Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 6
í stofunni hjá Önnu kennir ýmissa grasa og fáu virðist hent. A gólfinu tiplar tindilfætta hænan Svört. Hún hoppar stundum upp í beddann í stofunni og grandskoðar farangur gestsins. Gæsimar, sem fengu þurrkaða fiskihausa í hádegismat, hafa um margt að skrafa. Hljóðin í fuglunum tóna vel við gnauðið í vindinum. Það er friðsælt við eldhúsborðið á Hesteyri. Gestur og gestgjafí gæða sér á nýbökuðum pörtum úr Bónusveldi. Það er kveikt á upptökutækinu. Og gestgjafinn hefur upp raust sína, hefur frásögn sem nær aftur til þar síðustu aldar. Anna segir gestinum frá baráttu móðurömmu sinnar og afa við fátæktina, fæðingu móður sinnar og rekur sögu föðurættarinnar á Hesteyri. Hún segir frá Eiríki föðurbróður sínum og hvað gerði hann sérstakan í augum samsveitunganna. Hvemig foreldrar hennar kynntust og hvað varð til þess að bróðir hennar lést. í viðtölunum rekur Anna einnig uppeldisár sín og helstu áhrifavalda í lífi sínu. Trúin spilar stórt hlutverk í lífí hennar og vill hún gjaman gera sitt til að hjálpa náunganum og þeim sem minna mega sín. I frásögninni vöknar henni af og til um augu, en heldur ótrauð áfram að lýsa lífshlaupi sínu, því hún vill fá að koma sögu sinni á blað. Hún óttast að tíminn sé að hlaupa frá sér. Það er orðið dimmt þegar gesturinn kveður gestgjafann og þakkar fýrir ánægjulegan dag. Viðtölin verða fleiri og halda áfram inni á herbergi á spítala, eftir að heilsu gestgjafans hrakar. Aldrei leiðist gestinum. Og fær alltaf jafn hlýjar móttökur. Mynd: Margrét Sigfúsdóttir. Eftir níu mánaða ferli er sköpunarverkið tilbúið. Orðin sterk taug á milli kvennanna tveggja. Gestgjafmn heldur hún upp á sjötugasta og níunda afmælisdaginn á spítalanum. Síðan er útgáfu bókarinnar fagnað. Anna vill að bókin verði einhverjum til góðs. Að bókin vísi veginn út úr vandanum, eins og hjálpar þurfí mannvera rétti hönd út í geim, til að fá styrk frá Guði. Anna telur að Skaparinn hafi gert kraftaverk í hennar lífí og leitt hana í gegnum miklar ógöngur, eins og lýst er nánar í bókinni. Hennar trú er að styrk hönd Guðs leiði mannfólkið í gegnum erfíða tíma dagsins í dag. Hér á eftir verða birtir kaflar úr bókinni, þar sem lesendur Heima er bezt geta skyggnst inn í hugarheim Önnu á Hest- eyri. Mjóifjörður Austfírski ijörðurinn Mjóifjörður er, eins og nafnið bendir til, mjósleginn fjörður, átján kílómetra langur og tveggja kílómetra breiður. A landakorti séð er hann að mörgu leyti landfræðilega líkur Seyðisfírði og liggur, umkringdur háum ijallatindum, ámilli SeyðisijarðarogNorðijarðar. Sjávarþorp Mjóaijarðar, sem gjaman er kallað Brekkuþorp, stendur undir háum ijöllum og er byggðin dreifð um Qörðinn. Sunnanmegin ijarðarins, þar sem hvalveiðistöð Ellefsens á Asknesi malaði gull í lok 19. aldar, eru öll býli komin í eyði, utan sumarhúss á Reykjum, og skera óbriiuð vatnsfoll veginn sem liggur þangað. Til Mjóaijarðar er hægt að fara sjóleiðina frá Norðfírði eða akandi í gegnum Slenjudal og Mjóaijarðarheiði, sem er afleggjari frá Fagradal á Héraði. Akvegurinn til Mjóaijarðar er langur og hlykkjóttur, á leiðinni em fagrir fossar, klettar og krappar beygjur. Göngu- og reiðleiðin til Seyðisijarðar liggur út og upp frá Hesteyri og norður yfír Hesteyrarskarð. Hánefsstaðakinn er norðan og innan við skarðið. Var stundum farið Hesteyrarskarð um Hesteyrarkinn, Snjófellsskarð og Hánefsstaðadal til að stytta sér leið. Væri farið á hestum Rúðuþurrkurnar hreyfast ótt og títt en ráða tæpast við að halda sýn ökumannsins skýrri. Vegurinn er háll og því nauðsynlegt að keyra varlega, það er febrúar og snjónum kyngir niður. Afangastaðurinn er Mjóiijörður. A þessum árstíma er tæpast hægt að komast þangað nema sjóleiðina frá Neskaupstað. Við bryggjuna lúrir póstbáturinn Anný, verið er að ferja vörar í fiskikari um borð. Póstbáturinn flytur vörur og menn frá Neskaupstað til Mjóafjarðar og sömu leið til baka. Það er slæmt í sjóinn og betra að vera vel búinn til fóta og handa. A leiðinni skoppar báturinn í öldunum eins og korktappi og að manni læðist sú hugsun að mannfólkið megi sín / sóleyjarskrúða. lítils þegar það kastast til í bátnum í hæstu öldutoppunum. Ferðalangi fínnst best að standa úti og stíga ölduna. Það heldur sjóveikinni niðri. En hvert er erindið til Mjóaijarðar, í aftakaveðri? Jú, - til að heimsækja umtalaða konu, enga aðra en Önnu Mörtu Guðmundsdóttur á Hesteyri. Til stendur að skrifa um hana bók og skrásetja ævi hennar, sem þykir víst fyrir margra hluta sakir merkileg. 486 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.