Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 16
 Bláfell skömmu fyrir brunann. Hjónin Bjarni Sœmundsson og Sigurrós Jórunn Jónsdóttir (móðir Guðlaugsdóttir. Sigurrósar). margt að tala. Ekkert var þó minnst á atburði næturinnar. Fyrir íraman bakaríið heyrði ég að Auður var að spyija Jósef bróður sinn um eitthvað en hann sagði henni að þegja og hætta þessu rövli. Ég var forvitinn og spurði hvað hún hefði verið að segja. „tiún var eitthvað að tala um að húsið heima hjá þér hefði bmnnið í nótt,“ sagði Jósef. „Af hveiju viltu ekki leyfa henni það?“ spyr ég steinhissa. „Ég hélt að það mundi kannski særa þig“, svarar Jósef. Ég er alveg gáttaður. Hvemig getur honum dottið slík fjarstæða í hug. Eins og mér sé ekki sama þó húsið hafí bmnnið. Það er frekar að ég geti miklast af því að hafa lent í sögulegum atburðum. Þetta er alveg stórmerkilegt. Að aðrir skuli hafa áhyggjur af því hvemig mér líður, þegar mér líður einmitt prýðilega. Ekki hef ég misst nokkum hlut sem merkilegur getur talist. Ég þarf að vísu sennilega að sofa einhvers staðar annars staðar næstu nætur og eignast eflaust nýtt heimili von bráðar. En hvað með það? Kannski verður það einmitt bara betra en það gamla. Engin ástæða til vera að væla. Við Jósef emm góðir félagar og ásamt með Jóhannesi bróður hans leikum við okkur oft saman. Jósef er einu ári yngri en ég og Jóhannes einu ári eldri. Stundum leikum við okkur í fótbolta á túninu hjá Gmnd og þá er venjulega einn í marki og hinir tveir þykjast vera einhver tiltekin landslið. Eitt sinn kemur Jóhannes okkur mikið á óvart. Hann segist vilja spila fyrir landslið Umguay. Umguay? Hver fjandinn er það nú? „Vitið þið ekki að Umguaymenn eru heimsmeistarar í fótbolta?“ segir Jóhannes þá. „Heimsmeistarar peimsmeistarar. Þú veist ekki hundaskít um Umguaymenn", segjum við Jósef, annarhvor eða báðir eða hugsum a.m.k. eitthvað á þá leið. í garðyrkjustöð Skaíta pabba þeirra Jósefs og Jóhannesar leikum við okkur líka oft. Þar eigum við fúllt af merkilegum köllum sem tlestir em hvítir og með stafina Champion um sig miðja. Sumir heita reyndar einhveijum öðmm skrítnum nöfnum og fáeinir em af öðrum lit en hvítum. Til dæmis eru mjög verðmætirog sjaldgæfir kallar í bleikum lit og við rífúmst jafnvel um að eiga þá. Fullorðið fólk segir að allir þessir kallar séu bara bílkerti en við tökum lítið mark á því og látum kallana okkar lenda í ýmsum merkilegum og hættulegum ævintýmm. Ég hafði vaknað skyndilega um nóttina á dívaninum mínum inni í svefnherbergi hjá pabba og mömmu. Bræður mínir tveir, Vignir 6 ára og Björgvin 2 ára, sváfú líka í herberginu. I sömu mund og ég vaknaði hafði mamma þotið frarn úr hjónarúminu. Þetta var í öðm af þeim tveimur stóm herbergjum sem vom í viðbyggingunni sem lokið hafði verið við um sumarið. Stelpumar, Sigrún og Ingibjörg vom í hinu herberginu en Unnur var farin að heiman. Jórunn amma var einnig í húsinu en ekki fleiri. Ég hljóp fram úr rúminu á eftir mömmu en hún sneri sér við þegar hún hafði opnað ffam á gang og sagði við mig: „Farðu og vektu hann pabba þinn og segðu honum að það sé kviknað í húsinu.“ Ég hlýddi umyrðalaust enda var eitthvað skrýtið um að vera frammi á ganginum. Snark og læti ásamt einkennilegri birtu. 496 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.