Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 15
Sœmundur
Bjarnason
Bláfell,
nýbyggt.
BLAFELL
BRANN
í desember 1951
Hér fer á eftir frásögn
undirritaðs af því þegar
Bláfell, hús Sigurósar og
Bjarna, foreldra minna
í Hveragerði, brann í
desember árið 1951.
Sumarið eftir byggðu þau
nýtt hús á sama stað sem
stendur enn. Sonur þeirra,
Sigurbjörn, býr í því ásamt
jjölskyldu sinni.
egar níu ára gamall drengurinn kom
út fór hann strax að brunarústunum.
Þama hafði heimili hans verið
þangað til í nótt. Hann hafði fæðst í
þessu húsi og alið þar allan sinn aldur.
Nú var allt bmnnið til kaldra kola. Ekki
einu sinni flekkóttir veggir uppistandandi,
því þetta hafði verið timburhús. Alveg
ný viðbygging hafði þó verið klædd að
utan með asbesti og um nóttina þegar
mest gekk á höfðu smellimir í asbestinu
verið eins og vélbyssuskothríð. Ja, allavega
hafði mikið gengið á. Nú var þetta allt
saman kolsvart og ólögulegt, hálfbmnnar
sperrur, upprúllað jám af þakinu, bmnnin
húsgögn og hvaðeina allt í einni bendu.
Yfir öllu gnæfði samt svartur og sótugur
klósettkassi úr jámi eða einhveijum málmi
á sínu jámröri. Keðjan sem togað var í til
að sturta niður með, var meira að segja
á sínum stað.
Hann fann eiginlega ekki til neinna
sérstakra tilfinninga, eiginlega kom
honum þetta ekki svo mikið við.
Foreldrar hans myndu ráða framúr
þeim vandamálum sem við blöstu og
það var svosem ekkert sérstakt sem
hann saknaði. Engin áhugaverð föt eða
merkileg leikföng. Vinir hans og félagar
mundu áfram verða til staðar, systkinin
og foreldramir einhvers staðar nálægt
eins og venjulega, skólinn á sínum stað
o.s.frv. Eiginlega var ekki til neins að
vera að hanga yfír þessu. Nær að reyna
að fara eitthvað. Nú var hann með alveg
pottþétta afsökun fyrir því að læra ekki
neitt. Ekki það að hann þyrfti yfirleitt
mikið að læra heima. Honum gekk alveg
prýðilega í skólanum án þess. Hann
nennti ekki einu sinni að gá að því hvort
nokkuð nýtilegt eða merkilegt væri að
fínna í rústunum heldur rölti af stað upp
að Reykjafossi og Kaupfélaginu, þar
mundi hann eflaust hitta einhverja af
félögum sínum.
Upp við Reykjafoss hitti ég Jósef
Skaftason sem þar var á gangi með Auði
systur sinni. Við fóram öll þrjú í áttina
að bakaríinu og við Jósef höfðum um
Heima er bezt 495