Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 40
og hló. „En nú ætla ég að bregða mér í önnur föt. Setjist þið inn í stofuna á meðan.“ „Je minn, hvað þú býrð smart,“ kvakaði Ragna þegar Andrea kom inn aftur klædd hvítum velúrgalla. „Mér líst vel á allt sem ég sé,“ sagði Omar glettnislega og leit brúnu augunum á Andreu sem fann að hún roðnaði í vöngum. „Guð, hvað ég held að þér finnist einmanalegt héma, svona nýkomin úr ijölmenninu fyrir sunnan,“ sagði Ragna. „Þú þekkir náttúrlega ekki nokkra manneskju hér.“ „Nei, en það stendur allt til bóta,“ ansaði Andrea og flýtti sér fram í eldhúskrókinn til að setja kaffivélina í samband. Þið ættuð bara að vita, hugsaði hún. Eg þekki nú fleiri en ykkur grunar og mun betur. Það var ekki að merkja á Omari að hann kannaðist neitt við hana. Sem betur fer, þá er ég hólpin. Þau sátu og spjölluðu drjúga stund og ljúffeng terta Rögnu minnkaði óðfluga. „Hefur þú hitt húsráðendur, Ulfljót og Gústu?“ spurði Omar, tók upp pípuna sína og kveikti í henni. „Asnalega spurt,“ sagði hann svo. „Auðvitað hefurðu hitt þau, annars hefðirðu ekki komist inn. Æ, fyrirgefðu,“ sagði hann svo og leit á pípuna sína. „Ég spurði ekki hvort ég mætti reykja.“ „Þú mátt það. Jú, ég hitti frúna,“ sagði Andrea fálega. „Húsbóndann hef ég ekki séð enn.“ „Nú það er ekki líkt Ulla að láta sig vanta þegar ný dama kemur í þorpið. Hann hlýtur að vera timbraður eða eitthvað,“ sagði Ragna. „Kannski hefur Gústa gefið honum glóðarauga,“ bætti hún við hlæjandi. „Hún var ekki svo iítið ill, þegar Ulli var búinn að ráðstafa risinu án hennar samþykkis. Hún þykist svo sem eiga með allt héma í þessu húsi.“ „Það er nú kannski eðlilegt að eiginkonan vilji vita um væntanlegan leigjanda,“ sagði Andrea sakleysislega. „Eiginkona, hún er sko engin eiginkona. Þau hafa aldrei gifst,“ blaðraði Ragna. „Konan hans Ulla var veik þegar Gústa flutti inn á þau með stelpuna og hvemig sem það nú var allt saman, þá bara hvarf konan hans Ulla allt í einu.“ „Hvarf konan?“ Andrea varð eitt spumingamerki og þáði sígarettu hjá Omari í hálfgerðri leiðslu. Hvað skyldi koma næst? Omar bauð henni eld og sér til gremju fann hún að hönd hennar titraði svo að Ómar studdi við hana svo hann gæti kveikt í. „Kaldar hendur, hlýtt hjarta,“ sagði hann lágt og horfði á hana þessum rannsakandi augum. „Hjartað þarf ekki alltaf að vera hlýtt, þó kaldar séu hendumar,“ svaraði hún. Hún sá að það mynduðust stór spumingarmerki í kringlóttum augum Rögnu og flýtti sér að bjóða meira kaffi. „Já, konan hans Ulla hvarf bara eina nóttina," hélt Ragna áfram. „Guð, það var meira segja haldið að þau hefðu kálað henni eða eitthvað.