þetta eiginnafn og nefndi sig skáldheitinu Jón úr
Vör. Sína fyrstu ljóðabók gaf Jón út aðeins tvítugur að aldri,
1937. Nefndist hún „Ég ber að dyrum“. Vakti hún nokkra
athygli, en mesta nýjabrum þótti að ljóðabókinni „Þorpið“,
sem út kom 1946. Er hún með nýstárlegri framsetningu,
nánast lítt rímuð.
Hér verða stökur nokkrar látnar ijúka, eftir Jón úr Vör,
og fáein ljögurra lína erindi.
Jón orti um mann einn, sem sinnti hringjarastarfí við eina
af kirkjum höfuðborgarinnar:
Sannarlega er sálin fróm,
sjálfur Drottinn styrkir hann.
Undir kirkjuklukkna hljóm
klámvísurnar yrkir hann.
Jón úr Vör þjáðist lengi af þrálátum húðsjúkdómi. Eitt
sinn, er veikindin herjuðu á líkamann, orti hann:
Flest, sem gleður, fyrir bí,
fögnuður að öngu.
Kysi helst að komast í
kistuna mína þröngu.
Jón skrifaði iðulega vísur á bækur, er hann seldi mönnum.
Hér lá betur á honum :
Aldrei hef ég eignast fák,
enginn vildi Ijá mér hest.
Mátti sitja á mínum strák
meðan ég gat riðið bezt.
Þessa vísu orti Jón um skáldbróður sinn, Sveinbjöm
Beinteinsson, bónda á Draghálsi:
Hann er maður hár á legg
og hefur land að erja.
Hans er ræktin helsta skegg;
hann sér kann að berja.
Ekki fylgir eftirfarandi vísu, hvert tilefnið er, en gæti víst
verið höfundurinn sjálfur:
Heima er bezt 513