Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 12
Anna nýkomin úr lagningu á spítalanum. Mynd: Rannveig Þórhallsdóttir. honum, því hann vildi ekki láta standa á sér. Það var honum oft erfítt að fara yfír óslétt land og ekki með nema hálfa sjón, en aldrei stóð á afa. Minningar mömmu, sagðar mér stöku sinnum, birtast mér skínandi og hlýjar í einfaldleik sínum og fegurð, til dæmis er mamma var lánuð um stundarsakir að Reykjum. Nú aðskildi fjörðurinn Qölskylduna um stundarsakir, en þau gátu þó farið á milli bæja og hist þegar tími gafst til. Eitt sinn um sumarið lagði átta ára snáðinn Guðmundur af staó á skektu fullmannaðri sér yngri bömum til að hitta systur sína. Róið var vasklega ungum höndum, en er nálgaðist land sunnan fjarðar sá Guðmundur að landtaka var engin fyrir brimi. Hann mundi orð pabba síns er hann hafði eitt sinn látið falla um stein við lendinguna, að þegar bryti á þessum steini væri ólendandi. Hann vissi að orð pabba síns voru ætíð sönn og þó löngun væri að komast í land var snúið við. Þá voru fjórir kófsveittir, fílefldir ræðarar lagðir af stað, það var afí, pabbi mömmu og Guðmundar, ásamt þremur öðrum sem hann fékk með sér til að reyna að bjarga börnunum. Þegar uppgötvaðist að þau voru komin langleiðina yfír fjörðinn á leið upp í brimið við Reykjakletta var róinn lífróður, sem hefði verið til einskis ef afí hefði ekki frætt ungan svein og hann tekið vel eftir. Hörmulegum atburði var afstýrt og í staðinn urðu innilegir fagnaðarfundir, nokkuð sem bömin sem lentu í lífsháskanum mundu ævilangt. Nú fer fjölskylda mömmu inn í Viðvík í landi Hesteyrar, þar verður stopp á. Mamma sest þar að og fer að elda fyrir pabba minn. Amma, afí og Guðmundur móðurbróðir bjuggu í Viðvík um tíma en fóru síðan yfír á Seyðisfjörð og þaðan suður til Reykjavíkur. Ég veit ekki hvers vegna mamma var eftir, en ég veit að mamma missti mikið þegar foreldrar hennar og bróðir fóm í burtu. Hún varð eftir með pabba mínum, nánast ókunnugum manninum, sem síðar varð þó pabbi minn. A milli þeirra var þrettán ára aldursmunur. Ástæðan fyrir því að amma og afi fóru, tel ég vera að þeim fannst til mikils ætlast af þeim. Árni afí var stoltur, hann vildi aldrei láta neitt standa upp á sig og barðist áfram. Sjón hans var ekki nema hálf, en hann lét það aldrei stoppa sig í neinum sínum verkum. Hann las heimsbókmenntir til dauðadags, þrátt fyrir að hafa aldrei hlotið neina skólamenntun! Afí var samt fyrst og ffemst sjómaður og verkamaður. Ég held að þau hin á bænum, fólkið hans pabba, hafí litið hálfgert niður á hann, verið fínni með sig. Nokkrum árum síðar trúlofuðust mamma og pabbi og eignuðust dreng. Hann dó í fæðingu af því að fæðingarlæknirinn var á fylleríi í stað þess að sinna skyldum sínum. Læknirinn sagði að þetta væri bara hæg fæðing, en saurinn á baminu kom á höndina á honum svo það var eitthvað að. Bamið var í krumpu, í sitjandi stöðu, eins og kúla innan í mömmu. Enginn spítali var í Mjóafírði, eini læknirinn var þessi og mamma hefði aldrei komist til Seyðisfjarðar til næsta læknis því hún var alls ekki ferðafær; að fara á smáskektu fyrir Dalatanga. Það endaði með því að tannlæknir kom frá Seyðisfírði. Hann bjargaði mömmu, annars hefði hún dáið og ég aldrei fæðst. Pabbi spurði mömmu hvort hún vildi sjá dána barnið sitt áður en það yrði lagt í gröfína og mamma kaus það. Hún mundi alltaf þegar pabbi kom með litla, dána líkamann sem var með svokallað sleggjuhöfuð. Mamma sagði mér síðar að hún hefði látió drenginn heita Árna Martein hefði hann lifað. Ég sagði eitt sinn að ef mömmu hefði fæðst hann lifandi hefði hann verið þeim nóg og ég ekki fæðst. Ég fann að mömmu líkaði ekki þetta tal og ýfði ekki meira við því. En ég vildi að mamma hefði eignast annað barn og þá helst stúlku.“ Móðurömmu sína hitti Anna sem bam þegar hún fór með foreldrum sínum til Reykjavíkur og segir hún hana hafa verið afar blíða konu sem henni þótti umsvifalaust vænt um. Er hér látið staðar numið í frásögninni. í ævisögu Önnu á Hesteyri bregður við gamansömum tón, sem er blanda af alvöru lífsins og spaugilegum frásögnum. Einnig er sagt frá viðhorfum Önnu til dýraverndar og jafnréttis kynjanna. Saga vináttu hennar og skipstjórans Jóns Daníelssonar frá Siglufírði er rakin og því lýst hvernig stóð á því að hún tók ókunnuga utangarðsmenn inn á heimili sitt. Við ritun ævisögunnar var leitað til vina og ættingja Önnu á Hesteyri til að lýsa þessari áhugaverðu konu og draga upp heildstæða mynd af lífí hennar og störfum. 492 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.