“ „Ragna,“ sagði Ómar aðvarandi. „Gættu aó munninum á þér. Vera verður hrædd ef þú heldur svona áfram. Þú veist að það var ekki líft héma fyrir kjaftasögum eins og alltaf ef eitthvað er öðmvísi en vanalega. Ég var að vísu erlendis og vissi ekkert af þessu fyrr en þó nokkur tími var liðinn. En það er satt Andrea hvarf og hefur ekki fundist, hvorki lífs né liðin. Það er nú það versta. Þó Ulli sé vinur minn frá gamalli tíð, þá fórst honum skammarlega við konuna sína og að hann lét Gústu hafa sig út í allt þetta, á ég bágt með að fyrirgefa honum og þeim báðum. Þess vegna kem ég helst ekki í þetta hús lengur. Hún Andrea var svo indæl stúlka og svo missti hún bamið þeirra lika. Það var kannski ekki að furða að hún brotnaði. Gústa er ekkert lamb að leika sér við, það vil ég bara segja þér, mín kæra,“ sagði Ómar að lokum. „Já, og allt hneykslið í kring um óléttuna á Gústu,“ sagði Ragna áköf. „Stelpan er ekki baun lík henni, ekki einu sinni rauðhærð.“ Ómar hafði tekið eftir svipbrigðum Andreu á meðan Ragna lét móðan mása. Hann sá roðann í kinnunum sem síðan vék fyrir fölva og hugsaði með sér að nú væri nóg komið af sögum frá Rögnu. Sennilega bæri stúlkan einhvem kvíða í brjósti fýrir dvöl á ókunnum stað með ókunnu fólki. „Jæja,“ sagði hann. „Nú er nóg komið af masi og sögum, það er nú svo margt sagt og ekki öllu trúandi sem maður heyrir.“ „Eitt veit ég bara,“ sagði Ragna, „að enginn getur heillast af kvenlegheitum eða fríðleika hjá henni Gústu. Hún er og verður skass og minnir mig alltaf á hross í framan.“ Andrea reyndi að hlæja og beindi samtalinu inn á aðra braut með því að spyrja hvort þau væru bæði ættuð úr Litlu- Vík. „Ég átti heima inn í dal og giftist hingað,“ sagði Ragna. „Hann Palli minn vinnur á bilaverkstæðinu og við eigum einn lítinn strák, tveggja ára.Við búum hérna í næstu götu.“ Andrea leit á Ómar sem tók út úr sér pípuna, bankaði úr henni í öskubakkann og fór sér að engu óðslega. „Ég er piparsveinn, að þokast hratt á fertugsaldurinn,“ sagði hann hægt „og ekkert sérstakt að segja um mig, að minnsta kosti ekkert spennandi.“ „Það er nú eftir því hvemig á það er litið,“ gall við í Rögnu. „Henni Gústu fannst þú nú ansi áhugaverður á síðasta balli. Miklu meira spennandi en Ulli, að ég tali nú ekki um Kela vesalinginn sem alltaf er svo vongóður um að Gústa taki honum opnum örmum. Hann býst nú ekki við neinu minna en kraftaverki. Og ekki má gleyma lækninum, þeim kemur nú vel saman á köflum Gústu og honum þó hann sé harðgiftur. Ja, hún Jósefína, mikið er hennar langlundargeð, varla trúir maður því að henni sé sama, en hún lætur sem ekkert sé. Gústu fínnst nefnilega blómin alltaf fallegri í annarra görðum.“ „Hvaða voðalegt blaður er þetta í þér manneskja,“ sagði nú Óinar. „Ég kemst bara ekki að.“ „Fyrirgefðu,“ sagði Ragna og varð svolítið skömmustuleg. „Já, svo ég haldi nú áfram,“ sagði Ómar, „þá á ég lítið hús hérna næstum við hliðina á Rögnu og bý þar með kisunni Pamellu og hundi sem heitir J.R. Svo var ég að hugsa um að fá mér tík sem ég ætlaði að skíra Sú Ellen, en hætti við það vegna heimilisfriðarins sem þá væntanlega færi í hund og kött.“ Þau hlógu og Andreu fór að líða betur. Hún bauð meira kaffi. „Nei núna verðum við að koma okkur heim,“ sagði Ragna. 520 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.